Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Side 30
Veitingar og rómantík 7. september 2018KYNNINGARBLAÐ
Rauða serían eignast fjölmargar nýja
lesendur með raf- og hljóðbókum
Áratugum saman hafa lands-menn átt góðar stundir með bókunum úr Rauðu seríunni
sem seldar eru í kiljum víðs vegar
um landið. Sögurnar eru í senn
spennandi, rómantískar og dálítið
erótískar. Rósa Vestfjörð Guðmunds-
dóttir stofnaði útgáfuna árið 1985 og
ekkert lát er á starfseminni núna 30
árum síðar.
Ásútgáfan er í takt við tímann og
núna eru bækurnar í Rauðu seríunni
komnar í rafbækur og hljóðbækur.
„Þarna er kominn stór nýr lesenda-
og hlustendahópur. Þetta er frá-
bært fyrir þá sem eiga erfitt með að
nálgast kiljurnar eða vilja lesa bækur
í símanum sínum, iPadinum eða t.d.
hlusta á ferðalögum,“ segir Rósa.
Vefsíðan er ein af stærstu raf-
bókabúðum á Íslandi. Þar er hægt að
velja úr 637 titlum og 27 hljóðbókum.
Í hverjum mánuði koma inn 6 nýir
titlar af rafbókum en hljóðbækurnar
koma óreglulega. Nýlega bættist ný
hljóðbók við safnið. Rafbækurnar
eru mjög góðar fyrir þá sem sjá illa
eða eiga erfitt með að lesa bækurn-
ar.
Óhætt er að segja að lands-
menn hafa tekið bókunum í þessum
nýju formum vel og hefur Rósa átt
margar ánægjustundir við að miðla
þeim til lesenda:
„Mér fannst mjög skemmtilegt
þegar 15 ára drengur hringdi í mig
og skráði ömmu sína í áskrift hjá mér
að rafbókunum. Hann var að kenna
ömmu sinni á iPadinn og hvern-
ig hún gæti lesið rafbækurnar. Ég
sendi henni rafbækurnar ópakkaðar
í tölvupósti. Fjölskyldan hafði ákveðið
að gefa ömmu iPad í jólagjöf því hún
hafði alltaf lesið bækurnar mínar en
sá ekki lengur til að lesa þær.
Ég er með 10 manns sem ég
sendi rafbækurnar þannig, sex
titla hverjum, eða óþjappaðar sem
Word-skjöl. Þá þurfa þeir bara að
opna póstinn og geta lesið beint,
þurfa ekki að hala bókunum niður af
netinu.
Fyrir nokkrum árum datt mér í
hug að bjóða kaupendum að rafbók-
um að kaupa Ódýra netpakkann eins
og hægt er að kaupa í búðum. Hann
sló strax í gegn en hann er með 10%
afslætti ef keyptir eru allir sex titlarnir
saman í pakka á netinu.“
Á Facebook-síðunni Rauða serían
getur fólk sent inn skilaboð og þar
birtast tilkynningar þegar nýjar raf-
eða hljóðbækur koma á netið.
Vefsíða útgáfunnar er asutgafan.is.
Detox-heilsufrí í Póllandi og á
Íslandi
Detox-heilsufrí eru fyrirbyggj-andi heilsudagar þar sem hvíld, fræðsla, hreyfing,
mataræði og gleði eru í öndvegi.
„Það er ekki í boði að gefast upp
gegn lífsstílssjúkdómum,“ segir
Jónína Ben, sem hefur boðið upp á
heilsumeðferðina síðan árið 2003.
Þúsundir Íslendinga hafa farið í
þessa heilsumeðferð og gert hana
að lífsstíl sínum og mæta á hverju
ári. Fólk finnur að meðferðin virkar,
fólk sem lætur ekki úrtöluraddir villa
sér sýn á nýjum leiðum til bættrar
heilsu.
„Fólk getur valið um meðferðar-
úrræði og við mælum getu hvers og
eins til þess að nýta sér kenningar
pólska læknisins sem unnið hefur við
þessi úrræði í tugi ára,“ segir Jónína
og bendir á að engir tveir séu eins.
Afeitrun eða detox hefur náð
síauknum vinsældum víða um heim,
það að fasta á ávöxtum og græn-
meti gerir að verkum að líkaminn
leitar jafnvægis eða núllstillir sig.
Flestir upplifa nýja orku og nýja líðan.
Margir losna við verki og komast í
betra form.
„Við vinnum með læknum og öðr-
um sérfræðingum en fyrst og fremst
miðlum við af þekkingu og reynslu og
látum matinn vera lyfin okkar enda
er góður matur læknandi.“
Boðið er upp á meðferðirnar í
Póllandi, en flogið er til Gdansk með
beinu flugi wizzair.com. Árið 2019
mun einnig verða boðið upp á með-
ferðirnar á Íslandi.
Nánari upplýsingar má fá í síma
822-4844, á netföngunum anna.
detoxiceland@gmail.com og jonina-
ben@joninaben.is. Einnig má finna
upplýsingar á Facebook: Detox Jón-
ína Ben.