Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 88

Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 88
Breski listamaðurinn Banksy hefur verið mikið í fréttum hér á landi að undanförnu eftir að eitt af verkum hans dúkkaði upp sem pólitískt bitbein. Jón fékk verkið að gjöf sem borgarstjóri en eina krafa listamannsins hafði verið að verkið héngi uppi á vegg á skrifstofu hans í Ráðhúsinu. Eftir mikið japl og jaml og fuður ákvað Jón að farga verkinu sem var aðeins eftirprentun. Banksy er gjörningalistamaður og stundar veggjakrot sem er hægt að fá sem eftirprentanir. Uppruna- legar myndir hans seljast þó á millj- ónir og jafnvel hundruð milljóna. Listamaðurinn hefur alltaf verið nafnlaus þótt margir hafi komið fram með til- gátu um hver Banksy sé. Þetta er í fyrsta sinn sem Banksy sýnir í sýningar- sal en þó kemur fram í kynningu að hann hafi ekki gefið formlegt leyfi fyrir sýningunni. MUDEC – Museo delle Culture safnið í Mílanó verður með sýninguna opna til 14. apríl á næsta ári. Þarna verða um 70 verk til sýnis, allt frá örlitlum myndum upp í risastóra skúlptúra. benediktboas@frettabladid.is Mílanósýning Íslandsvinar Um helgina hefst sýning á verkum Banksy í tískuborginni Mílanó á Ítalíu. Listamaðurinn hefur alltaf verið nafnlaus þó margir segist hafa leyst gátuna um vin Jóns Gnarr. Sýningargestur gengur fram hjá verkinu Napalm. Ákaflega skemmtilegt verk. Sýningargestir ræða saman fyrir framan einn hluta sýningarinnar en henni er skipt upp í fjóra hluta. Í einum hlutanum er myndbandsverk Banksy sýnt en alls eru um 70 verk á sýningunni. Vísindamenn við Queen Mary-háskólann í Lundúnum sögðust hafa leyst ráð- gátuna árið 2016. Komust þeir að því að Banksy væri Robin Gunningham. Sýningargestur fyrir framan verkið Smiley Copper. Sá sem upplýsti um nafnið á Banksy forðum daga var breski plötusnúðurinn Goldie sem eitt sinn var kærasti Bjarkar. Goldie var gestur í hlað- varpsþætti þar sem meðal ann- ars var fjallað um veggjalist. Listamaðurinn hefur sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl,“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Sýningargestur skoðar verkið Monkey Queen. NoRdiCPhotoS/Getty Jón Gnarr átti verk eftir Banksy en hann lét farga því. FRÉttaBLaðið/GVa Hver er Banksy? Árið 2003 birtist viðtal við Banksy í blaðinu The Guardian. Þar var honum lýst sem 28 ára venjuleg­ um manni með útlit sem minnir á Mike Skinner úr hljómsveitinni The Streets. Hann bjó í Bristol en fluttist til London um aldamótin. Margir hafa sagt að Robin Gunningham sé Banksy. Sá er listamaður frá Bristol og fannst verk eftir hann frá 1993 sem þótti minna á verk Banksy. Þegar verkið Girl with Balloon var tætt eftir að hafa verið selt á nokkrar milljónir sést maður, ótrúlega líkur Gunningham, taka mynd á fréttamyndskeiðum. Á Insta­ gram­reikningi Banksy birtist mynd eins og hann hefði verið á staðnum og Daily Mail reiknaði það út að maðurinn sem væri ótrúlega líkur Gunningham væri í raun og veru Robin Gunningham. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r70 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -2 2 7 4 2 1 7 D -2 1 3 8 2 1 7 D -1 F F C 2 1 7 D -1 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.