Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 6
6 7. september 2018FRÉTTIR
Hver er
hann
n Hann er fæddur
í Reykjavík þann 8.
janúar árið 1959.
n Í lok árs 1996 var
hann ráðinn fram-
kvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefnd-
ar.
n Hann varð bikarmeistari í
frjálsíþróttum með FH árið 1988 og
keppti í spjótkasti
n Árið 2010 fékk hann Íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir bókina
Ertu Guð, afi?
n Hann hefur unnið fyrir íslenska
karlalandsliðið í knattspyrnu
undanfarin ár.
SVAR: ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON
Samlokubarinn
gjaldþrota
á rúmu ári
Í
byrjun júní í fyrra var opn-
aður veitingastaðurinn
Samlokubarinn með pomp
og prakt. Staðurinn var stað-
settur í verslun Krónunnar í
Lindum og bauð upp á vel úti-
látnar steikar- og BLT-samlok-
ur auk rifja- og veganborgara.
Alls tók staðurinn 25 manns
í sæti og viðtökurnar virðast
hafa verið góðar til að byrja
með. Í viðtali við veitinga-
geirinn.is, á þeim tíma, sagði
annar eigandinn, Valþór Sverr-
isson, að rifjaborgari staðar-
ins væri að slá í gegn. Gamanið
stóð þó stutt því í byrjun árs var
veitingastaðnum lokað og þann
30. ágúst var búið tekið til gjald-
þrotaskipta. Valþór, sem þekkt-
ur er fyrir úravörumerki sitt
24Iceland, átti 65 prósenta hlut
í fyrirtækinu á móti 35 prósenta
hlut Nadiu Tamimi.
Samlokubarinn í Krónunni, Lindum.
MYND: VEITINGAGEIRINN.IS
M
iðað við þessa reynslu
mína þá verð ég að ráð-
leggja fólki að vista ekki
kreditkortanúmer sín á
ýmsum bókunarsíðum á netinu,
jafnvel þó að um sé að ræða stórar
síður eins og booking.com,“ segir
Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir, alltaf
kölluð Ósk, í samtali við DV. Hún
hefur undanfarna daga staðið í
miklum bréfaskriftum við starfs-
menn bókunarsíðunnar stóru
vegna hótelbókunar sem skyndi-
lega birtist á reikningi hennar og
Ósk kannast ekki við. Viðbrögð
booking.com hafa valdið henni
miklum vonbrigðum en með-
al annars hefur hún verið sökuð
um að vera óprúttinn tölvuhakk-
ari. „Þetta er búið að kosta mikinn
tíma og ónæði.“
Skráð fyrir bókun hafnfirskrar
fjölskyldu
Forsaga málsins er sú að Ósk fékk
á dögunum textaskilaboð á sím-
ann sinn þess efnis að það styttist
í helgarferð hennar til Edinborgar.
„Ég hrökk við enda hafði ég ekki
bókað neina ferð þangað,“ segir
Ósk. Þegar hún kannaði málið
frekar sá hún að á reikningi henn-
ar á booking.com var sannarlega
skráð bókun á gistingu í Edinborg
í nokkra daga fyrir tvo fullorðna og
eitt barn. Fljótlega komst hún að
því að um var að ræða fjölskyldu
frá Hafnarfirði sem að hafði sett
inn allt annað kreditkortanúmer.
„Eftir á að hyggja var ég mjög
heppinn að þetta voru Íslendingar
en ekki útlendingar þannig að
auðvelt var að finna fólkið. Ég
hringdi í fjölskylduföðurinn sem
var skrifaður fyrir pöntuninni og
spurði hann hvort fjölskylda hans
væri á leið til Edinborgar fljótlega
og hvort að kreditkortanúmerið
hans endaði á tilteknum tölum,“
segir Ósk. Að hennar sögn vissi
maðurinn ekki hvaðan á hann
stóð veðrið, skiljanlega, en þegar
hún hafði útskýrt málavöxtu fyrir
honum varð þeim hjónum mjög
brugðið.
Sökuð um að vera svikull
hakkari
„Okkur fannst þetta náttúrlega
stórundarlegt og höfum síðan
verið í góðu sambandi við að leysa
þetta mál,“ segir Ósk. Að hennar
sögn hafi báðir aðilar málsins sent
ítrekað tölvupóst á booking.
com og hringt til þess að óska
eftir skýringum og fá bókunina
leiðrétta. Það gerðist ekki, heldur
brást fyrirtækið við með undarleg-
um hætti. „Hafnfirska fjölskyldan
fékk þau svör frá booking.com að
ég væri augljóslega svikull hakkari
og þau skyldu loka sínum aðgangi
og kreditkorti.“ Þar sem ruglingur-
inn var augljóslega algjör ákváðu
hafnfirsku hjónin að frysta kortið
sitt tímabundið. „Það vildi svo
heppilega til að ég hafði skömmu
áður lokað kreditkortinu mínu
út af ótengdu máli. Það var eins
gott því ég fékk fljótlega skilaboð
frá booking.com að gjaldfærsla
á mitt kort hefði ekki gengið
og því myndi ég fljótlega
missa gistinguna í Edin-
borg og þurfa að greiða
sekt. Ef kortið mitt
hefði verið opið þá
hefði hótelið gjaldfært
háa upphæð af mínu
kreditkorti sem ég
hefði örugglega aldrei
fengið endurgreidda.
Þetta var því lán í óláni,“
segir Stefanía.
Hún er afar ósátt við
booking.com og þau tilsvör
sem hún hefur fengið frá
fyrir tækinu. „Ég hef óskað eftir
skýringum frá fyrirtækinu en hef
ekkert heyrt í rúma viku. Ég hef
notað þessa bókunarsíðu mjög
mikið, en öryggi síðunnar er
greinilega ekki meira en þetta.
Ég verð því að ráðleggja öllum að
hafa varann á varðandi skráningu
kreditkorta sinna á netinu,“ segir
Ósk.
„Ég verð
því að ráð-
leggja öllum að
hafa varann á
varðandi skrán-
ingu kreditkorta
sinna á netinu
STÆRSTA BÓKUNARSÍÐA HEIMS SAKAÐI
ÓSK UM AÐ VERA TÖLVUHAKKARA