Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 46

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 46
Aukinnar samstöðu er þörf meðal sjómanna „Verkefnin á okkar borði hér í VM eru alltaf næg enda um að ræða 3.600 manna félag með tengsl vítt og breitt í atvinnulífinu. Innan okkar vébanda er um fimmtungur félagsmanna á sjó og er langstærstur hluti þeirra á fiskiskipum. Stærsta verkefnið hvað sjómennina okk- ar varðar er að tryggja meira gagnsæi við útreikninga á aflahlutnum og skapa um leið meira traust á milli þeirra og út- vegsmanna. Því miður er það traust ekki fyrir hendi í dag og það þurfum við að laga,“ segir Guðmundur Helgi Þórar- insson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Lægstu taxtar þjóðarskömm „Við hjá VM erum aðilar að einum 28 kjarasamningum, stórum og smáum. Um næstu áramót verða 8 þessara samninga lausir, þar á meðal almenni samningur- inn sem nær til flestra okkar félags- manna. Við erum að ganga frá kröfu- gerðum þessa dagana og mér sýnist ljóst að það geti slegið í brýnu áður en yfir lýkur. Okkar menn á sjó eru langt í frá ánægðir með sinn hlut og þá er ég m.a. að tala um að hagsmunasamtök sjó- manna og félagsmenn okkar fái fullan aðgang að útreikningi á aflahlut sem á ávallt að endurspeglast í markaðsverði að okkar mati. Svo þarf að nást sátt um mönnunarmálin. Almennt talað er það verkefni okkar í verkalýðshreyfingunni að bæta kjör þeirra sem lakast standa með því að þrýsta á um hækkun dag- vinnukaupsins og styttingu vinnuvik- unnar. Það þarf m.a að gera með því að afnema lægstu taxtana og færa þá nær markaðslaunum því í dag eru þeir nær einungis notaðir til að halda niðri laun- um hjá erlendu launafólki sem þekkir ekki nægjanlega vel sinn rétt. Það er þjóðarskömm að slíku framferði.“ Menn snúi bökum saman Við víkjum talinu að hagsmunabaráttu sjómanna en Guðmundur Helgi hefur lengi verið á sjó og einnig virkur í samn- ingagerð fyrir sína stétt um langt árabil. „Við höfum ekki verið að ná nægjanlega góðum árangri, m.a. vegna þess að sam- stöðuna hefur tilfinnanlega skort meðal stéttarfélaga sjómanna. Milli þeirra hef- ur löngum verið núningur sem mótaðilar við samningaborðið hafa getað nýtt sér. Fulltrúar sjómanna verða að snúa bök- um saman við samningagerðina og sækja fram sem ein heild. Aðeins þannig náum við tilætluðum árangri fyrir hönd okkar umbjóðenda. Sjómenn eiga svo margt sameiginlegt og eiga sérstakra hagsmuna að gæta sem kemur þeim öll- um til góða, óháð því hvaða starfi við gegnum um borð. Við eigum svo margt annað sameiginlegt heldur en kjölinn undir skipinu.“ Ríkisvaldið gyrði sig í brók Guðmundur Helgi segir dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum atvinnurekenda og stjórnvalda við kröfugerðum nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar á liðn- um vikum. „Auðvitað er þessi harmagrát- ur atvinnurekenda kunnuglegur en for- ystumenn stjórnmálanna verða að átta sig á því að sú ólga sem er á vinnumark- aði stafar m.a. af því að almenningi of- býður gríðarlegar launahækkanir þing- manna og ríkistoppa á liðnum misserum. Þá hefur ríkisvaldið breytt skatta- og bótakerfinu á síðustu árum sem hefur skert ráðstöfunartekjur fólks, þá sér í lagi þeirra tekjuminni. Þarna nefni ég lækkun barna- og vaxtabóta og skattalækkanir sem hafa komið þeim tekjuhærri betur en þeim tekjuminni. Loforð um að persónuaf- slátturinn fylgdi verðlagi hafa verið svik- in og eftirlaunaþegar verið skertir krónu á móti krónu. Þannig má áfram telja. Í þessum efnum verða stjórnvöld að gyrða sig í brók og afnema óréttlætið. Um það munu komandi kjarasamningar meðal annars snúast.“ vm.is 46 Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ólgan sem er á vinnumarkaði stafar m.a. af því að almenningi ofbýður gríðarlegar launahækkanir þingmanna og ríkistoppa á liðnum misserum.“ Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.