Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 84

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 84
84 ingin ýtti úr vör mikilli uppbyggingu í bæði hafnargerð, byggingu glæsilegra frystihúsa víða um land og fiskiðnaði sem enn er byggt á í grunninn.“ Magnhugsunin vék fyrir gæðunum Gæði umfram magn er viðvarandi hugs- un í sjávarútvegi á Íslandi í dag en þannig hefur það hreint ekki alltaf verið. Jón segir að allt fram á áttunda áratug- inn hafi þær hetjur verið mestar í sjó- sókn sem mest komu með að landi en svo tók að syrta í álinn þegar ljóst var að aflinn var að dragast saman. „Menn vöknuðu upp við það með svörtu skýrslunni árið 1975 að allur fisk- ur var að verða búinn í sjónum. Aflinn var það lítill að skipin stóðu ekki undir sér og í kjölfar þessa kom kvótakerfið til sögunnar. Og upp frá því fór merkjan- lega að verða breyting á hugsunarhætt- inum í greininni og meira farið að tala um verðmætin umfram magnið. Tilkoma frystitogaranna og þau miklu verðmæti sem fólust í sjófrystum fiski hafði líka áhrif á viðhorfin og nú fóru menn að horfa meira til þess hvað markaðurinn vildi. Þannig hefur þetta verið æ síðan og sést best með tilkomu útflutnings á ferskum fiski og alls kyns sérunnum fiski fyrir erlenda kaupendur,“ segir Jón og bætir við að ólíku sé saman að jafna hvað markaðsmálin varðar því áður hafi verið byggt á mun einsleitari vörum og stórum sölukeðjum sem störfuðu á fáum markaðarssvæðum. „Tíðarandinn hefur breyst en breyting í samskiptum, tilkoma netsins og fleira hefur skapað minni fyr- irtækjum mun fleiri tækifæri til sölu á afurðum en áður.“ Óhræddir við bylgingarkenndar nýjungar Jón segir miklar sveiflur og umbyltingar hafa einkennt sjávarútveginn á þessum 100 árum frá fullveldinu. Íslendingar hafi í gegnum tíðina verið óhræddir við nýjungar og áhættu í sjávarútvegi. „Oft var það glópalán sem bjargaði mönnum, sérstaklega fyrir tíma verð- tryggingar og kvótakerfisins. Þá komu menn furðulega standandi niður þó bratt væri farið. Það sést í sögum margra stórra útgerðarmanna í gegnum árin. En við af þeim tóku fyrirtæki og samsteyp- ur sem byggja á hagræðingu í útgerð og vinnslu, sem og því að geta brugðist við óskum viðskiptavina úti á mörkuðunum. Markaðsmálin hafa að hluta drifið þró- unina áfram síðustu áratugina en líka krafan um rekstrarhagkvæmni.“ - Tekst þrátt fyrir þetta að halda fjölbreyti- leikanum í greininni? „Já, það finnst mér. Fjölbreytileiki hefur alltaf verið einkennandi fyrir greinina og við sjáum hann í svo mörg- um myndum hvort heldur við lítum til veiða eða vinnslu. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikil þekkingargrein, bæði á sjó og landi, og háþróaður atvinnuvegur hvað tækni varðar. Það hefur gerst jafnt og þétt en ekki í þeim sömu stökkum og við sáum í togaravæðingunni á síðustu öld. Við höfum á margan hátt sérstöðu í samfélagi sjávarútvegsþjóða og aðeins Færeyjar sem nefna mætti sem dæmi um hliðstæðu hvað varðar undirstöðu og mikilvægi fyrir eina þjóð. Og enn þann dag í dag er sjávarútvegurinn undir- stöðuatvinnugrein á Íslandi. Það er eng- inn vafi.“ Síldarárin voru ekki bara uppgangstími heldur breyttu þau íslenskum sjávarút- vegi varanlega. Með tilkomu síldarvertíðanna á sumrin má segja að greinin hafi orðið að heils árs atvinnuvegi. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.