Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Qupperneq 4
4 7. september 2018FRÉTTIR A ðalmeðferð máls Kol­ brúnar Daggar Arnar­ dóttur gegn Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar, var frestað um tvær vikur þegar málið var tek­ ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Ástæðan var sú að lög­ menn deiluaðila voru sammála um að sáttagrundvöllur væri til staðar og að viðræðum þess efn­ is myndi ljúka á næstu dögum. Herma traustar heimildir DV að Ásgerður Jóna hafi boðið Kolbrúnu Dögg 200 þús­ und krónur til þess að losna við pínleg réttar­ höld. Forsaga máls­ ins er sú að Kol­ brún Dögg hafði leitað sér aðstoð­ ar fyrir síðustu jól hjá hjálparsam­ tökunum sem Ás­ gerður Jóna er í forsvari fyrir. Hún fékk poka með mat­ vörum en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar heim var kom­ ið. Mikið af því sem hún fékk var útrunnið og ekkert hefð­ bund­ ið kjötmeti fylgdi með, aðeins fiskur og kjötbollur. Kolbrún birti fær­ slu á lokuðum Facebook­hópi þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum sín­ um með úthlutunina og í kjölfar­ ið ræddi hún nafnlaust við DV um málið. Í valdamikilli stöðu Ásgerður Jóna tók gagnrýnina óstinnt upp og nafngreindi Kol­ brúnu Dögg í útvarpsviðtali hjá Bylgjunni. Í viðtali við DV í sum­ ar sagði Kolbrún Dögg að hún hafi upplifað mikla niður­ lægingu og skömm í kjöl­ far nafnbirtingar­ innar. „Ég brotnaði gjör­ samlega niður. Ég glími með­ al annars við alvarlegar kvíðar­ askanir og þessi gjörningur Ás­ gerðar Jónu var sem olía á þann eld,“ sagði Kolbrún Dögg meðal annars. Hún hafi átt afar erfitt um tíma en með stuðn­ ingi vina og vandamanna hafi hún ákveðið að taka slaginn og leggja fram kæru á hendur Ásgerði Jónu. „Ég upplifði þessa hegðun hennar á þá leið að hún hefði farið í fýlu og viljað hefna sín. Í starfi sínu hefur hún völd yfir fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og að mínu mati má hún ekki komast upp með þetta. Það er alveg nógu erfitt að fara í biðröð hjá Fjölskylduhjálp og upplifa sig sem þriðja flokks fólk þó að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af hefndarað­ gerðum ef maður tjáir sig. Ég fór því og leitaði mér ráðgjafar hjá lögfræðingi og niðurstaðan varð sú að kæra var lögð fram,“ sagði Kolbrún Dögg. Vitneskja DV um upphæð til­ vonandi sáttagreiðslu er tilkom­ in vegna þess að blaðamaður DV brá sér í heimsókn í hér­ aðsdóm til þess að fylgjast með nokkrum málum. Sat blaðamað­ ur við opið fundarherbergi lög­ manna á 4. hæð þar sem lögmenn Kolbrúnar Daggar og Ásgerðar Jónu ræddu málin. Sagði þá lög­ fræðingur hinnar síðarnefndu, hátt og snjallt: „Eigum við ekki að segja 200 þúsund krón­ ur og málinu er lokið? En þá má skjólstæðing­ ur þinn ekki hlaupa með mál­ ið beint í DV!“. n Set tóbakið þar sem mér sýnist Í vikunni fór Svarthöfði í kaupfé­ lagið sitt, Nettó í Mjódd, til að kaupa vikuskammtinn sinn af íslensku neftóbaki. Það er þjóð­ legur sómi að því að taka hressi­ lega í nefið og vörina. Svarthöfði verður einnig sprækur og gáska­ fullur af því. En einu tók Svarthöfði eftir. Tóbakið grófmalaða og ilmsæta er komið í nýjar dollur sem eru mikil tímamót. Persónulega er Svarthöfði á þeirri skoðun að hlut­ ir eigi ekki að breytast, sérstaklega ekki sígildar vörur eins og íslenskt neftóbak. Stíllinn á dollunum var eins klassískur og umbúðirnar fyrir Royal­búðinga og lyftiduft. En feginn er Svarthöfði þó að ekki var hlaupið á eftir duttlungum þeirra sem vilja umbylta dollunum í samræmi við einhverjar „nútíma­ kröfur.