Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 64

Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 64
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, Jóns Hafsteins Jónssonar stærðfræðings. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og íbúum á Droplaugarstöðum fyrir samfylgdina síðustu ár. Guðmundur Karl Jónsson Olga Björg Jónsdóttir Nanna Ingibjörg Jónsdóttir Jón Ingvar Jónsson Brigitte M. Jónsson Ingvar Gýgjar Jónsson og fjölskyldur. Okkar ástkæri Birkir Skarphéðinsson Skálateigi 1, Akureyri, lést 19. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 13.30. María Einarsdóttir Hildur Birkisdóttir Laufey Birkisdóttir Friðrik Karlsson Guðrún M. Birkisdóttir Jóhannes R. Jóhannesson Skarphéðinn Birkisson afa- og langafabörn. 1589 Jakob 6. Skotakonungur gengur að eiga Önnu af Dan- mörku. 1648 Krýning Friðriks 3. fer fram í Danmörku. 1654 Blaise Pascal lendir í slysi sem leiðir til þess að hann fær opinberun og gerist trúaður. 1688 1.500 fylgjendur gamla siðar brenna sig lifandi til að komast hjá handtöku þegar her Rússakeisara sest um klaustur þeirra við Onegavatn. 1700 Giovanni Francesco Albani verður Klemens 11. páfi. 1838 Vígður nýr kirkjugarður í Reykjavík, Hólavallagarður við Suðurgötu. 1912 Kólumbíska knattspyrnufélagið Deportivo Cali er stofnað. 1916 Karlakór KFUM stofnaður. Síðar var nafni hans breytt í Karlakórinn Fóstbræður. 1939 Suðaustur af Íslandi er háð fyrsta sjóorrusta í heims- styrjöldinni síðari er þýsku herskipin Gneisenau og Scharn- horst sökkva breska skipinu HMS Rawalpindi. Þar fórust um 270 menn en 23 var bjargað. 1947 Tyrone Power kvikmyndaleikari kemur við á Íslandi og vekur heimsóknin mikla athygli. 1953 Félag íslenskra teiknara stofnað. 1971 Alþýðulýðveldið Kína tekur sæti Lýðveldisins Kína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 1976 Flugvél frá Olympic Airways ferst á Ólympsfjalli með þeim afleiðingum að fimmtíu láta lífið. 1976 Jacques Mayol setur met í fríköfun þegar hann kafar niður á 100 metra á 3:39 við eyjuna Elbu. 1980 Nær 3.000 manns farast og 300.000 missa heimili sín í Irpiníujarðskjálftanum á Ítalíu. 1981 Íran-Kontrahneykslið: Ronald Reagan gefur leyniþjón- ustunni leyfi til að styðja Kontraskæruliða í Níkaragva. 1985 EgyptAir flugi 648 rænt af meðlimum hryðjuverka- hóps Abu Nidal og flogið til Möltu þar sem egypska sér- sveitin ræðst á flugvélina með þeim afleiðingum að 60 láta lífið. Merkisatburðir Þennan dag fyrir 26 árum fæddist bandaríska tónlistar- og leikkonan Miley Cyrus í Nashville í Tennessee-ríki Bandaríkjanna. Við fæðingu hlaut hún nafnið Destiny Hope Cyrus en breytti síðar eiginnafni sínu í Miley. Faðir hennar er bandaríski kántrísöngvarinn Billie Ray Cyrus, móðir hennar heitir Leticia Cyrus og guðmóðir hennar er engin önnur en kántrí stjarnan Dolly Parton. Miley öðlaðist frægð þegar hún lék hlutverk Hönnuh Montana í samnefndum sjónvarps- þáttum. Í kjölfarið lék hún í kvikmyndum sem byggðar voru á þáttunum auk kvikmynda á borð við LOL, So Undercover og The Night Before. Þá hefur Miley átt farsælan tónlistarferil. Hún hefur gefið út plöturnar Breakout, Can’t Be Tamed og Bangerz. Sú síðastnefnda hefur hingað til selst í