Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 29
Veitingar og rómantík 7. september 2018 KYNNINGARBLAÐ
Okkur fannst vanta steik-arstað í fínni kantinum í Reykjavík og ólíkt mörg-
um steikhúsum bjóðum við líka
upp á aðra rétti en kjöt, til dæmis
nokkra fiskrétti og svo grænmet-
is- og veganrétti,“ segir Almar Yngvi
Garðarsson sem opnaði veitinga-
staðinn Reykjavík Meat að Frakka-
stíg 8b á fimmtudagskvöldið ásamt
félögum sínum, þeim Stefáni Magn-
ússyni, Hönnu Kristínu Eyjólfsdóttur
og Guðmundi Víði Víðissyni.
Með þessum stað gefst fólki
tækifæri til að fara mjög fínt út að
borða á viðráðanlegu verði. „Nauta-
kjöt er áberandi á matseðlinum og
kemur það víðs vegar að. Við erum
til dæmis einn fyrsti staðurinn hér
á landi til að bjóða upp á hið verð-
launaða sashi-nautakjöt sem hefur
mikinn gæðastimpil. Fyrir utan
nautakjöt erum við síðan til dæmis
með túnfisk, lax, þorsk og lambakjöt
á aðalréttaseðlinum og svo erum
við með margs konar forrétti,“ segir
Almar.
„Við höfum verið að prófa okkur
áfram með fjölskyldu og vinum en
núna er allt klárt og staðurinn hefur
verið formlega opnaður. Sérstakt
opnunartilboð verður í gildi um
helgina og verður hægt að fá 3ja
rétta máltíð og kokteil á 6.990 kr.
Það er nauta-carpaccio í forrétt,
nautalund í aðalrétt og stökkt
súkkulaði í eftirrétt.“
Staðurinn er fremur stór og tekur
96 manns í sæti. Vínbúrið er fyrir-
ferðarmikið og er hjarta staðarins.
Gott úrval er af fínum vínum á við-
ráðanlegu verðu og starfsfólkið er
faglært svo allir geta fengið sér það
vín sem passar best við matinn.
Til að byrja með er kvöldopnun
en eftir nokkrar vikur verður stað-
urinn líka opinn í hádeginu. Opið
er virka daga frá 17.30 til 23 en
eldhúsinu er lokað þá kl. 22. Um
helgar verður opið frá 17.30 til 01 og
eldhúsinu er lokað þá kl. 23.
Borðapantanir eru í síma 557-
7665 og á netfanginu rvkmeat@
rvkmeat.is. Sjá nánar á Facebook-
síðunni RVK Meat og vefsíðunni
rvkmeat.is.
REYKJAVÍK MEAT:
Loksins steikarstaður í fínni
kantinum