Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Síða 47
477. september 2018 Hann færði hins vegar út kvíarnar og fór að smygla varningi í gegn- um Vestur-Þýskaland og til Spánar og Suður-Ameríku. Árið 1959 gerði lögreglan mikla rassíu og handtók 80 manns sem hlutu sumir langa dóma. En Hasso komst undan og flúði til eyjarinnar Mallorca, þar sem hann var með hluta af sinni starfsemi. Mallorca var þá smám saman að breytast í alvöru ferða- mannastað og Hasso ákvað að nýta sér það. Óhóf og vellystingar Hasso reyndi fyrst fyrir sér með sjó- skíðaleigu en það gekk illa og árið 1961 opnaði hann loks bílaleigu, Hasso Rent a Car. Um þetta leyti kynntist hann Sigurði S. Bjarnasyni, sem var þá ungur maður í ævin- týraleit. Sigurður starfaði hjá Hasso í tvö ár og náði hagstæðum samn- ingum við stærstu bílaleiguna á staðnum um að leigja á umboðs- launum. Sigurður hætti þá störfum en þeir héldu vinskap eftir það. Bílaleigan gekk vel og Hasso fitn- aði eins og púkinn á fjósbitanum. Hann fékk viðurnefnið „kóngur- inn af Mallorca“ og lifði samkvæmt því, í vellystingum og óhófi. Hasso varð eldri og eldri en eiginkonur hans voru alltaf á sama aldri. Alls var hann kvæntur sex sinnum. Eitt sagði hann: „Konur yfir þrítugt lykta bara ekki vel.“ Hasso varð milljarðamæringur og fjárfesti í bönkum í Þýskalandi og á Spáni. Hann fór að kalla sig Hasson von Schutzendorf og lét hanna skjaldarmerki fyrir sig. Hann safnaði framandi dýrum, stórum sem smáum og hélt þau í glæsi- hýsi sínu í Palma. Popparar og Hollywood-stjörnur voru daglegir gestir á heimili hans. En Hasso var einnig gjafmildur og studdi við ýmiss konar góðgerðarstarfsemi á eyjunni sem hafði gert hann svo ríkan. Hasso elskaði Ísland og kom hingað til lands margoft í frítíma sínum. Hann var einn af þeim heimsfrægu mönnum sem renndu fyrir lax á Íslandi. Í dagblöðum var hann titlaður sérstakur Íslands- vinur og um tíma fengu allir Ís- lendingar að leigja bíla frítt hjá hon- um á Mallorca. Einnig bauð hann Íslendingum á Mallorca að koma og dvelja hjá sér í vellystingum í Palma. Árið 1995 stofnaði hann úti- bú fyrir bílaleigu sína hér á landi og varð Sigurður, gamli vinur hans, framkvæmdastjóri. Á Íslandi með lífvörð Á efri árum lenti Hasso margoft í erfiðum málum og uppákomum tengdum fjölskyldu hans. Í apríl árið 1994 hvarf tíu ára sonur hans, Alberto, af heimilinu í Palma og gerði lögreglan á Spáni og í Þýska- landi mikla leit að honum. Kom þá í ljós að móðir drengsins, og fjórða eiginkona Hasso, Maria del Carmen, hafði tekið drenginn. Íslenska útlendingaeftirlitinu var gert viðvart um málið þar sem talið var að Maria gæti hafa komið hing- að með drenginn. Seinna kom í ljós að Maria hefði átt að hafa um- sjá með drengnum og fékk hún það staðfest fyrir rétti. Árið 1993 giftist Hasso kólu- mbískri konu að nafni Astrid og eftir það beindust augu þarlendra glæpasamtaka að honum. Hótanir og fjárkúgun fylgdu og í eitt skipt- ið var brotist inn á heimili hans í Palma. Í ágústmánuði árið 1996 kom Hasso til Íslands í fylgd með lífverði en hann hafði aldrei sést í slíkri fylgd hér áður. Í það skipt- ið dvaldi hann á Íslandi í mánuð til að ná upp heilsu eftir lungna- bólgu. Ítalska mafían hafði einnig í hótunum við hann vegna þess að hann neitaði að greiða svokallað verndargjald. Árið 2001 réðust tveir grímu- klæddir menn á Hasso á heimili hans þar sem hann var í fótanuddi. Þeir lömdu hann, hótuðu hon- um og rændu bæði peningum og skartgripum. Sjálfur taldi Hasso að þeir hefðu verið á vegum Astrid en hún var þá tekin saman við lífvörð Hasso og beið eftir skilnaði. Sam- bandið var hins vegar ekki verra en svo að hún var við hlið hans þegar hann lést ári seinna í Palma. Sirkus Hasso Schutzendorf var hins vegar ekki lokið því að erfðadeila milli Astrid og fjögurra sona Hasso stóð yfir í mörg ár. n TÍMAVÉLIN S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður Breyttu úr plasti yfir í pappír Er fyrirtækið þitt umhverfisvænt ? Eigum allar stærðir Merktu pokana með þínu merki Teikningu Muggs stolið og