rúmlega milljón eintökum í Bandaríkjunum. Undanfarið hefur ungstirnið verið kynnir á tónlistarverðlaunahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV, þjálfað í The Voiceog er að vinna að plötunni Younger Now. Þ etta g e r ð i st : 2 3 . n óv e m b e r 1 9 9 2 Miley Cyrus fæðist breytingin var náttúrlega mjög mikil því á svipuðum tíma og skaftafell varð að þjóð-garði voru Öræfin að komast í vegasamband og umferðin að hellast yfir,“ segir guðlaugur Heiðar Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun þjóðgarðsins í skaftafelli fyrir 50 árum. Þeirra tímamóta verður minnst á morg- un með hátíðarsamkomu á staðnum milli klukkan 13 og 15. guðlaugur Heiðar er uppalinn í bölt- anum í skaftafelli, sonur hjónanna guð- veigar bjarnadóttur og Jakobs guðlaugs- sonar sem þar voru með hefðbundinn búskap. „Foreldrar mínir vissu ekki hvaða breytingar þjóðgarðsstofnunin hefði í för með sér fyrir þau, kannski var smá uggur í þeim en á sama tíma fannst þeim hún spennandi. skólabróðir mömmu úr gagnfræðaskóla hafði sam- band við hana þetta sumar, hann var að vinna fyrir Flugfélag Íslands að markaðs- málum og spurði hvort hún gæti ekki sett upp gistiþjónustu. taldi ómögulegt að hafa engan stað til að benda fólki á ef það þyrfti að gista. Hún sló til. Það varð upphafið að áratuga ferðaþjónustu í böltanum.“ Heiðar upplifði gríðarlegar breytingar á umferðinni, sem er kapítuli út af fyrir sig. „Fyrst þegar ég man eftir voru bara þessi fáu farartæki sem Öræfingar áttu, sem sáust endrum og eins í skaftafelli, sveitungarnir áttu svo sem ekki oft leið þangað. maður þekkti munstrin eftir dekkin þegar maður sá bílförin. Það hefur dálítið breyst!“ gun@frettabladid.is Þekkti öll dekkjamunstrin Afmælishátíð verður í Skaftafelli á morgun í tilefni þess að 50 ár eru frá stofnun þjóðgarðs þar. Meðal gesta er Skaftafellsstrákurinn Guðlaugur Heiðar Jakobsson. Landslagið í Skaftafelli heillar marga og dregur að þúsundir ferðamanna á degi hverjum. nordicphotoS/getty Í tilefni dagsins koma góðir gestir í heimsókn í Skaftafell á morgun. Á mælendaskrá eru: helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði. Anna María ragnarsdóttir hótelstjóri, sem ólst upp í Hæðum í Skaftafelli. guðlaugur heiðar Jakobsson, sem mælir fyrir hönd systkinanna sem ólust upp í Bölta í Skaftafelli. Þóra ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segja frá þekkingu sinni og rannsóknum í Skaftafelli og nágrenni. Sara hrund Signýjardóttir og Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, landverðir segja frá fjöl- breyttum störfum og áskorunum landvarða í Skaftafelli. Um tónlistaratriði sjá Jón Bjarnason á harmóníku og Sara hrund Signýjardóttir á gítar. Boðið verður upp á kaffi og aðrar veitingar. Gott væri að fólk tilkynnti þátttöku sína með því að senda póst á netfangið sigrun@vjp.is. Í afmælisveislunni geta gestir skráð bílnúmerin til að hægt sé að fella niður þjónustugjald fyrir ökutækin. guðlaugur heiðar er mættur á svæðið. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r46 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -1 D 8 4 2 1 7 D -1 C 4 8 2 1 7 D -1 B 0 C 2 1 7 D -1 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.