Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 50
Það er bráð- skemmtilegt að keyra rafmagnsbíla og upplifunin allt önnur en með hefðbundna bensín- eða dísilbíla. Hekla er leiðandi í sölu vist-vænna bíla hér á landi og býður fyrirtækið einstak- lega breitt úrval af grænum far- kostum segir Jóhann Ingi Magnús- son, vörumerkjastjóri Volkswagen. „Þegar litið er á sölu vistvænna bíla frá upphafi árs til dagsins í dag þá ber Hekla höfuð og herðar yfir önnur umboð með rúmlega 55% markaðshlutdeild meðan næsta umboð er með tæplega 20%. Bílar frá Heklu eru þeir mest seldu í flokki tengiltvinn- og metanbíla en þegar kemur að hreinum raf- magnsbílum vermir Volkswagen annað sætið með 25% nýrra raf- magnsbíla.“ Forskot á markaði Sem dæmi nefnir hann að vöru- merki Heklu standi á bak við 62% markaðshlutdeild af nýskráðum tengiltvinnbílum á árinu auk þess sem mest seldi tengiltvinnbíllinn á Íslandi er Mitsubishi Outlander PHEV en tæp 40% allra seldra bíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eru af þeirri tegund. „Volkswagen er einnig sterkt merki þegar kemur að tengiltvinnbílum með um 17% markaðshlutdeild ef bílaleigubílar eru undanskildir. Forskot Heklu er þó mest áberandi í flokki metanbíla en hver einn og einasti metanbíll sem fluttur hefur verið til landsins það sem af er ári kemur frá vörumerkjum Heklu sem þýðir fyrir vikið 100% markaðshlutdeild. Skoda er þar með 65% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja á eftir.“ Mikið úrval Jóhann segir spennandi tíma að renna í garð hjá Heklu þar sem úrval rafmagns- og metanbíla sé stöðugt að aukast. „Tengiltvinn- bíllinn Mitsubishi Outlander PHEV hefur notið mikilla vin- sælda frá kynningu hans árið 2013 og er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi. Nýr Outlander PHEV var frumsýndur í september en hann státar nú af enn meiri sparneytni og bættum aksturseiginleikum, auknum afköstum, endurbættu aldrifi og meiri þægindum á öllum sviðum. Volkswagen e-Golf hefur slegið í gegn síðustu ár og markaðurinn hefur þróast í að drægi rafmagns- bíla er orðið nægt fyrir flest íslensk heimili. Valið stendur ekki eingöngu um hvaða bíll er með stærstu rafhlöðuna eins og áður. Tengiltvinnbílarnir Golf GTE og Passat GTE eru líka sterkir hjá Volkswagen en eins og Outlander PHEV ganga þeir fyrir bæði raf- magni og bensíni. Audi býður einnig tvo tengiltvinnbíla; Audi A3 e-tron og Q7 e-tron svo það er nóg úrval.“ Allt önnur upplifun Jóhann segir að í umræðunni um rafmagnsbíla sé gjarnan einblínt eingöngu á drægi í stað þess að skoða aðra aksturseiginleika og gæði. „Það er bráðskemmtilegt að keyra rafmagnsbíla og upplifunin allt önnur en með hefðbundna bensín- eða dísilbíla. Tengjanleiki nýrra bifreiða í dag er orðinn meiri en áður og hefur Volkswagen til að mynda þróað appið Car-Net fyrir rafmagnsbílana sína en þaðan má til að mynda skoða stöðu á hleðslu, finna bílinn á stórum bílastæðum og auðvitað hita bílinn á köldum vetrarmorgnum.“ Framúrstefnuleg hönnun Á döfinni hjá Volkswagen er kynn- ing á nýrri ID línu en þeir munu fara í forsölu snemma á næsta ári. Þetta er ný lína rafmagnsbíla sem er í öllum stærðarflokkum frá Volkswagen en eiga það sam- eiginlegt að vera framúrstefnu- legir í útliti, hönnun og drægi segir Jóhann Ingi. „Einnig sjáum við skemmtilega aukningu í metan- drifnum bílum á nýju ári sem við teljum að eigi mikið inni á íslensk- um bílamarkaði. Metanstöðvum hefur fjölgað og vonandi verður farið í frekari uppbyggingu á næstu árum til að fullnýta þessa íslensku vistvænu orku. Á næsta ári munum við bjóða upp á nýjan Volkswagen Golf TGI og Skoda Octavia G-Tec en ný Octavia mun til að mynda bjóða upp á allt að 480 km drægi á hreinum metanakstri.“ Mikil eftirvænting Á þessari stundu er nýjasta afurð Audi á leiðinni til landsins en það er hinn nýi Audi e-tron quattro sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Um er að ræða 100% rafmagnsdrifinn og fjórhjóladrifinn sportjeppa sem endurspeglar Audi á öld raf- bílsins, bæði að innan og utan, segir Jóhann Ingi. „Forsala hófst fyrir nokkrum mánuðum á audi. is sem hefur farið fram úr vænt- ingum okkar. Sýningareintak er á leiðinni til landsins og við munum frumsýna Audi e-tron quattro í desember en við gerum ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi á götuna á vor- mánuðum 2019. Það eru æsispenn- andi tímar fram undan og mikið af nýjungum sem líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Það er nokkuð ljóst að framleiðendur okkar eiga mikið inni sem mun tryggja áframhaldandi forskot okkar sem vistvænt bílaumboð,“ segir Jóhann Ingi að lokum. Grænu bílarnir eru hjá Heklu Ríflega 64% allra nýrra bíla sem Hekla hefur selt til einstaklinga það sem af er árinu hafa verið vistvænir. Það sýnir gríðarlegan áhuga íslenskra neytenda á vistvænum möguleikum. Audi e-tron quattro í framleiðslu. Volkswagen ID. „Þegar litið er á sölu vistvænna bíla frá upphafi árs til dagsins í dag þá ber Hekla höfuð og herðar yfir önnur umboð,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen. MYND/ERNIR 6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVISTVÆN ÖKUTÆKI 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -3 B 2 4 2 1 7 D -3 9 E 8 2 1 7 D -3 8 A C 2 1 7 D -3 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.