Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 42

Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 42
Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@ frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jóns- son, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Það var eitthvað að gerast í íslensku samfélagi á þessum tíma, þarna kringum 1990. Allt í einu urðu lesbíur og homm- arnir kannski sérstaklega hópur sem þurfti að tala við,“ segir Hrafnhildur um ástæðu þess að hún tók upp myndavélina fyrir 26 árum og hóf að skrásetja sögu homma og lesbía á Íslandi. „Fyrsta viðtalið tók ég 1992 við vin minn Björn Braga Björnsson sem hafði búið í Kaliforníu á sama tíma og ég en var kominn heim til Íslands með HIV og beið dauðans. Þessi skelfilegi faraldur sem lagðist mest á hommana varð til þess að þeir fengu athygli frá samfélaginu og það þétti raðirnar hjá hommum og lesbíum og gerði þau sýnilegri. Ég sem heimildarmyndagerðarkona gat ekki annað en verið á staðnum og fylgst með því sem var að gerast og tekið það upp. Í byrjun níunda áratugarins var mjög öflugt fólk sem tók til starfa í hreyfingu homma og lesbía. Bæði var það fólk sem var óhrætt og ekki inni í skápnum en líka fólk sem hafði kynnt sér hreyfingu homma og lesbía á Norðurlöndunum og hafði tileinkað sér baráttuaðferðir þaðan. Þar á meðal voru hug- myndir annars vegar um innra starf hreyfingarinnar og svo um fræðslu, skólafundi og útgáfu. Ég bjó mikið erlendis á þessum tíma en kom heim og sá þá með augum gestsins hvað var að gerast. Sextán ára út úr skápnum Hrafnhildur hafði sjálf komið út úr skápnum sextán ára. „Í myndinni nota ég mitt líf til viðmiðunar og hef leikinn þegar ég var sex ára og allir héldu að ég væri strákur sem fór rosalega í taugarnar á mér en hafði sína kosti. Ég sagðist til dæmis heita Hrafn þegar ég var að selja blöð niðri í bæ og fékk þá sömu góðu meðferð og hinir strákarnir á meðan stelpunum var alltaf hent aftast í röðina. Ég eignast fyrstu kærustuna þegar ég er sextán ára 1980 og fór með hana heim og foreldrar mínir tóku mér og mínum kærustum vel og studdu mig alla tíð þótt þeim hefði aldrei dottið í hug að fara í göngu niður Laugaveginn. En það var þessi kyn- slóð,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hún varð fljótlega virk í nýstofn- uðum Samtökunum ’78 og settist í stjórn þegar hún var nítján ára. „Ég var innblásin af kvennafrídeginum ’75 og var viss um að heimurinn væri að breytast og við myndum hafa það betra.“ Íslenska fjölskyldubyltingin Og breytingarnar urðu svo sannar- lega og mjög markverðar. Hrafn- hildur er ekki í vafa þegar hún er spurð hver sú markverðasta var. „Það var þegar íslenska fjölskyldan tekur þessi börn sín upp á sína arma. Þar er byltingin, finnst mér,“ segir hún. „Og það sést til dæmis á því að Gay Pride er fjölskylduhátíð á Íslandi, öfugt við mörg lönd. Þetta stafar örugglega af smæð samfélagsins og hversu nálæg við erum hvert öðru, þetta verður ein- hvern veginn fjölskyldubylting.“ Hún segir lögin um staðfesta samvist vera birtingarmynd á þessari byltingu á vettvangi hins Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ persónulega. „Hugmyndin um staðfesta samvist er norræn að uppruna og ekkert endilega í takt við það sem okkar fólk var að pæla, við vorum frekar á þeirri línu að það ætti að leggja niður hjóna- bandið sem stofnun,“ segir hún. „En það kom á óvart hvað lögin um staðfesta samvist breyttu miklu. Þá voru sambönd okkar ekki jaðar- sett lengur heldur normalíseruð. Þarna er stofnun samfélagsins sem viðurkennir og það er per- sónuleg stofnun en ekki opinber. Þarna voru reyndar sett sérlög yfir okkur og mér fannst það pínu niðurlægjandi, að það gætu ekki gilt sömu lög yfir sömu réttindi og skyldur fyrir alla. En svo voru hjúskaparlögin leiðrétt kringum 2011 og nú er meira að segja búið að breyta eyðublöðum þannig að ekki þarf að skrifa brúðgumi og brúður heldur einstaklingur eitt og einstaklingur tvö.