Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Page 21
FÓLK - VIÐTAL 217. september 2018 Blár og marinn eftir Sigga Sveins Eyjólfur er alinn upp í Vogahverf­ inu í Reykjavík og fæddur árið 1961 á heimili sínu í Sigluvogi. „Ég kom svo hratt að móðir mín komst ekki á fæðingardeildina,“ segir Eyfi og hlær. „Ég fæddist í svefnherbergi foreldra minna.“ Eyjólfur var örverpið í fjöl­ skyldunni, langyngstur af sex börnum hjónanna Kristjáns Björns Þorvaldssonar, stórkaup­ manns og heildsala, og Guðnýj­ ar Eyjólfsdóttur húsmóður. Fjár­ hagslega hafði fjölskyldan það ákaflega gott. „Ég var náttúrlega hræðilegur krakki,“ segir Eyjólfur. „Algjör dekurrófa og örverpi. Það fer reyndar tvennum sögum af mér sem krakka. Annars vegar að ég hafi verið frekur og leiðinlegur og hins vegar að ég hafi verið frjór og skemmtilegur, enda hneigðist ég mjög snemma til tónlistar. Ég var látinn spila á píanó í partíum þegar ég var aðeins þriggja eða fjögurra ára gamall og gat á ein­ hvern hátt klúðrað saman ein­ hverju lagi. Ég var lengst heima af okkur systkinunum og flutti ekki að heiman fyrr en ég var 24 ára. Þess vegna var ég svolít­ ill mömmustrákur. Hún kenndi mér ýmislegt sem hefur nýst seinna á lífsleiðinni. Við mamma leystum krossgátur saman og ég lærði góða íslensku af henni. Ég fékk alltaf tíu í einkunn í staf­ setningu og þetta hefur nýst mér vel við gerð lagatexta.“ Ekki snerist þó allt um tónlist og Eyjólfur stundaði íþróttir af miklum móð, bæði knattspyrnu og handknattleik með Þrótti. Hann var í marki og segist hafa verið liðtækur, sérstaklega í handknattleik, og æfði með Sig­ urði Sveinssyni, síðar landslið­ skempu. Eyjólfur segir: „Siggi Sveins bjó á móti mér en var aðeins eldri en ég. Hann dinglaði alltaf bjöllunni heima og fékk mig með sér út í móa þar sem var handboltamark. Þar dúndraði Siggi á mark­ ið, andskoti fast auðvitað. Ég hræddist ekki fasta bolta þótt ég kæmi blár og marinn heim eftir æfingar. Ég held að ég hefði end­ að í landsliðinu hefði ég haldið áfram í markinu.“ Lærði á lífið í Kerlingarfjöllum Eyfi spilaði boltaíþróttir með Þrótti upp í fjórða eða fimmta flokk en þá fór hann að hafa meiri áhuga á skíðum og átti hann eftir að starfa við skíða­ kennslu í mörg ár. Eyjólfur starf­ aði á skíðasvæðinu í Kerlingar­ fjöllum uppi á hálendi Íslands en þar var rekinn skíðaskóli í um 35 ár. Skólinn í Kerlingarfjöllum var mjög vinsæll, en starfsemin lagðist hins vegar af árið 2000. „Það er mikil synd að þetta hafi hætt en það gerðist vegna þess að jöklarnir voru að bráðna. Það snjóar ekkert lengur þarna, nema rétt yfir veturinn. Áður fyrr hélt snjóþekjan sér yfir sumar­ tímann.“ Hvað varst þú lengi þarna? „Ég fór þangað fyrst í kring­ um 1966 með foreldrum mínum. Árið 1974, þegar ég var þrettán ára, fékk ég starf sem lyftustrák­ ur og passaði upp á að fólk kæm­ ist upp með lyftunni … og kæmi helst ekki niður með henni aftur,“ segir Eyjólfur og hlær. „Sautján ára, árið 1978, byrjaði ég svo að kenna á skíði og gerði það í ellefu eða tólf sumur.“ Hvernig voru þessi ár í Kerl- ingarfjöllum? „Alveg frábær. Ég var þarna foreldralaus og það herti mig mikið. Ég gat ekki hlaupið til mömmu og það má segja að ég hafi lært á lífið þarna. Í Kerl­ ingarfjöllum prófaði ég allt sem fólk prófar í fyrsta skipti.“ Eyjólfur segir að kvöldvökurn­ ar og böllin í skíðaskálanum hafi orðið landsþekkt og mörg lög verið samin sérstaklega fyrir þau. Svokölluð Kerlingarfjalla­ lög. „Átján ára gamall steig ég þarna á svið í fyrsta skiptið og það var svolítið erfitt. Gestirnir voru yfirleitt um 120 talsins, stundum fullorðið fólk en svo vorum við líka með unglinga­ námskeið. Þetta tók á til að byrja með en vandist og gekk vel. Ég spilaði þarna svona brekku­ söngslög og lét alla syngja með. Sigurður Þórarinsson samdi líka mikið af textum um Kerlingar­ fjöll við þekkt lög.