“ Byrjum á innsiglinu. Ein­ hverjir höfðu kvartað yfir því að dollurnar væru ekki innsiglað­ ar og Svarthöfði er ánægður með að sjá að slíkt prjál sé ekki á nýju dollunum þó að barminum hafi verið breytt örlítið. Svarthöfði hefur séð það í Ríkissjónvarpinu hvernig neftóbak er verkað. Það er einn gamall sveitalarfur sem snýr rjólinu í tunnu og treður því berhentur í dollurnar. Svarthöfði treystir honum vel. Sumir hafa kvartað yfir því að það vantaði innihaldslýsingu á gömlu dollurnar og hoppaði Svarthöfði hæð sína í loft upp þegar hann sá að þær voru held­ ur ekki á þeim nýju. Við vitum öll að það er ammoníak, salt, gler­ brot, hrossatað og miltisbrandur í íslensku neftóbaki. Það þýðir ekk­ ert að vera að velta sér upp úr því og óþarfi að fæla unga veganista frá því að neyta þessarar náttúru­ legu og þjóðlegu vöru. Svarthöfði varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með skila­ boðin sem sett voru hægra megin á límmiða nýju dollunnar. „Ekki ætl­ að í munn.“ Þetta er nú pólitískur rétttrúnaður af verstu sort, ábyggi­ lega ferlað og línað á rándýrum fundi þar sem glaðhlakkalegir verk efnastjórar og almannatengl­ ar smjatta á gojibauna­beyglum og kamillu­frappúsínó. Nei, Svarthöfði lætur slíkt pakk ekki segja sér hvar hann sting­ ur sínu tóbaki. Til að mótmæla þessarri firru og valdníðslu ætlar Svarthöfði að troða neftóbakinu inn í eyrun í dag. n Svarthöfði Það telst til góðrar lukku ef súmó- glímukappi grætir barnið þitt. Moskítóflugan hefur 47 tennur. Það er staðreynd að… Sumir kettir eru með ofnæmi fyrir mannfólki. Leikarinn Bella Lugosi var grafinn í Drakúla-búningnum, en hann fyrstur til að túlka hina frægu persónu á hvíta tjaldinu. Lengsta bil á milli fæðingu tvíbura er 87 dagar. LOF & LAST – Þorsteinn Sæmundsson Ég lofa mjög þann óeigingjarna hóp fólks sem starfar við að tryggja okkur hinum öryggi. Þar á ég sérstaklega við löggæslustéttir, starfsfólk lögreglu og tollgæslu. Ég lofa einnig íslenska heil- brigðisstarfsmenn sem vinna að bættu lífi okkar við erfiðar aðstæður. Ég lasta þá sem stýra löggæslu- málum á Íslandi fyrir sinnuleysi þeirra gagnvart málaflokknum sem kemur fram í undirmönnun og ónógum tækjabúnaði. Hvort tveggja skerðir öryggi borgaranna. Ég lasta þá sem ætla nú að eyða 100 milljörðum af almannafé til að hola niður nýju þjóðarsjúkrahúsi á ómögulegum stað sem mun gera dvöl sjúklinga á sjúkrahús- inu óbærilega næstu árin, gera starfsfólki erfiðara um vik að sinna starfi sínu og auka á kvíða aðstandenda í stað þess að reisa nýtt sjúkrahús á betri stað. Ásgerður Jóna borgar til að losna við óþægilegt mál n Nafngreindi skjólstæðing í viðtali n Greiðir 200 þúsund krónur til þess að sleppa við réttarhöld „Eigum við ekki að segja 200 þús- und krónur og málinu er lokið? En þá má skjól- stæðingur þinn ekki hlaupa með málið beint í DV. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.