Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 24
24 FÓLK - VIÐTAL 7. september 2018 Hafnaði ávallt tilboðum erlendis frá Flestir myndu segja að stærsta stund Eyjólfs á ferlinum hafi ver- ið þegar hann og Stefán Hilm- arsson fluttu Draum um Nínu í Eurovision í Ítalíu árið 1991. Eyjólfur hefur margoft tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og er einn af þeim höfundum sem tóku þátt í fyrstu keppninni. Árið 1988 söng hann tvö lög í keppninni sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. „Árið 1989 flutti Bítlavinafélag- ið lagið Alpatvist eftir Geirmund Valtýsson í keppninni. Einn mjög góður vinur minn sagði mér fyrir keppnina að ef lagið myndi vinna þá myndi hann afsala sér íslensk- um ríkisborgararétti,“ segir Eyfi kíminn. Vinningslagið, Draumur um Nínu, var fyrsta lagið sem Eyjólfur samdi sérstaklega fyrir keppnina og hafði Stefán í huga sem mót- söngvara. Stefán var nú nokkuð tregur til þar sem hann var kom- inn á kaf í Sálina hans Jóns míns á þessum tíma en lét til leiðast. Stefán og Eyfi fluttu lagið í Cinecitta-kvikmyndaverinu þar sem Eurovision-keppnin var haldin. Þar voru spaghettívestr- arnir teknir upp á sínum tíma og uppi héngu stórar myndir af Clint Eastwood og leikstjóranum Sergio Leone. Eyjólfur valdi hóp- inn sjálfur og segist aðeins hafa tekið skemmtilegasta fólkið með sér, það er sem gat haldið lagi, Evu Ásrúnu, Ernu Þórarinsdóttur, Ric- hard Scobie og Jón Ólafsson. „Á þeim tíma var allt flutt á staðnum en ekki spilað af bandi eins og í dag. Jón fékk það hlutverk að útsetja lagið fyrir áttatíu manna hljómsveit. Þetta voru fýldir klass- ískir gæjar sem höfðu ekki gam- an af því að spila popp en Jón var eini stjórnandinn sem fékk þá til að brosa. Alltaf þegar hann bauð þeim góðan dag fyrir æfingar þá sagði hann ekki bon giorno held- ur bon pornó og gömlu karlarnir á fiðlunum skelltu upp úr,“ segir Eyjólfur og brosir breitt. Varstu stressaður fyrir út- sendinguna? „Nei, ég var ekki stressaður. Við æfðum svo rosalega vel áður við fórum út að við hefðum get- að flutt lagið sofandi. Þegar ég horfi á þetta í dag á Youtube sé ég að þetta er algerlega hnökralaus frammistaða, þótt ég segi sjálfur frá.“ Hugsaðir þú einhvern tímann um að reyna að „meikaða“ erlend- is? „Nei, aldrei nokkurn tímann. Ég hef fengið mörg tilboð um að syngja á ensku en hef aldrei haft neinn áhuga á því. Mig langar að- eins að vera hér heima á Íslandi.“ Stökkbreytt lán og gjaldþrot Eyjólfur hefur áður sagt frá fjár- hagserfiðleikum í viðtölum og árið 2015 lenti hann í gjaldþroti. Það var vegna húsnæðisláns sem rauk upp úr öllu valdi í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Eyjólfur segir þetta þó ekki hafa verið eins slæmt og margir halda. „Ég var svo óheppinn að hafa ekki tekið erlent lán fyrir hrunið, heldur tók ég venjulegt íslenskt verðtryggt lán. Þetta stökkbreytt- ist í hruninu og það var alveg sama hvað maður borgaði inn á þetta, það hækkaði stöðugt. Ég hefði getað haldið áfram að borga en vildi það ekki því þetta var eins og að vera í fangelsi. Af því að við konan mín skulduðum engum úti í bæ heldur aðeins bönkunum, sem fóru kollhnís í hruninu, þá létum við þetta bara gossa. Húsið fór og við byrjuðum upp á nýtt og okkur hefur aldrei liðið betur.“ Varstu reiður út í bankana og stjórnvöld eftir hrunið? „Kannski ekki reiður, heldur frekar svolítið argur. Það var ótrú- legt hvað stjórnendur bankanna föllnu létu út úr sér eftir hrunið og að sjá hrokann í þeim. Eftir að fjölda margir höfðu misst allar sínar eigur og sumir höfðu svipt sig lífi.“ Mættir þú á mótmæli? „Nei, það gerði ég aldrei. Ég skrifaði kannski einhverjar færsl- ur á Facebook en stillti mig alltaf og málið er að þessi tíu ár eft- ir hrunið hafa líklega verið mín bestu ár. Við ákváðum að hætta borga en við vorum ekki blönk.“ Eyjólfur segir að bankarnir hafi fengið sitt og vel það þrátt fyrir þetta. „Þetta var 42 milljóna króna lán og við borguðum 12 milljónir inn á það á sex árum. Húsið sem þeir fengu var metið á 60 milljón- ir. Lánið var komið upp í 70 eða 80 milljónir þegar við ákváðum þetta og þegar gjaldþrotið varð var skuldin komin upp í 114 milljónir. Þetta var tómt rugl og lítið annað að gera en að hlæja að þessu,“ seg- ir Eyjólfur. Tannhvíttun og nýtt lag Eyfi hefur vakið nokkra athygli undanfarið fyrir nýtt starf sitt við tannhvíttun. Eiginkona hans, Sandra Lárusdóttir, rekur vin- sæla meðferðarstofu í Kópavogi sem ber nafnið Heilsa og útlit. Hún hafði verið með það í magan- um að bæta tannhvíttun í flóruna en vantaði starfsmann og spurði Eyjólf hvort hann vildi taka það að sér. „Mér fannst þetta svolítið frík- uð hugmynd en ákvað að slá til. Þetta sýnir hversu lífið er síbreyti- legt og skemmtilegt. Ég fór til Englands og lærði þessi fræði og útskrifaðist með diplóma sem tannhvíttunarfræðingur,“ seg- ir Eyjólfur glaður í bragði. „Síðan þá hef ég starfað við þetta og lík- ar vel. Það er nóg að gera í þess- um bransa.“ Er þetta einhvers konar æði hjá landanum? „Ég veit það ekki en fólk vill hafa bjartara bros og það er ekkert að því. Við erum ekki með sterk efni og það er ekkert hættulegt við þetta. Í náminu var lögð mikil áhersla á hreinlæti og þess vegna klæðist ég hvítum slopp við þetta. Ég er samt enginn tannlæknir,“ segir Eyjólfur kátur. Verða tónleikarnir í Há- skólabíói kveðjutónleikar? „Alls ekki. Langflestir tón- leikarnir sem ég kem fram á eru í óauglýstum einkasamkvæm- um og ég kem sjaldnast fram þar sem hver sem er getur mætt. Ég er meira að segja að senda frá mér nýtt lag sem kemur út á næstu dögum á safnplötu og þarf að rjúka núna beint í hljóðver til að taka upp.“ Hverju ertu stoltastur af? „Að ná fótfestu í lífinu og bug- ast ekki. Það er ýmislegt sem ég hefði viljað getað gert öðruvísi ef ég fengi að lifa aftur upp á nýtt. Þessi tími þegar frægðin var hvað mest hefði alveg getað farið með mig en gerði það ekki og ég er stoltur af því.“n Næsti kafli hefst hér Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at 54.900.000 kr. LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆ Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 gimli.is / grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello „Ég held að ég hefði endað í lands- liðinu ef ég hefði haldið áfram í markinu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.