fargað Í desember árið 1984 var teikn- ingu eftir Mugg, einn dáð- asta myndlistarmann Íslands- sögunnar, stolið af Listasafni Alþýðusambandsins. Um var að ræða teikningu sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigand- ann sem var náfrænka lista- mannsins. Þjófurinn reyndi að koma verkinu í verð en þegar það tókst ekki fargaði hann því. Smyglaði sér inn á safnið Árið 1984 var haldin sýn- ing í Listasafni ASÍ á verkum Guðmundar Péturs Thorsteins- sonar, Muggs, sem var einn af merkustu myndlistarmönn- um Íslands. Muggur, sem var frá Bíldudal, lést aðeins 32 ára gamall árið 1924 úr brjóstveiki í Danmörku. Muggur var fjöl- hæfur málari og þekktur fyrir verk sýn sem hann byggði á ís- lenskum þjóðsögum. Í dag er hann þekktastur fyrir að hafa myndskreytt barnabækurnar Tíu litlir negrastrákar og Sagan um Dimmalimm. Föstudaginn 14. desem- ber hvarf eitt verkanna af sýn- ingunni, blýantsteikning frá ár- inu 1913 sem bar heitið Beta. Teikningin var af Elísabetu Egils- son Waage, systurdóttur Muggs, sofandi þegar hún var þriggja ára gömul og hún var einnig eigandi verksins. Skólahópur var á listasafninu þennan dag, utan opnunartíma, til að fræðast um verk Muggs og með þeim hafði laumast inn maður sem enginn kunni deili á. Þegar starfsfólk safnsins tók eftir því að verkið var horfið var strax hringt á lögregluna og leit hafin að manninum. „Þetta kemur óneitanlega við mig, myndin var svo persónu- leg,“ sagði Elísabet í samtali við Morgunblaðið. Hún hafði fengið myndina í arf frá ljósmóður sinni, Þuríði Bárðardóttur. „Þessi mynd er eini erfðagripurinn sem ég hef eignast í lífinu. Ég vona bara að þetta sé ekki einhver ólánsmaður sem eyðileggur hana.“ Reif teikninguna í smátt Þriðjudaginn 18. desember hafði lögregla upp á manninum, sem var á þrítugsaldri og hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Við yfir heyrslu neitaði hann sök og var sleppt í kjölfarið. En eftir að nýjar upplýsingar bárust um málið var hann handtekinn á ný degi seinna og játaði hann þá að hafa stolið Betu. Sagðist maðurinn hafa stolið myndinni til þess að selja kunn- ingja sínum en þegar kunninginn vildi ekkert með hana hafa þá hafi hann rifið hana í smátt og fleygt henni. Kunningi þjófsins var einnig yfirheyrður vegna máls- ins. Þórir Oddsson rannsóknarlög- reglumaður tjáði fjölmiðlum hins vegar að óvíst væri um sannleiks- gildi frásagnarinnar og að verk- ið væri hugsanlega falið einhvers staðar. Verkið hefur hins vegar aldrei komið í leitirnar. Öryggismál Listasafnsins voru endurskoðuð í kjölfarið á þjófn- aðinum. Beta var tryggð eins og önnur verk á sýningunni og voru sérfróðir matsmenn kvaddir til að meta verðmætið. n Í slendingar eru ljóð- og tón- elsk þjóð og hafa náð lygilegum frama á sviði tónlistar á undan förnum þremur áratugum. Um aldir kyrjuðu landsmenn saman á samkundum en fyrsta eiginlega hljómsveitin var ekki stofnuð fyrr en árið 1876 og bar hún nafnið Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur. Lúðraþeytarafélagið var hugar- fóstur Helga Helgasonar, tré- smíðameistara og trompetleikara, en hann stofnaði hljómsveitina eftir að hann kom heim frá Kaup- mannahöfn úr söngnámi. Auk þess að smíða hús gat Helgi sett saman orgel, fiðlur og harmónikur listavel og samdi hann tugi laga. Öxar við ána er eitt hans þekktasta. Innblásturinn til að stofna Lúðraþeytarafélagið fékk Helgi frá danskri sveit sem hingað kom til að flytja lög á þjóðhátíðinni árið 1874. Sex blásara þjálfaði Helgi upp og í kringum árið 1880 spil- uðu þeir á hverjum sunnudegi á Austurvelli. Síðar bættust fleiri í hópinn. Hljómsveitin var starfandi í um fjörutíu ár en breytti um nafn eftir aldamótin og hét þá Lúðraflokkur Reykjavíkur. Lúðrasveitir spruttu upp eins og gorkúlur, í Hafnar- firði, Eyrarbakka, Keflavík og víð- ar. Helgi stofnaði einnig lúðrasveit í Vestmannaeyjum þar sem hann bjó um tíma en hann lést árið 1922. n Íslendingar velkomnir í glæsihýsi Hasso, Eyjafréttir 31. ágúst 1995 Fyrsta íslenska bandið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.