Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 60
www.stjornugris.is
Stjörnugrís er eini íslenski
framleiðandinn sem framleiðir
eingöngu úr íslensku grísakjöti. Þú
finnur vörurnar frá Stjörnugrís í öllum
betri matvöruverslunum um land allt.
Þessi eru líklegust til þess að taka við
Hildur var aðstoðarþjálfari Ívars og er enn í dag leikjahæst hjá íslenska kvennalandsliðinu. Fréttablaðið/ernir
Körfubolti Ívar Ásgrímsson til-
kynnti það eftir lokaleik íslenska
kvennalandsliðsins í körfubolta í
undankeppni EM 2019 á miðviku-
dagskvöldið að hann væri hættur
störfum sem þjálfari liðsins. Körfu-
knattleikssambands Íslands bíður
því það verkefni að finna arftaka
hans á næstunni. Fréttablaðið tínir
hér til nokkra mögulega eftirmenn
hans.
Hildur Sigurðardóttir hefur verið
aðstoðarþjálfari Ívars með liðið
síðan í október árið 2017 og liggur
því nokkuð beint við að hækka
hana í tign. Hún er leikjahæsti
leikmaður í sögu landsliðsins með
79 leiki, margfaldur meistari með
félagsliðum sínum og hefur að
loknum leikmannsferli einbeitt
sér að þjálfun með góðum árangri.
Hildur stýrði Breiðabliki upp í efstu
deild í frumraun sinni sem þjálf-
ari í meistaraflokki og liðið varð
spútnik lið sem nýliði í efstu deild
undir hennar stjórn tímabilið eftir.
Ágúst Björgvinsson sem nú held-
ur um stjórnartaumana hjá karla-
liði Vals hefur áður þjálfað bæði
félagslið í kvennaflokki og íslenska
kvennalandsliðið með góðum
árangri. Hann stýrði Haukum til
bikarmeistaratitils vorin 2005 og
2007 og Íslandsmeistaratitils árin
2006 og 2007 og var ráðinn þjálfari
íslenska kvennalandsliðsins í kjöl-
farið og stýrði liðinu í tvö ár. Hann
gæti stýrt kvennalandsliðinu sam-
hliða því að halda áfram störfum
hjá Val líkt og Ívar hefur gert hjá
Haukum. Ágúst er sérfræðingur
Stöðvar 2 Sport um Domino’s-
deild kvenna og þekkir því vel til
leikmannahópsins sem kemur til
greina í liðið.
Benedikt Guðmundsson hefur
staðið sig feikilega vel í starfi hvert
sem hann hefur farið. Nú síðast
þegar hann kom KR á nýjan leik
upp í efstu deild og í toppbaráttu
efstu deildar. Hann er taktískt
góður þjálfari sem er einkar fær í
því að ná því besta út úr þeim leik-
mönnum sem hann þjálfar. Auk
þess að vera góður meistaraflokks-
þjálfari er hann frábær yngri flokka
þjálfari. Reynsla hans sem fær kenn-
ari í þjálfarafræðum gæti komið sér
vel fyrir ungt og efnilegt lið sem er í
vissri endurnýjun.
Darri Freyr Atlason skaust upp
á stjörnuhimininn sem þjálfari í
meistaraflokki þegar hann fór með
Val í úrslitaeinvígið í Domino’s-
deild kvenna á fyrsta ári sínu sem
þjálfari meistaraflokksliðs. Þrátt
fyrir ungan aldur hefur hann sann-
að sig sem þjálfari í hæsta gæða-
flokki. Eldmóður hans smitast til
leikmanna og nær vel til þeirra leik-
manna sem hann þjálfar. Ef hann
getur stýrt leikmönnum á borð við
Helenu Sverrisdóttur, Guðbjörgu
Sverrisdóttur og Hallveigu Jóns-
dóttur hjá félagsliði getur hann vel
gert það hjá landsliðinu.
Friðrik Ingi Rúnarsson lagði
þjálfaraflautuna á hilluna síðasta
vor, en gæti freistast til þess að
kippa henni þaðan fyrir starf sem
ekki krefst daglegs amsturs. Hann
er margreyndur þjálfari sem hefur
marga fjöruna sopið og gæti hentað
mjög vel fyrir leikmannahóp þar
sem stór hluti hefur ekki mikla
reynslu af alþjóðlegum leikjum.