“ Fékk ekki að klára flugnámið Eyjólfur lifði áhyggjulausri æsku framan af og hugsaði lítið um hvað hann vildi verða. Tíu ára gamall var hann sendur í sveit á Þórustaði í Ölfusi og þar lærði hann fyrstu gripin á gítar. Eyjólf­ ur lýsir því eins og box Pandóru hafi verið opnað fyrir sér og að hann reyndist hafa hæfileika til að spila. Eftir að hafa fikrað sig áfram í fjögur ár ákvað hann að þetta yrði ævistarfið. Varstu í einhverju bílskúrs- bandi? „Ég var í einu bílskúrsbandi sem kallaðist Texas Tríóið. Við voru þrír, tveir á gítar og einn á kontrabassa, og spiluðum kántrí­ ónlist. Við komum fyrst fram á Óðali árið 1980 á viðburði sem kallaðist Stund í stiganum. Það var fyrsta giggið sem ég fékk borgað fyrir. Þetta var fyrir mynt­ breytingu þannig að ég er orðinn svo gamall að hafa fengið greitt í gömlum krónum,“ segir Eyfi og skellir upp úr. Eyjólfur gekk í Menntaskól­ ann í Reykjavík en þrátt fyrir að vera sleipur í íslensku þá átti bók­ in ekki við hann. Eftir fjögur og hálft ár hætti hann í skólanum og kláraði ekki stúdentsprófið. Hann segir að lítið hafi komist að í lífi hans annað en tónlistin og því innritaðist hann í tónlistarskóla FÍH og lærði á píanó. Það segir hann hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. Einn draumur sem ekki varð að veruleika var flugmennska. Eyjólfur segir: „Þegar ég var í Kerlingarfjöllum komu þangað oft einkaflugmenn, voðalegir gæjar, og ég fékk stund­ um far með þeim heim í bæinn. Þá vaknaði þessi áhugi á fluginu en hann var fljótt skotinn niður. Ég byrjaði að læra flug, sautján eða átján ára, og keypti mér rán­ dýrt flugtímakort. Þegar ég ætl­ aði að halda áfram þvertók móðir mín fyrir að pabbi gæfi mér fyrir fleiri tímum. Hún var svo hrædd um mig og hélt að ég myndi drepa mig á þessu. Ég átti ekki sjálf­ ur fyrir fleiri tímum og gat þess vegna ekki haldið áfram.“ Var það svekkjandi? „Já, það var svekkelsi, því að ég vildi halda áfram. Flugið átti ágætlega við mig og ég var fljótur að læra. Ég hef nú gripið í stýrið síðan þá og meira að segja flog­ ið þyrlu upp á grínið fyrir sjón­ varpsþátt. Oft hef ég spáð í að taka þetta upp aftur og ég gæti alveg flogið einn í dag. En maður hefur um annað að hugsa og er kannski kominn á aldur.“ Sveitaböll hjá Framsókn Eyjólfur komst fyrst í sviðsljós­ ið með hljómsveitinni Bítlavina­ félaginu en hún varð til fyrir hálf­ gerða tilviljun. Jón Ólafsson var að leita að tónlistarmönnum til að spila undir í nemendamóti hjá Verzlunarskólanum og Eyjólf­ ur var einn þeirra sem hann kall­ aði til. Jón þekkti Eyjólf úr þjóð­ lagasveitinni Hálft í hvoru sem hann var þá í. „Við þekktumst ekki neitt. Hann hóaði í Harald Þorsteinsson, bassaleikara úr Brimkló, Rafn Jónsson heitinn úr Grafík, Stefán Hjörleifsson, vin sinn úr Verzlun­ arskólanum, og mig sem kassagít­ arleikara. Við hittumst og æfðum sixtíslög fyrir nemendamótið en það átti ekki að verða neitt meira úr þessu. Rétt fyrir mótið hringdi Guffi, Guðvarður Gíslason, sem rak Gauk á Stöng og spurði mig hvort ég væri ekki til í að setja saman John Lennon­dagskrá til að flytja á tónleikum. Ég spurði strákana hvort þeir væru til og þeir voru það en okkur vantaði söngvara. Þá ákváðum við að við Jón myndum skipta þessu á milli okkar því að við vorum skástu söngvararnir. Þetta sló svo í gegn og við ákváðum að halda áfram með þetta.“ Skömmu síðar fór Bítlavinafé­ lagið í hljóðver og tók upp frum­ samið lag, Þrisvar í viku, og frægð­ in fylgdi í kjölfarið. Nú var ekkert annað að gera en að gefa meira út og spila á böllum. „Við áttum ekkert von á því Stoltastur af að hafa ekki bugast „Ég kom ekki vel fram við alla og gerði hluti sem ég sá síðar eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.