Fréttablaðið - 08.12.2018, Side 2

Fréttablaðið - 08.12.2018, Side 2
Veður NA-læg átt á landinu, víða 5-13 m/s. Dálítil él á víð og dreif og frost um mest allt land, síst við S-ströndina. sjá síðu 54 Frakki 29.990 kr. Svellkaldur jólafílingur Undir stjörnuljósum og sindrandi jólaseríunum renndu þessar skautadrottning- ar sér á Nova-svellinu á Ingólfstorgi í gærkvöldi. Mörgum þykir þetta ómissandi liður í aðdraganda jólanna og gefa miðbæjarlífinu lit. Fréttablaðið/Eyþór RitstöRf „Ég er í fimmta og sjötta sæti með mínar tvær bækur og hún Ísabella mín var að gefa út sína fyrstu bók enda aðeins 11 ára. Hún er líka á topp 10 listanum,“ segir Huginn Þór Grétarsson, ritstjóri útgáfufélagsins Óðinsauga ásamt því að vera rithöfundur sjálfur. Bók Ísabellu, Slím, fjallar um og birtir uppskriftir af slímum sem hafa verið einstaklega vinsæl meðal ungmenna að undanförnu. Bókin læddist í tíunda sæti í flokki fræði- og handbókalista barna og ungmenna fyrir vikuna en bækur Hugins, 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar og Brandarar og gátur 3 sitja sem fyrr segir í fimmta og sjötta sæti. Stórstjörnurnar Steindi, Vísinda- Villi og Gummi Ben eru í fyrstu þremur sætunum. Huginn hefur skrifað barnabækur í rúman áratug og segir að Ísabella, sem er einnig í hand- og fótbolta, leiklist auk þess að gefa út bók, hafi greinilega smit- ast af sköpunarkraftinum sem fylgir bókabransanum. „Hennar bók er uppseld á lager. Ég er í alveg meiriháttar vand- ræðum og maður er að hugsa um að setja hana í endurprentun,“ segir hann stoltur af dóttur sinni. „Það er rétt hægt að ímynda sér hvað maður er stoltur af þeirri stuttu.“ „Vinkvennahópurinn er á fullu í þessum slímbransa, skoða upp- skriftir og fleira og ég held að hún hafi byrjað að skrifa á blað einhverj- ar uppskriftir. Áður var hún að spá í að gera boozt-bók með uppskriftum að góðum drykkjum. Slímið er svo ofboðslega vinsælt en hún er að fara með þetta aðeins lengra en venjulegur neytandi og hefur sökkt sér ofan í myndbönd og fleira. Við byrjuðum að vinna þetta saman og byrjuðum á eldhús- borðinu. Ég kom með í þetta ferðalag og horfði á hana taka þetta skref fyrir skref og hjálpaði henni að gera þetta með skipulögðum hætti. Hugsa hvernig væri hægt að byggja þetta upp. Ég stóð bara yfir henni meðan hún tók sín skref. Það eru skýrar leiðbeiningar sem eru í þessu og mér finnst þetta vel upp sett hjá henni.“ benediktboas@frettabladid.is Feðgin á topplista með barnabækur fyrir jólin Feðginin Huginn Þór Grétarsson og Ísabella Sól planta sér á topp 10 lista fræði- og handbókalista barna og ungmenna. Huginn segir stúlkuna efnilegan rithöf- und sem hafi lært af föður sínum og sköpunargleðinni í bókabransanum. Huginn með sína bók og Ísabella með slímbókina sem er uppseld af lag- ernum og því er pabbinn að spá í að henda í endurprentun. Fréttablaðið/Eyþór Viðskipti Samherji hefur óskað eftir hluthafafundi í Högum. Stjórn félagsins stefnir á að koma saman á næstu dögum og boða formlega til hluthafafundar. Samherji er skráður fyrir 5,1 pró- sents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar. Samanlögð eign Samherja þegar til nýtingar samninga kemur verður því 9,22 prósent. Talið er að nýir eigendur vilji skipta út stjórn Haga. Sem stendur eiga félög í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga tæp 20 pró- sent í Högum. Heimildir herma að bæði Samherji og Ingibjörg Stefanía ætli að tefla fram stjórnar- mönnum. – ósk Átök í Högum þorsteinn Már bald- vinsson, Samherja. Hennar bók er uppseld á lager. Ég er í alveg meiriháttar vand- ræðum og maður er að hugsa um setja hana í endurprent- un. Huginn Þór Grétarsson sjáVARÚtVEGuR „Ég er hissa á þessum dómi Hæstaréttar því héraðsdómur var búinn að taka mjög afdráttarlaust á málinu,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglu- gerð um úthlutun makrílkvóta frá 2010 stæðist ekki lög. Þá var ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart Ísfélagi Vestmannaeyja og Hugin þar sem félögin hefðu fengið úthlutað minni kvóta en þeim bæri samkvæmt lögum. „Að mínu mati var ekki sú veiðireynsla fyrir hendi sem réttlætti að örfá skip fengju allan framtíðarmakríl í lögsögunni,“ segir Jón. – sar Hissa á dómi Myndir af jólastemmingu um allan heim er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS ALÞiNGi Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fara í tveggja mán- aða launalaust leyfi eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöld. Kona tilkynnti nefndinni um óviðeigandi framkomu Ágústs Ólafs gagnvart sér. Þau höfðu hist á bar í sumar og farið saman á vinnu- stað konunnar. Þar nálgaðist Ágúst Ólafur konuna tvívegis óumbeðið og vildi kyssa hana. Þegar konan neitaði lét hann mjög særandi orð falla í garð hennar. Ágúst segist hafa hitt konuna síðar og beðist innilegrar afsök- unar og viðurkennir að hafa orðið sér til skammar. Hann segist una niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar og hyggst leita sér faglegrar aðstoðar vegna framkomu sinnar. – sar Ágúst Ólafur í leyfi frá þinginu Ágúst ólafur Ágústsson 8 . d E s E m b E R 2 0 1 8 L A u G A R d A G u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -6 6 D 0 2 1 A F -6 5 9 4 2 1 A F -6 4 5 8 2 1 A F -6 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.