Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Qupperneq 57
5731. ágúst 2018 MENNING Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Gerið gæða- og verðsamanbuð Þekktustu dýr Íslandssögunnar – manst þú eftir þeim? Hinn blíði Bongó Söngkonan Elly Vilhjálms er allflestum Íslendingum kunnug vegna einstakrar söngraddar og bræðandi persónuleika. Í ævisögu hennar greinir hún frá apa sem hún átti og náði að smygla til landsins. Apinn hlaut nafnið Bongó og varð seinna meir mjög frægur í Blómaskála Mikkelsen í Hveragerði. Árið 1958 fór Elly með vinkonu sinni til Spánar og þar ákvað hún að kaupa sér apa. Hermt er að Elly hafi ætlað að kaupa þann sem væri gáfulegastur til augnanna. Þegar kom að því að flytja Bongó heim fór ekki mikið fyrir honum í hand- tösku söngkonunnar. Bongó var búsettur hjá Elly í Vesturbænum í nokkra mánuði áður en ljóst var að hann var ekki húsum hæfur. Árið 1978 hvarf hann á brott og er þá talið að hann hafi endað á uppboði hjá tollstjór- anum í Reykjavík. Seinna meir lá leið hans í Eden í Hveragerði og varð þar allur, en frægðarsól Bongós settist ekki þar í ljósi þess að hann var þá uppstoppaður og öllum til sýnis um árabil. Ómetanlegt framlag Kynbótahesturinn Orri var heygður í fæðingarstað sínum Þúfu, þar sem segja má að hann hafi alla tíð átt lögheimili og var hann þar alla tíð, fyrir utan fyrstu fimm ár ævi sinnar. Óhætt er að segja að Orri frá Þúfu hafi vakið mikla lukku og skilaði ómetanlegu framlagi til eigenda sinna og hrossarækt- arinnar eins og hún leggur sig. Yfir 1.300 afkvæmi voru skráð undan hestinum og skilaði hann 25 fylfullum hryssum inn í veturinn áður en hann var felldur. Orri var þá orðinn 28 vetra gamall en var hann allur árið 2014. Veturinn áður hafði hann lent í slysi og tóku liðverkir í hálsinum á honum sinn toll. Þrefaldur Íslandsmeistari Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, en af mörgum af- kvæmum Orra frá Þúfu hefur stóðhesturinn Suðri frá Holtsmúla náð hvað bestum árangri. Hann sló fyrst í gegn á stóðhestasýningu í Ölfushöll, þá fjögurra vetra. Hljóp þá um salinn án knapa og bræddi hjörtu margra. Hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í fjórgangi hjá hinum reynda knapa Olil Amble, sem þjálfaði hann um nokkurra ára skeið. Suðri heillaði dómara um allan hnöttinn á heimsmeistaramótum. Suðri er með 237 skráð afkvæmi, þar af níu með fyrstu verðlaun og sex til viðbótar með 7,80 í kynbótadómi og hærra. Virkir í athugasemdum Stóra Lúkasarmálið á rætur sínar að rekja til Bíladaga árið 2007. Þá týndist hundurinn Lúkas og fóru á kreik sögusagn- ir um að hópur drengja hefði sett hann í íþróttatösku og sparkað úr honum lífið. Málið vakti mikla at hygli og óhug og var mikið skrifað um hið meinta hunds dráp á spjall- og blogg síðum. Einn meintra gerenda var nafngreindur á veraldarvefnum og bárust honum alvarlegar líflátshótanir í kjölfarið. Sögusagnirnar reyndust allar rangar því Lúkas skilaði sér síðar heill á húfi. Glymur hinna neikvæðu radda hafði verið til einskis annars en að varpa ljósi á skapgerð þeirra sem létu ljót orð falla. Níðþungur og stórglæsilegur Merkisnautið Guttormur var engin smásmíði og fangaði athygli landsmanna með sláandi stærð sinni. Gripurinn vó heil 942 kíló á seinni árum en bar þyngdina vel og þótti nokkuð geðgóður. Guttorm- ur var orðinn þrettán vetra þegar ákveðið var að fella hann árið 2005 en aldurinn þykir nokkuð hár þegar um nautgrip er að ræða. Hann var gigtveikur og stirður en seinni hluta ævi sinnar eyddi Guttormur í Húsdýragarðinum þar sem hann var afar vinsæll meðal yngri kyn- slóðarinnar sem hafði aldrei barið jafn stóran nautgrip augum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.