Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 98

Ægir - 01.10.2018, Blaðsíða 98
98 „Eins og í öllum öðrum rekstri skiptir miklu fyrir stjórnendur í sjávarútvegi að hafa góða yfirsýn,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðs- sviðs Wise. „WiseFish annast utanum- hald veiða- og veiðiaðferða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist forritið til að vakta kvóta- stöðu og halda utan um framleiðsluferla. WiseFish tengist öðrum kerfum á gólf- inu eins og Innova hugbúnaði frá Marel og má láta kerfið tala við jaðartæki svo sem vogir og handtölvur,“ segir hann. Verðmætar markaðsupplýsingar Jón Heiðar bætir við að kerfið bjóði upp á mikla möguleika á að rekja feril afurða frá veiðum í gegnum vinnslu- og sölu- ferli og alla leið til neytandans. „Vefur, spjaldtölvur, símar og Power BI grein- ingartól eru nú hluti af stöðluðu kerfi WiseFish. Við höfum endurskrifað kerfin frá grunni, nýtum okkur nýjar útgáfur af Dynamics NAV frá Microsoft og getum boðið nýja virkni sem byggir jafnframt á grunnkerfi Microsoft,“ segir Jón Heiðar. Wise vinnur náið með Samtökum fyr- irtækja í sjávarútvegi og hefur undan- farið unnið með þeim að verkefninu „Vit- inn“ sem snýr að því að útbúa kerfi sem safnar gögnum um útflutning sjávaraf- urða á miðlægan stað. Út frá þessum gögnum er mögulegt að vinna verðmæt- ar tölfræðilegar markaðsupplýsingar sem gerir fyrirtækjum kleift að greina tækifæri á mörkuðum og fá meira fyrir afurðir sínar. Þessu til viðbótar eru teknar saman, í gagngrunni, upplýsing- ar um tolla- og markaðasaðgang ís- lenskra sjávarafurða á erlenda markaði. Hróður WiseFish berst víða WiseFish hugbúnaðurinn hefur verið í þróun í 30 ár og þróunin hefur fyrst og fremst verið byggð á innlendum mark- aði. Seinni ár hefur hróður hugbúnaðar- ins borist víða og er viðskiptavini Wise- Fish nú að finna í Ástralíu, Suður-Amer- íku, Noregi, Þýskalandi og víðar. Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri WiseFish og ráðgjafi hefur nú um nokk- urt skeið verið að þróa og vinna með Euro Baltic sem hefur verið viðskipta- vinur Wise undanfarin 15 ár. Fyrirtækið er staðsett í Mukran í austurhluta Þýskalands og er með stærri verkendum á síld við Eystrasalt. Félagið er hluti af Parlevliet & Van der Plas Group í Hol- landi. Starfsmenn Euro Baltic eru mjög ánægðir með Wise Fish og þá virkni sem kerfið hefur uppá að bjóða. Um næstu áramót verður lokið við að uppfæra kerfið hjá þeim í nýjustu útgáfu af Wi- seFish. „Þessi uppfærsla skilar þeim nokkrum nýjungum í virkni og eins verða allar tengingar við framleiðslu- kerfi skilvirkari og einfaldari en var í gömlu útgáfunni. Reynslan af notkun Wise Fish hjá Euro Baltic hefur skilað því að Parlevliet & Van der Plas Group (P&P Group) hefur ákveðið að innleiða Wise Fish hjá fleiri dótturfélögum. Wise- Fish fer í loftið hjá fyrsta dótturfélaginu um næstu áramót en þá verður kerfið innleitt hjá CFTO (Compagnie Francaise Du Thon Oceanique) í Frakklandi,“ segir Andrés Helgi. Uppistaðan í afla CFTO er túnfiskur. „WiseFish kemur til með að leysa af Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise. „Það er hag- kvæmt og þægilegt að vera í áskrift að Dynamics NAV þar sem rekstrarkostn- aðurinn er þekktur, greitt er mánað- arlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærslu og hýsingu, sem er í fullkomnu og ör- uggu tækniumhverfi.“ WiseFish í mikilli útrás Samstarf með Cargill Um þessar mundir er starfsfólk Wise að vinna að mjög spennandi þróunarverkefni fyrir alþjóðlega fyrirtækið Car- gill í samstarfi við sænska hugbúnaðarfyrirtækið HiQ. „Í verkefninu sér Wise um að hanna vöruhús gagna (data warehouse), Tabular teninga og ýmsar þjónustur (API) í ský- inu. Markmiðið er að taka saman upplýsingar frá fiskeldis- stöðvum um allan heim til að geta borið saman vöxt, fóður- nýtingu, áhrif sjúkdóma o.fl. á milli svæða og landa. Við- skiptavinum Cargill er síðan veittur aðgangur að þessum þjónustum eða greiningum í gegnum vefsíðu sem heitir SeaCloud. Cargill sérhæfir sig aðallega í dýrafóðri til mann- eldis (animal nutrition) ásamt því að koma að framleiðslu, orkumálum og flutningum,“ segir Stefán Torfi Höskuldsson, sviðstjóri rekstrar- og tæknisviðs. Cargill er stærsta fyrir- tæki í heimi í einkaeigu með yfir 150.000 starfsmenn og veltu yfir 14 þúsund milljarða. HiQ er sænskt hugbúnaðarhús sem sér um snjallforrit (öppin) og vefgáttir (portals) fyrir Cargill. Fyrirtækið er með stærri IT fyrirtækjum á Norðurlöndunum með um 1600 manns í vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.