Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 49

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 49
49 verðmætasköpunar í sjávarútvegi hér á landi var ekki með sama hætti á þessum áratug og þeim sem á undan leið þá er brýnt að við tökum upp þráðinn og höld- um áfram að þróa sjávarútveg með aukna verðmætasköpun að markmiði. Rétt er að taka fram að framangreindur mælikvarði er ekki eini hreini sannleik- urinn sem segir hver sé staða sjávarút- vegs á Íslandi, t.a.m. birtist aukin af- kastageta hvers hlekks í virðiskeðju sjávarfangs ekki með beinum hætti í mælikvarðanum útflutningsverðmæti hvers aflaðs kílós af sjávarfangi. Afla- samsetning sem og heildarafli hafa sannarlega áhrif á framangreindan mælikvarða sem og það hvernig afli er höndlaður uns sjávarfang er selt úr landi, s.s. hvort siglt er með afla til lönd- unar í erlendri höfn, fiskur heilfrystur um borð, flakaður, flattur eða bræddur, svo eitthvað sé nefnt. Til að stuðla að verðmætasköpun til framtíðar í íslenskum sjávarútvegi þurfa Íslendingar að halda stöðu sinni með því að herða róðurinn, slá hvergi af gæða- kröfum, jafnvel leggja meira upp úr vöruvöndun og viðbrögðum við óskum neytenda en gert hefur verið að undan- förnu. Stöðug gæði geta gert verðmætari viðskipti möguleg. Fyrir um ári síðan var hvatt til þess á Sjávarútvegsráðstefnunni að stefna að fimmföldun þeirra verðmæta sem við vinnum úr sjávarfangi. Því miður hefur umræða um það markmið ekki undið uppá sig á spjallsvæðum nútímans. Fjárfesting í rannsóknum skilar sér Árið 1918 vógu útfluttar sjávarafurðir 29 þúsund tonn sem nam um 29% af lönd- uðum afla. Til samanburðar fluttu Ís- lendingar árið 2017 út 609 þúsund tonn af sjávarafurðum sem nam tæpum 52% af lönduðum afla. Aukin verðmætasköpun getur leitt til velsældar. Reynslan sýnir að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skiptir máli fyrir þróun atvinnugreina. Umgjörðin um nýsköpunina verður að vera fær um að hvetja til aukinnar verðmætasköpun- ar. Stöðugt og til langs tíma. Það veit á gott að einstök fyrirtæki séu nægjanlega burðug til að greiða góð laun fyrir vel menntað og gott fólk með reynslu en það getur komið niður á heildinni að ekki sé unnið markvisst að því að lyfta gólfinu. Það kann að koma í bakið á okkur Ís- lendingum ef frumkvöðlar og smærri fyrirtæki hafa ekki aðgang að hæfum, menntuðum og reyndum sérfræðingum. AVS var lykilsjóður sem skapaði and- rúmslofti hvar mikið kapp var lagt á að auka verðmæti sjávarfangs, en sá sjóður virðist vera að fjara út. Fjárheimildir hans stefna í að verða um 40% af því þegar mest var árið 2011 og ríkisfram- lagið á næsta ári til AVS verður undir helmingi ársins 2011. AVS skipti sköpum fyrir vel flest ef ekki öll þau fyrirtæki sem hvað mest hefur borið á í tengslum við breytta ímynd sjávarútvegsins, rétt eins og þau verkefni sem unnin hafa verið í samstarfi við hefðbundnari sjáv- arútvegsfyrirtæki. Styrkir AVS eru um 4% af veltu Matís, styrkir sjóða Vísinda- og Tækniráðs, í umsjón Rannís, eru um 9% af veltu Mat- ís. Aðrar tekjur en þjónustusamningur Matís um matvælarannsóknir við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, eins og rannsóknastyrkir, standa að mestu leyti (72%) undir þeirri nýsköpun sem Matís innir af hendi. Árið 2015 bókfærði Matís tekjur vegna verkefna í tengslum við evrópskt rann- sóknasamstarf að fjárhæð 215 milljónir króna og þá var ríkisframlag til AVS 217 milljónir króna. Síðan þá hefur Matís aflað meira á þessum evrópsku miðum en lagt hefur verið í AVS. Þráðurinn verði tekinn upp að nýju Margt hefur áunnist á undangenginni öld en við þurfum að hafa okkur öll við til þess að geta státað okkur af því að starfa í samkeppnishæfri atvinnugrein til framtíðar. Sorgin í sjávarútvegi dags- ins í dag er sú að við virðumst hafa horfið frá hinu víðtæka samstarfi og hinum einlæga ásetningi sem tókst um það að auka verðmætasköpun við veið- ar, vinnslu og sölu sjávarfangs. Vissu- lega verða til verðmæti við sölu þekk- ingar eða búnaðar sem þróaður hefur verið með þekkingu á eðli og inntaki ís- lensk sjávarútvegs í samstarfi sem oft á tíðum hefur verið stutt af innlendum rannsókna- og þróunarsjóðum. Ég vonast til að við berum gæfu til að fylgja eftir ákvörðunum sem bera ár- angur inn í framtíðina, innleiða þær í daglegt atvinnulíf til að stuðla að bætt- um hag okkar allra, en hætta ekki í miðju kafi. Höfundur er sviðsstjóri hjá Matís. Afli og útflutningsverðmæti/kg afla. Útflutningsverðmæti sjávarfangs DKK/kg afla. Afli og ú(lutningsverðmæ4/kg afla Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.