Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 126

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 126
126 „Það eru miklar áskoranir frá degi til dags í sjávarútveginum og mikilvægt fyrir þjónustufyrirtæki eins og okkar að fylgja þróuninni. Frá því upp úr síðustu aldamótum hefur útgerðarfyrirtækjum á Íslandi fækkað um 60% og veiðiaðferðir breyst gífurlega. Þetta kallar á stöðugar breytingar hjá þjónustuaðilum eins og okkur. Þess vegna höfum við m.a. verið að fjárfesta í búnaði til að þjónusta fisk- eldið betur og ég sé fram á mikinn vöxt á því sviði sjávarútvegsins á næstu ár- um,“ segir Pétur Björnsson, stjórnarfor- maður Ísfells í samtali. Ísfell er sem kunnugt er einn helsti söluaðili og framleiðandi á veiðarfærum á Íslandi auk þess sem nokkur útflutn- ingur er til nágrannalandanna. Ísfell ehf. er með átta starfsstöðvar á Íslandi og eina á Grænlandi. Höfuðstöðvar fyrir- tækisins eru í Hafnarfirði en að auki er fyrirtækið með starfsemi á Akureyri, Sauðárkróki, Húsavík, Ólafsfirði, Flat- eyri, í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Hjá Ísfelli starfa um 60 manns og stöðugt er unnið að því að bæta og þróa þjónust- una. Vöruval Ísfells er breitt enda má segja að Ísfell sé stærsta vöruhús sjáv- arútvegsins á Íslandi. Vaxandi atvinnugrein Ísfell hefur lengi boðið upp á ýmsan búnað fyrir fiskeldisstöðvar og er með á lager íhluti og vottaðan búnað eins og tóg, lása, kósa og höfuðhlekki ásamt breiðu úrvali annarrar rekstrarvöru. Þá sérpantar Ísfell sérhæfðan búnað að þörfum hvers og eins fyrirtækis t.a.m. eldispoka, sláturnætur, fuglanet, botn- festibúnað, flot og fleira. Ísfell er með fiskeldisþjónustustöð á Flateyri og hefur þjónustan þar verið styrkt undanfarið m.a. til að sinna víðtækari verkefnum. Á næstu misserum mun Ísfell taka í notkun öfluga þvottastöð í Hafnarfirði en stöðin verður búin fullkomnasta búnaði sem völ er á sem gefur möguleika á að sinna öllum gerðum af pokum og um leið tryggja bestu mögulegu meðhöndlun. „Fiskeldi er klárlega vaxandi atvinnu- grein og við viljum vera í stakk búnir að bjóða upp á meiri þjónustu með auknum afköstum samfara þeim vexti sem fyrir- sjáanlegur er í eldinu. Að vísu eru blikur á lofti og hefur sjókvíaeldið ekki farið varhluta af neikvæðri orðræðu til að gera atvinnugreinina tortryggilega, en ég vona svo sannarlega að menn nái skynsamlegri lendingu. Þessi atvinnu- grein á að geta orðið samfélaginu til heilla ef rétt er að málum staðið. Sjókvía- eldi er vaxandi atvinnugrein hjá ýmsum þjóðum og hún á að geta orðið það hér á landi líka,“ segir Pétur ennfremur. Á dögunum keypti Ísfell meirihluta hlutafjár í rafeindafyrirtækinu Maris í Reykjanesbæ sem áður hét Tæknivík. „Í þessu fyrirtæki er harðsnúið lið tækni- manna og áhersla lögð á tækniþjónustu við seiðaeldisstöðvar með sérhæfðum tæknibúnaði sem stjórnar t.d. fæðugjöf, hitastigi, vatnsmagni o.s.frv. Við sjáum þarna tækifæri til að sækja fram í fisk- eldinu og erum að setja upp starfsstöð í Þorlákshöfn til að þjóna betur landeldinu sem þar er í miklum vexti.“ Starfsfólk með reynslu „Styrkleiki Ísfells liggur í góðu dreifing- arneti í gegnum starfstöðvarnar heima og erlendis, miklu úrvali veiðarfæra og góðum birgjum um víða veröld. Síðast en ekki síst höfum við á að skipa úrvals starfsliði sem leggur sig fram um að þjónusta viðskiptvinina sem best. Þar stendur í brúnni nýráðinn framkvæmda- stjóri, Guðbjartur Þórarinsson, sem býr að mikilli reynslu og þekkingu sem ég veit að á eftir að reynast vel í þeim verkefnum sem fram undan eru,“ segir Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ís- fells að lokum. isfell.is Ísfell Stóraukin þjón- usta við fiskeldið Pétur Björnsson stjórnarformaður Ísfells við mynd af bátnum Kristni ÞH 123 sem hann réri á sem ungur maður. Hann segir fiskeldi framtíðaratvinnugrein ef rétt er að málum staðið. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.