Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 20
20 FÓLK - VIÐTAL 31. ágúst 2018 þess flokks, hvorki í starfi né utan starfs. „Matsalurinn á Alþingi minnti mjög á menntó, eins og klipptur út úr unglingakvikmyndinni Mean Girls. Samflokksmenn sátu saman við borð og ef maður fór yfir á borð annars flokks þá fékk maður ís­ kalt augnaráð. Sumir sátu reyndar alltaf einir, til dæmis Björn Bjarna­ son, þáverandi dómsmálaráð­ herra, sem sat alltaf einn við borð í enda salarins og sneri baki í alla.“ Andie segist ekki alltaf hafa verið sammála sínum eigin flokksmönnum í málum sem komu upp. Heilbrigðisráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson bar fram frumvarp sem meðal annars fól í sér leyfi almennra verslana til að selja nikótíntyggjó og Andie fannst það góð hugmynd að auka aðgengi að því, í ljósi þess að síga­ rettur og annað tóbak væri selt í verslunum. En flestir samflokks­ menn háns lögðust gegn þessu, annaðhvort vegna þess að til­ lagan kom frá Sjálfstæðismönnum eða vegna lýðheilsusjónarmiða. Að fólk ætti ekki að skipta um fíkn heldur hætta alfarið að neyta nikótíns. Undrandi yfir vegferð Vinstri grænna Kjörtímabilið sem Andie sat var stutt því að eftir bankahrunið árið 2008 var boðað til kosninga. Andie tók þátt í prófkjöri Vinstri grænna en fékk slæma útkomu, aðeins sjöunda sæti í Reykjavíkurkjör­ dæmi suður, sem var langt frá því að duga inn á þing. Hán segir það þó hafa verið allt í lagi, því að hug­ urinn hefði verið kominn annað. „Ég var ekki virk í prófkjörsbar­ áttunni heldur einbeitti mér að því að vinna og hafa í mig og á því að tíminn eftir hrunið var erfiður. Pólitíska virknin þurfti að víkja fyrir heimilisbókhaldinu. Ég var nánast ósýnileg í starfi flokksins í heilt ár fyrir kosningarnar árið 2009.“ Ertu enn þá í flokknum? „Já, á pappírunum að minnsta kosti. Tími minn á þingi var mjög lærdómsríkur en stjórnmálaskoð­ anir mínar hafa breyst mikið síðan þá og ég er orðin róttækari. Ég trúi ekki lengur á fulltrúalýðræðið og lít á mig sem kommúnista. En að skrá mig úr Vinstri grænum finnst mér vera of mikil yfirlýsing og ég á mjög marga vini sem eru starf­ andi innan flokksins og líkar við þá flesta,“ segir Andie og hlær. Hvað finnst þér um þá ríkis- stjórn sem nú situr? „Hún er klúður,“ segir Andie og dæsir. „Ég er ekki í innsta kjarn­ anum en mér sýnist á öllu að full­ trúum Vinstri grænna hafi þótt það mikilvægara að komast til valda en að fylgja grunngildum flokksins. Við sjáum það líka í skoðanakönnunum að flokk­ urinn er að gjalda fyrir stjórn­ arsamstarfið. Margir úr flokkn­ um hamra á því að þeir muni ná fram sumum stefnumálum sín­ um og ég efast ekki um þeirra trú. En við sjáum stefnuna verða und­ ir, til dæmis í kjaramálum þar sem almennt launafólk getur aðeins fengið fjögurra prósenta launa­ hækkun á meðan embættismenn og forstjórar eru að skammta sér ríflegar hækkanir. Þetta send­ ir skilaboð. Það er einnig hægt að tína fleira til eins og hvalveiði. Vinstri græn hafa þá stefnu að vera á móti hvalveiðum en þegja þunnu hljóði þegar Kristján Lofts­ son veiðir steypireyðar og kálf­ fullar hvalkýr. Miklir skattafslættir til ríkra og stuðningur við hernað Atlantshafsbandalagsins í Sýrlandi eru önnur mál sem mætti nefna. Ég hef þekkt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra lengi og veit að hún er viljasterk kona með mikla sannfæringu. En þegar ég sé þetta gerast þá verð ég bæði undrandi og leið. Er þetta þess virði til þess eins að vera forsætisráðherra?“ Vill byltingu á stjórnkerfinu og verkalýðsfélögunum Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika sem Andie telur upp þá telur hán að stjórnin muni lifa þetta kjör­ tímabil. Andie myndi þó vilja sjá hreina vinstristjórn taka við og sér jafnvel hinn nýja Sósíalistaflokk leika þar stórt hlutverk. „Sósíalistarnir tala beint til inn­ flytjenda og tala fyrir málum sem skipta almenning miklu máli, svo sem að gera húsnæði að mann­ réttindum og hækka laun þeirra allra verst settu. En stóru vanda­ málin verða ekki leyst með einni og einni aðgerð. Hér þarf um­ byltingu á stjórnkerfinu og nýja stjórnarskrá.“ Andie er ánægð með að sjá þann mikla áhuga og athygli sem hefur verið á verkalýðs­ mál undanfarin misseri og þær hallarbyltingar sem orðið hafa í stjórnum félaganna. En hán tel­ ur hins vegar að vandi verkalýðs­ hreyfingarinnar risti djúpt og ekki nægilegt að skipta um stjórnir. „Félögunum ætti ekki að vera skipt eftir menntun eða störfum heldur ættu heilu vinnustaðirnir að vera undir sama hatti. Tökum spítalana sem dæmi, þar höfum við lækna, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, skúringafólk og matreiðslufólk sem starfar allt í heilbrigðisgeiranum en er samt í hinum og þessum verkalýðsfé­ lögum. Hagsmunir þeirra rekast því á og samstaðan er engin. Þetta er leið auðvaldsins til þess að fá launafólk upp á móti hvert öðru.“ Útlendingastofnun lömuð Útlendingamál og málefni hælis­ leitenda hafa verið mikið í um­ ræðunni hér á landi þó að deilurn­ ar um málaflokkinn hafi ekki farið jafn hátt og í nágrannalöndum okkar vestra og eystra. Upp hafa komið mál þar sem fólk hefur ver­ ið sent úr landi, jafnvel með börn og um miðjar nætur með lögreglu­ valdi, sem hefur valdið töluverðri úlfúð. Andie hefur skrifað um þessi mál og hefur á þeim sterkar skoðanir. „Útlendingastofnun er lömuð stofnun og ég tel að það þurfi ein­ faldlega að loka henni. Þarna er mannekla, fjárskortur og starfs­ fólkið hefur ekki orku eða vilja til að sinna þessum málum eins og það ætti að vera að gera. Þarna inni eru gerð ótal hroðvirknisleg Gefur þetta EXTRA Frábært á kjúklingin S. 452 4272 - vilko@vilko.is - Húnabraut 33 - 540 Blönduósi „Ég þurfti að safna kjarki til að gera þetta og bjóst við því allra versta. Ég klæddi mig í pilsið, sokkabux- ur og kvenlegan topp og arkaði niður í bæ … og öllum var skítsama.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.