Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 58

Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 58
Nýjast Fótbolti Freyr Alexandersson hefur haft í nógu að snúast í haust. Þessa dagana er hann að leikgreina alla leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á þessu ári og búa til skýrslu yfir leikfræði liðsins. Hann segir jákvæða hluti hafa fengist út úr leikjunum í Þjóðadeild UEFA þrátt fyrir að uppskeran hvað stigasöfnun varðar hafi verið rýr. „Það tók auðvitað sinn tíma fyrir mig og Hamrén að kynnast. Eftir þessa törn í haust þekkjumst við betur og það er komin skýr mynd á verkskipulagið hjá okkur. Það var ekki svo að Hamrén hafi ætlað að kollsteypa öllu og hafi orðið aftur- reka með sína hugmyndafræði þrátt fyrir skellinn gegn Sviss. Það var bara slys og það sást best á leikjun- um þar á eftir að það var einsdæmi hjá þessu liði. Eitt af því sem við höfum lært á leiðinni er að það er heillavænlegra að spila með blöndu af svæðisvörn og dekkun í föstum leikatriðum. Við höfum náð betri tökum á því hvernig við viljum verjast á þeim vettvangi og gert bragarbót þar á í síðustu leikjum,“ segir Freyr um fyrstu leikina sem Hamrén og Freyr stýrðu. „Við sáum það einnig í þeim leik að þrátt fyrir að breiddin í leik- mannahópnum hafi aukist þá má íslenska liðið ekki við því að missa jafn marga lykilleikmenn og raun bar vitni í leiknum gegn Sviss ytra. Þeir leikmenn sem komu inn í stað þeirra sem hafa verið fjarverandi hafa hins vegar vaxið hratt í þau hlutverk sem þeim eru ætluð og bætt sig leik frá leik. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru komnir langt í sínu þróunarferli og þeir banka fast á dyrnar annaðhvort í byrjunarliðið eða að koma inn sem varamenn sem breyta gangi leikja,“ segir hann enn fremur. „Við fengum að kynnast mörgum leikmönnum í þessum leikjum. Það má í raun segja að sá leikmanna- hópur sem við höfðum í þessum leikjum hafi innihaldið marga leik- menn sem ætlunin var að skoða í þeim verkefnum sem eru áformuð í janúar. Þannig höfum við skýra mynd af því hversu langt ákveðnir leikmenn eru komnir og hvernig þeir passa inn í þá hugmyndafræði sem við komum til með að spila eftir. Það kom líka skemmtilega á óvart hversu vel tókst til að spila í þriggja miðvarða leikkerfi. Það er gott að hafa náð að bæta vopnum í vopna- búrið hvað leikkerfi varðar,“ segir Breiðhyltingurinn um þá jákvæðu punkta sem taka má úr undan- förnum leikjum. „Ég er núna í þeirri vinnu að leik- greina alla leiki ársins og gefa leik- mönnum endurgjöf á þá leiki sem við vorum að spila við Belgíu og Katar. Við vorum ánægðir með viss atriði í þeim leikjum og mér finnst hafa verið stígandi í spilamennsku liðsins undir okkar stjórn. Ég sé það hins vegar betur þegar ég er búinn að leikgreina leikina á nánari hátt en mögulegt er á milli leikja hvaða lærdóm við getum dregið af leikjunum. Við þurfum að huga vel að smáatriðunum í okkar leik og við verðum að halda áfram að leika á eins taktískt fullkominn hátt og mögulegt er til þess að ná í hagstæð úrslit," segir hann um verk- efni sín þessa dagana. „Ég hef þó nokkuð verið að velta vöngum yfir því eftir að ég tók við þessu starfi hvers vegna þeir leik- menn sem eru að koma upp í A- liðið þessa stundina og á næstunni hafa allir svipaða eiginleika. Það er ósamræmi milli þess hversu marga leikmenn við eigum í hæsta gæða- flokki í U-21 árs liðinu aftarlega og framarlega á vellinum. Hugsanlegt er að yfirmaður knattspyrnumála geti gripið inn í svona þróun á fyrri stigum. Ég er hins vegar ekki viss um hvert hlutverk hans verður, mér finnst það svolítið óljóst. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig sá aðili getur nýst okkur landsliðsþjálfur- unum,“ segir aðstoðarlandsliðs- þjálfarinn um þróun mála í íslenska knattspyrnusamfélaginu. hjorvaro@frettabladid.is Yngri leikmenn skrefinu nær Handbolti Íslenska kvennalands- liðið í handbolta lék síðasta æfinga- leik sinn fyrir undankeppni HM 2019 í gær þegar liðið tapaði með sex mörkum, 29-23 gegn B-liði Nor- egs. Íslenska liðið lék tvo æfingaleiki í Noregi, vann sex marka sigur á Kína en átti kaflaskiptan dag gegn Noregi í gær. „Þetta var kaflaskipt hjá okkur, það var mikill stígandi í leiknum gegn Kína. Þær eru með öðruvísi lið sem það tók tíma að læra inn á en við gerðum vel í að klára þann leik. Gegn Noregi fórum við illa með færin okkar framan af og eftir það vorum við alltaf að eltast við þær þótt mér hafi fundist sigurinn full stór.