Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 160

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 160
160 tækið útgerð og festi einnig kaup á fram- leiðslutækjum Samvinnufélags útgerðar- manna – fiskvinnslustöð og síldarsöltun- arstöð. Með tilkomu útgerðarinnar og kaupunum á framleiðslutækjum Sam- vinnufélagsins var Síldarvinnslan orðin fjölþætt útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki og hefur hún verið það síðan. Útgerð Síldarvinnslunnar hófst með kaupum á tveimur síldarbátum, Barða og Bjarti, og öfluðu þeir strax vel. Árið 1967 voru síldarbátarnir í eigu fyrirtækisins orðnir fjórir þegar Börkur og Birtingur höfðu bæst í flotann. Síldarævintýrinu svonefnda lauk í reynd árið 1967 og þá þurfti fyrirtækið að bregðast skjótt við nýjum aðstæðum. Aukin áhersla var lögð á bolfiskveiðar og – vinnslu og eins fóru loðnuveiðar og loðnuvinnsla að skipta miklu máli. Fyrst var tekið á móti loðnu til vinnslu í verk- smiðju Síldarvinnslunnar árið 1968. Vegna breyttra aðstæðna var floti Síld- arvinnslunnar algerlega endurnýjaður á árunum 1970-1973. Í stað síldarbátanna festi fyrirtækið kaup á skipum sem hent- uðu til bolfiskveiða og loðnuveiða. Árið 1970 festi Síldarvinnslan kaup á skuttogaranum Barða, en hann var fyrsti hefðbundni skuttogarinn í eigu Ís- lendinga. Árið 1973 bættist annar skut- togari, Bjartur, í flota fyrirtækisins og einnig stórt uppsjávarskip sem bar nafn- ið Börkur. Börkur var ætlaður til loðnu- og kolmunnaveiða og var burðargeta skipsins yfir 1000 tonn. Nauðsynlegt þótti að eiga burðarmikið skip þegar flytja þurfti afla langa leið til vinnslu í Neskaupstað. Árið 1974 var Síldarvinnslan að ná sér vel á strik eftir síldarhvarfið og gengið hafði vel að laga fyrirtækið að nýjum aðstæðum. Þá dundi mikið áfall yfir; snjóflóð féllu á helsta athafnasvæði bæjarins 20. desember og eyðilögðust eða stórkemmdust mikilvægustu at- vinnufyrirtæki bæjarbúa. Tólf fórust í snjóflóðunum, þar af sjö fastir starfs- menn Síldarvinnslunnar. Fiskimjölsverk- smiðjan var rústir einar og fiskvinnslu- stöðin stórskemmd. Áfallið var gífurlegt en þegar var hafist handa við að undir- búa enduruppbyggingu. Uppbyggingarstarfið gekk vel. Áhersla var lögð á framkvæmdir við fiskvinnslustöðina svo vinnsla gæti haf- ist þar sem fyrst og ný fiskimjölsverk- smiðja var reist á nýju hafnarsvæði fyrir botni Norðfjarðar. Hóf hún móttöku á loðnu til vinnslu hinn 12. febrúar árið 1976. Í kjölfar snjóflóðanna glímdi Síldar- vinnslan við mikla efnahagslega örðug- leika enda hafði tjón fyrirtækisins ein- ungis verið bætt að hluta þrátt fyrir yf- irlýsingar snjórnvalda um fullar bætur. Segja má að allt til ársins 1994 hafi starfsemi Síldarvinnslunnar einkennst af varnarbaráttu og erfiðum rekstri. Fyrirtækið var engu að síður mikilvægt og gegndi lykilhlutverki í atvinnulífi Neskaupstaðar. Oft aflaðist vel en af- urðaverð voru gjarnan lág, rekstrar- kostnaður hár, gengisþróun óhagstæð og verðbólga mikil. Árin 1986-1989 voru fyrirtækinu sérlega erfið. Árið 1994 var horft fram á bjartari tíma en ljóst var að ef átti að efla fyrir- tækið mikið varð fjármagn að koma utan frá. Ákveðið var að fyrirtækið færi á markað og við það breyttist eignarhaldið mjög. Fjárfestingartímabil hófst og upp- byggingarskeið. Síldarvinnslan var á markaði til ársins 2004. Árið 1995 hófust viðamiklar endur- bætur á fiskimjölsverksmiðju Síldar- vinnslunnar. Þá var meðal annars settur upp rafskautaketill til gufuframleiðslu og drjúgur hluti búnaðar endurnýjaður. Við framkvæmdirnar jukust afköst verk- smiðjunnar í 1.000 tonn á sólarhring. Reist var fullkomið fiskiðjuver sem tók til starfa árið 1997 en það var sér- staklega byggt með vinnslu á uppsjávar- tegundum í huga. Eins voru reistar stór- ar frystigeymslur á árunum 2000 og 2005. Árið 1997 var sú stefna mótuð hjá fyrirtækinu að leggja skyldi fyrst og fremst áherslu á að efla starfsemina á sviði veiða og –vinnslu á uppsjávarteg- undum. Uppbygging fyrirtækisins á næstu árum tók mið af þessari stefnu með skýrum hætti. Síldarvinnslan og SR-mjöl voru sam- einuð undir nafni Síldarvinnslunnar árið 2003 og jók það mjög hlutdeild Síldar- vinnslunnar í vinnslu á uppsjávarteg- undum. Um var að ræða stærsta fyrir- tæki lansins á því sviði. Síðustu ár hafa verið bestu afkomuár Síldarvinnslunnar og hafa þau ein- kennst af vexti og uppbyggingu. Mikið hefur verið fjárfest í skipum og vinnslu- búnaði. Hvað vinnslu á uppsjávarteg- undum varðar hefur mikil áhersla verið lögð á manneldisvinnslu en eins hefur fyrirtækið rekið þrjár fiskimjölsverk- smiður; í Neskaupstað, á Seyðisfirði og í Helguvík. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjárfesta í fullkomnum og burðarmikl- um uppsjávarveiðiskipum. Á allra síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að efla Síldarvinnsluna á sviði bolfiskveiða og –vinnslu. Hefur það bæði verið gert með kaupum á fyrirtækjum og veiðiheimildum. Þannig festi Síldar- vinnslan til dæmis kaup á fyrirtækinu Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum árið 2012 og Gullbergi á Seyðisfirði árið 2014. Síldarvinnslan er nú á meðal öflug- ustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Fiskvinnslustöðvar Síldarvinnslunnar hafa verið fjölmennir vinnustaðir. Myndin er tekin í saltfiskverkunarstöðinni árið 1983. Starfsfólkið var af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Ljósm. Jóhann Gunnar Kristinsson. Rústir síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar eftir snjóflóðið 20. desember 1974. Ljósmynd í eigu Skjala- og myndasafns Norðfjarðar. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.