Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 88
Breski listamaðurinn Banksy hefur verið mikið í fréttum hér á landi að undanförnu eftir að eitt af verkum hans dúkkaði upp sem pólitískt bitbein. Jón fékk verkið að gjöf sem borgarstjóri en eina krafa listamannsins hafði verið að verkið héngi uppi á vegg á skrifstofu hans í Ráðhúsinu. Eftir mikið japl og jaml og fuður ákvað Jón að farga verkinu sem var aðeins eftirprentun. Banksy er gjörningalistamaður og stundar veggjakrot sem er hægt að fá sem eftirprentanir. Uppruna- legar myndir hans seljast þó á millj- ónir og jafnvel hundruð milljóna. Listamaðurinn hefur alltaf verið nafnlaus þótt margir hafi komið fram með til- gátu um hver Banksy sé. Þetta er í fyrsta sinn sem Banksy sýnir í sýningar- sal en þó kemur fram í kynningu að hann hafi ekki gefið formlegt leyfi fyrir sýningunni. MUDEC – Museo delle Culture safnið í Mílanó verður með sýninguna opna til 14. apríl á næsta ári. Þarna verða um 70 verk til sýnis, allt frá örlitlum myndum upp í risastóra skúlptúra. benediktboas@frettabladid.is Mílanósýning Íslandsvinar Um helgina hefst sýning á verkum Banksy í tískuborginni Mílanó á Ítalíu. Listamaðurinn hefur alltaf verið nafnlaus þó margir segist hafa leyst gátuna um vin Jóns Gnarr. Sýningargestur gengur fram hjá verkinu Napalm. Ákaflega skemmtilegt verk. Sýningargestir ræða saman fyrir framan einn hluta sýningarinnar en henni er skipt upp í fjóra hluta. Í einum hlutanum er myndbandsverk Banksy sýnt en alls eru um 70 verk á sýningunni. Vísindamenn við Queen Mary-háskólann í Lundúnum sögðust hafa leyst ráð- gátuna árið 2016. Komust þeir að því að Banksy væri Robin Gunningham. Sýningargestur fyrir framan verkið Smiley Copper. Sá sem upplýsti um nafnið á Banksy forðum daga var breski plötusnúðurinn Goldie sem eitt sinn var kærasti Bjarkar. Goldie var gestur í hlað- varpsþætti þar sem meðal ann- ars var fjallað um veggjalist. Listamaðurinn hefur sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl,“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Sýningargestur skoðar verkið Monkey Queen. NoRdiCPhotoS/Getty Jón Gnarr átti verk eftir Banksy en hann lét farga því. FRÉttaBLaðið/GVa Hver er Banksy? Árið 2003 birtist viðtal við Banksy í blaðinu The Guardian. Þar var honum lýst sem 28 ára venjuleg­ um manni með útlit sem minnir á Mike Skinner úr hljómsveitinni The Streets. Hann bjó í Bristol en fluttist til London um aldamótin. Margir hafa sagt að Robin Gunningham sé Banksy. Sá er listamaður frá Bristol og fannst verk eftir hann frá 1993 sem þótti minna á verk Banksy. Þegar verkið Girl with Balloon var tætt eftir að hafa verið selt á nokkrar milljónir sést maður, ótrúlega líkur Gunningham, taka mynd á fréttamyndskeiðum. Á Insta­ gram­reikningi Banksy birtist mynd eins og hann hefði verið á staðnum og Daily Mail reiknaði það út að maðurinn sem væri ótrúlega líkur Gunningham væri í raun og veru Robin Gunningham. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r70 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -2 2 7 4 2 1 7 D -2 1 3 8 2 1 7 D -1 F F C 2 1 7 D -1 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.