Friðrik hefur þjálfað félagslið í
bæði karla- og kvennaflokki með
góðum árangri sem og íslenska
karlalandsliðið. Þetta er eini vett-
vangurinn sem hann hefur ekki
verið á á þjálfaraferli sínum og gæti
verið hentugur lokakafli á farsælum
ferli hans. – hó
Friðrik ingi
rúnarsson.
Darri Freyr
atlason.
Ágúst
björgvinsson.
benedikt
Guðmundsson.
Golf Klukkan 20.00 í kvöld munu
Phil Mickelson og Tiger Woods,
gömlu erkifjendurnir, brjóta blað í
sögu golfíþróttarinnar. Þeir munu
leika átján holur fyrir sérvalda gesti
í Las Vegas og tekur sigurvegarinn
heim með sér níu milljónir doll-
ara að leikslokum. Er það meira en
kylfingur fær fyrir að vinna öll fjögur
risamót ársins og daðrar við upp-
hæðina sem stigahæsti kylfingur
ársins á PGA-mótaröðinni, FedEx-
meistarinn, hlýtur í lok tímabilsins.
Þá ætti þó ekki að vanta fyrir salti í
grautinn enda eru þeir í efstu sætum
peningalista PGA-mótaraðarinnar
og hafa þeir unnið yfir tvö hundruð
milljónir dollara undanfarin 25 ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem kylfingar
í fremstu röð setja upp slíkt einvígi
og hafa þeir tilkynnt að þeir muni
hafa hljóðnema á sér til að áhorf-
andinn heima í stofu geti hlustað á
hliðarveðmál þeirra á milli. Það hófst
strax á fyrsta blaðamannafundi, Phil
lagði hundrað þúsund dollara eða
rúmlega 12 milljónir íslenskra króna
undir að hann myndi fá fugl á fyrstu
holu dagsins og Tiger var fljótur að
tvöfalda það.
Haukur Örn Birgisson, forseti
Golfsambands Íslands, segir að það
sé ekki einsdæmi að kylfingar mætist
í einvígjum en að aðdráttaraflið sem
þessi leikur hafi sé þó einsdæmi.
„Það er ekki hægt að segja að þetta
sé í fyrsta sinn sem kylfingar mætast
í einvígi. Shell stóð fyrir einvígjum
fyrir eitthvað um þrjátíu árum en
það var ekkert í líkingu við þetta. Það
er óhætt að segja að það sé einsdæmi
í golfi að þetta sé gert með þessum
hætti og með þessu verðlaunafé,“
segir Haukur og heldur áfram:
„Verðlaunaféð er nálægt FedEx-
stigameistaratitlinum sem þótti
svakalegt á sínum tíma. Annar hvor
kylfingurinn labbar heim með níu
milljónir eftir átján holur. Þetta er
skemmtileg leið til að vekja athygli á
golfinu þó að þetta sé auðvitað litað
af peningunum.“
Phil og Tiger hafa barist um
stærstu titla heimsins í yfir tuttugu
ár.
„Þeir eru búnir að vera að berjast
um titla síðan 1996 og það er mikil
saga þarna að baki. Þó að það sé
hægt að segja að þeir séu komnir af
sínu besta skeiði þá unnu þeir báðir
mót nýlega og þeir eru báðir ótrú-
lega góðir enn. Ef þetta tekst vel þá
er aldrei að vita nema fremstu kylf-
ingar heims fari að mætast í slíkum
einvígjum á næstu árum.“
Sjálfur segist Haukur gera ráð fyrir
að fylgjast með.
„Ég fylgist eitthvað með þessu en
get ekki verið alveg límdur yfir þessu
enda ársþing GSÍ snemma daginn
eftir,“ segir Haukur sem er ekki lengi
að svara hver muni vinna mótið.
„Tiger tekur þetta örugglega,“ sagði
hann léttur að lokum.
kristinnpall@frettabladid.is
Golfíþróttin fetar nýjar slóðir
Það var létt yfir tiger og Phil á blaðamannafundi í las Vegas þar sem þeir
svöruðu spurningum blaðamanna í aðdraganda hringsins. norDicPHotos/Getty
Samtals hafa þeir unnið
123 mót á PGA-mótaröðinni
á ferlinum.
Fyrrverandi erkifjendurn-
ir Tiger Woods og Phil
Mickelson brjóta blað í
sögu golfíþróttarinnar í
dag. Þeir leika átján hola
einvígi upp á níu millj-
ónir dollara í Vegas.
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 f ö S t u D A G u r42 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
7
C
-F
6
0
4
2
1
7
C
-F
4
C
8
2
1
7
C
-F
3
8
C
2
1
7
C
-F
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K