“ Heimildarmynd og fimm sjónvarpsþættir Heimildarmyndin Svona fólk verður frumsýnd 28. nóvember í Bíói Paradís en allt verkefnið er stærra í sniðum. „Þetta verða fimm þættir fyrir sjónvarp að lokum þar sem öll sagan er rakin,“ segir Hrafnhildur. „Myndin sem ég sýni núna er fyrri hluti sögunnar með áherslu á áttunda og níunda áratuginn.“ Eftir þessi tuttugu og sex ár liggur enda gríðarmikið af efni. „Ég er með fjörutíu viðmæl- endur og fimm hundruð klukku- tíma af efni, bæði sem ég hef tekið sjálf og svo hef ég verið að viða að mér og safna,“ segir hún og bætir við að myndin hafi tekið ýmsum breytingum á þessum tíma. „Það hefur verið erfiður róður fjárhags- lega að reka þetta. En ég passaði að eiga bæði viðtöl við þá sem ég taldi að hefðu lagt þessari baráttu lið í einhverjum mæli og við venjulegt fólk og hvernig því reiddi af. Ég legg áherslu á að myndin rekur réttindabaráttu homma og lesbía fyrst og fremst, þetta er ekki saga annarra hópa þó aðeins sé komið inn á málefni transfólks sem hefur ætíð verið hluti af okkar samfélagi.“ Þverpólitísk barátta Af hverju er mikilvægt að segja þessa sögu? „Af því að ég hef upplifað að það er til fólk sem þekkir ekki söguna jafnvel fólk á svipuðum aldri og ég og svo unga fólkið sem áttar sig engan veginn á því hvernig þetta var. Það þarf að passa að þetta gleymist ekki því það getur alltaf orðið bakslag,“ segir Hrafnhildur og nefnir dæmi. „Vinkona mín býr til dæmis með konunni sinni og dóttur í Kaupmannahöfn og þar eiga kennarar stelpunnar í mesta basli með að skilja að hún geti átt tvær mömmur. Þetta er að gerast í fyrirmyndarsamfélaginu Dan- mörku, svo við tölum nú ekki um það sem er að gerast í Bandaríkj- unum og Rússlandi.“ Hún segir líka mikilvægt fyrir samtímann og framtíðina að muna hvernig mannréttindum og virðingu var komið á. „Það varð að vinna hlutina þverpólitískt, pólit- ískar línur eiga ekki heima í þessu málefni. Stundum áttum við góða stuðningsaðila innan úr Heimdalli og Sjálfstæðisflokknum en líka á vinstri vængnum. Hið lagalega umhverfi er í lagi hér núna en það getur allt breyst og við þurfum að vera á varðbergi.“ Framtíðin er björt Hrafnhildur og Harpa Másdóttir, eiginkona hennar, eignuðust dóttur í sumar með gjafasæði frá góðum vini sem á eiginmann. „Við erum fjögur, foreldrar þessarar litlu stúlku, þó við konan mín séum einar skráðar foreldrar hennar,“ segir Hrafnhildur. „Þarna er kerfis- vandi sem þarf hiklaust að ræða.“ Það má segja að dóttir Hrafnhild- ar sé táknræn fyrir breytingarnar sem hafa orðið á íslensku sam- félagi. „Það eru mjög áhugaverðir tímar fyrir mig núna. Ég hef verið að skipta mér af þessari baráttu síðan ég var sextán ára og hef beitt mér á mjög mörgum vígstöðvum en er í hvíld í bili. Það er bjartsýni sem fylgir því að standa í þessum sporum sem ég sá mig aldrei fyrir mér í. Og þannig má segja að ég sé sjálf hluti af þessari sögu sem ég er að segja í myndinni, að Svona fólk sé orðið venjulegt fólk.“ Myndavélin hefur verið með Hrafnhildi í för á merkum umbrotatímum í íslensku samfélagi og afraksturinn sjáum við í heimildarmyndinni Svona fólk sem verður frumsýnd í Bíói Paradís næsta miðvikudag. MYND/STEFÁN Moulin Rouge var dragklúbbur sem var rekinn efst á Laugavegi og þar voru haldnar metnaðarfullar dragsýningar í byrjun tíunda áratugarins. Úr felum var tímarit sem Samtökin ’78 gáfu út á upphafsárum samtakanna. Gula húsið á Lindargötu hýsti starf- semi Samtakanna ’78 um árabil og var mikilvægur hluti sögu homma og lesbía á Íslandi. Það var rifið árið 2004. í Fríkirkjunni í Reykjavík Helg eru jól Jólatónleikar til styrktar Kvenlækningadeild 21A, fimmtudaginn 6. desember kl. 12 Flytjendur: Valgerður Guðnadóttir, sópran Nathalía Druzin Halldórsdóttir, mezzosópran Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi Kvennakórinn Concordia ásamt hljómsveit Miðasala á tix.is og við innganginn | Miðaverð 2500.- PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -3 B 2 4 2 1 7 D -3 9 E 8 2 1 7 D -3 8 A C 2 1 7 D -3 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.