Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 42
42 7. september 2018 A ldraðar, einstæðar konur voru fórnarlömb Frakkans Yvans Keller. Í húmi næt- ur lét hann til skarar skríða og þá helst þegar rigndi. Þegar hann hafði fundið inngönguleið í hús kvennanna hófst hann handa, hægt og hljótt. Yfirleitt nýtti hann sér opnan- lega glugga og aldrei beitti hann ruddalegum aðferðum á borð við að brjóta rúður eða þvinga upp glugga eða hurðir. Yvan hreinlega skrúfaði lausa gluggarammana og gerði það svo fagmannlega, að ekki var á sjá eina einustu rispu eða annað sem bent gæti til inn- brots. Kæfðar í svefni Eftir að inn var komið lá leið Yvans að svefnherberginu. Hann hafði unnið heimavinnu sína og vissi sem var að öldruð kona var eini íbúi hússins. Hljóðlaust fór Yvan inn í svefnherbergið, tók þar púða eða teppi og lagði yfir vit gömlu konunnar, sem svaf svefni hinna réttlátu, og kæfði hana. Að þessu loknu hófst hann handa við að finna fjármuni í íbúðinni. Lagaði til eftir sig Kerfisbundið fór Yvan yfir íbúðina og var enginn staður undanskil- inn, hvort sem það var í kjallara eða á háalofti. Þegar hann taldi sig hafa komist yfir allt það fé sem væri að finna fór hann aftur inn í svefnherbergi. Þar lagaði hann til, slétti sængina og gekk úr skugga um að hvergi væri að sjá krumpu eða brot sem vakið gæti grunsemdir um glæp. Hann fór út sömu leið og hann kom inn, skildi þar við allt eins og hann kom að því. Hann jafnvel strauk af glugganum áður en hann hvarf út í nóttina með ránsfeng sinn. Þrjú fórnarlömb við sömu götu Þegar komið var að konunni látinni í rúmi sínu var það úr- skurður læknis að hún hefði lát- ist af eðlilegum orsökum, ekki léki nokkur vafi á því. Yvan fór í það minnsta inn í átta hús með fyrrgreindum hætti og sömu afleiðingum. Í öll skipt- in varð niðurstaða læknis á sama veg. Merkilegt nokk þá voru þrjú fórnar lamba Yvans konur sem bjuggu í innan við 100 metra fjar- lægð hver frá annarri, við sömu götu í þorpi sem aðeins taldi 1.000 íbúa. Hvað sem niðurstöðu læknis leið varðandi dánarorsök þá vakti það undrun ættingja kvennanna að ekkert fé væri að finna á heim- ilum þeirra. Yvan handtekinn Umrædd þrjú morð voru framin árið 1994 í Alsace í Frakklandi og þá áttu eftir að líða tólf ár áður en upp komst um Yvan og ljósi varp- að á illvirki hans. Þannig var mál með vexti að Yvan hafði verið svonefndur ný- aldarferðalangur og samferða- menn hans fengu veður af því sem hann aðhafðist í skjóli nætur. Í september árið 2006 höfðu þeir samband við lögregluna og Yvan var handtekinn í borginni Mul- house í Austur-Frakklandi. Þar viðurkenndi hann að hann væri hljóðláti morðinginn. Grunaður um tugi morða Sagðist Yvan vera innbrotsþjófur að atvinnu og að hann hefði myrt átta konur, sem hann mundi eftir. Lögreglan vildi reyndar bendla hann við ívið fleiri morð, um það bil 30 talsins, sem framin höfðu verið í Alsace í Frakklandi, Sviss og Þýskalandi. Til þess kom þó ekki, einfald- lega vegna þess að 26. september, fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, hengdi Yvan sig í fangaklefa sínum. Við sjálfsvígið notaði hann skóreimar. Áður hafði Yvan þó lýst fyrir lögreglunni að- ferðum sínum við innbrotin og með hvaða hætti hann hafði sent fórnarlömb sín yfir móðuna miklu. 11. júní, 1981, myrti Japaninn Issei Sagawa hollenskan námsmann, Renée Hartevelt. Renée var bekkjarsystir Issei í Sorbonne-háskól-anum í París. Issei hafði boðið Renée til kvöldverðar og hún hafði þekkst boðið. Ekki grunaði hana að hún sjálf væri á matseðlinum. Issei skaut Renée til bana og hófst síðan handa við matseld. Áður hafði hann þó misnotað líkið kynferðislega. Issei var úrskurðaður geðveikur og var vistaður á geðsjúkra- húsi. Í ágúst 1986 skráði hann sig sjálfur út af stofnuninni og hefur verið frjáls maður síðan.SAKAMÁL Hvítlauksolía & Chilisulta NÝTT FRÁ VILKO & PRIMA VARKÁRI VÁGESTURINN n Yvan Keller var snyrtimennskan uppmáluð n Engin verksummerki var að sjá á vettvangi glæpa hans n Lögregla fékk fjölda ábendinga „Við þurfum að skoða dauða allra kvenna yfir 70 ára aldri, síðastliðin 15 ár. Rue Basse Þrjár aldraðar konur voru myrtar heima hjá sér við þessa götu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.