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið B-lið Noregs var þetta gríðarlega sterkur mótherji. „Þetta voru frábærir leikmenn sem við vorum að mæta, leikmenn úr toppliðum í Danmörku sem eru reglulega í Meistaradeildinni. Markvörðurinn þeirra er í fremstu röð og hún var okkur erfið, tók þrjú hraðaupphlaup og eitt vítaskot í fyrri hálfleik. “ Að mati Axels var hægt að byggja margt á þessum leikjum fyrir und- ankeppnina sem hefst eftir viku. „Breiddin í liðinu er að aukast sem er ánægjulegt og sóknarleikur- inn gekk lengst af vel. Við gerðum ekki mörg mistök en fórum illa með færin okkar. Við erum að byggja upp nýtt lið í rólegheitunum og erum að reyna að taka næsta skref.“ – kpt Sóknarleikurinn hefur tekið framförum Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr slær hér á létta strengi á æfingu á Laugardalsvelli í haust. FréttAbLAðið/ernir Breiddin í liðinu er að aukast og sóknar- leikurinn er að taka fram- förum sem er jákvætt. Leikurinn gegn Sviss ytra var slys eins og sást best í næstu leikjum liðsins. Þetta var einsdæmi. Landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson var ánægður með sóknarleik liðsins í æfingaleikjunum gegn Kína og noregi í vikunni. FréttAbLAðið/ernir Skipt var um menn í brúnni hjá íslenska karlalandsliðinu í knatt- spyrnu í haust. Hveiti- brauðsdagarnir hjá Erik Hamrén og Frey Alex anderssyni hafa verið þyrnum stráðir. Freyr Alexendarsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, ræddi við Frétta- blaðið um fyrstu leiki hans við stjórnvölinn og framhaldið. noregur - Ísland 29-23 Ísland: Arna Sif Pálsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir 4, Lovísa Thompson 4, Thea Imani Sturludóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Ragn- heiður Júlíusdóttir 1, Díana Dögg Magnús- dóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1. Vináttulandsleikur Þór Þ. - Skallagrímur 87-74 Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Her- mannsson 27, Nikolas Tomsick 19/11 stoðsendingar, Jaka Brodnik 19, Kinu Roch- ford 13, Ragnar Örn Bragason 6, Emil Karel Einarsson 2,Magnús Breki Þórðarson 1. Skallagrímur: Aundre Jackson 16, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 14/10 fráköst, Matej Buovac 13, Domagoj Samac 10, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7, Bjarni Guðmann Jónsson 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Guðbjartur Máni Gíslason 2. tindastóll - Ír 92-51 tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 22, Brynjar Þór Björnsson 20, Dino Butorac 16, Philip B. Alawoya 13/13 fráköst, Danero Thomas 12/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirs- son 3, Helgi Rafn Viggósson 2, Hannes Ingi Másson 2,Friðrik Þór Stefánsson 2. Ír: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15, Hákon Örn Hjálmarsson 11,Gerald Robinson 8, Justin Martin 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Einar Gísli Gíslason 3, Trausti Eiríksson 2. Kr - Grindavík 85-95 Kr: Julian Boyd 20/15 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19, Dino Stipcic 13, Björn Krist- jánsson 12, Kristófer Acox 10, Orri Hilmars- son 7, Finnur Atli Magnússon 2, Vilhjálmur Kári Jensson 2. Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25, Jordy Kuiper 22, Tiegbe Bamba 16, Ólafur Ólafsson 15, Sigtryggur Arnar Björnsson 11, Hilmir Krist- jánsson 3, Hlynur Hreinsson 3 efri Tindastóll 14 Njarðvík 12 Keflavík 12 KR 10 Stjarnan 8 ÍR 8 Domino’s-deild karla neðri Þór Þ. 6 Haukar 6 Grindavík 6 Skallagrímur 4 Breiðablik 2 Valur 2 Fótbolti Tilkynnt var í gær að sam- starf Þórs/KA í kvennknattspyrnu myndi halda áfram næstu fimm árin eftir undirritun samning þess efnis. Sameiginlegt lið Þórs og KA hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla, fyrst árið 2012 og síðar árið 2017. Þá hefur liðið þrisvar leikið í Meistara- deild Evrópu og komst í 32-liða úrslitin í ár. KA vildi slíta samstarfinu árið 2017 en hætt var við það um vorið. Var þess í stað undirritaður nýr tveggja ára samstarfssamningur sem var í dag framlengdur til ársins 2023. Kemur fram í tilkynningunni á heimasíðu Þórs að áhersla verði lögð á að samstarfið nái til meistara- flokks, annars flokks og varaliðs meistaraflokks. – kpt Samstarf Þórs/ KA heldur áfram til 2023 Sandra María hefur leikið 140 leiki í fyrir Þór/KA. FréttAbLAðið/SteFán 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S t U d a G U r40 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð Sport 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 C -E 2 4 4 2 1 7 C -E 1 0 8 2 1 7 C -D F C C 2 1 7 C -D E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.