Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 6
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
Náttsloppur 2.490 kr
St. 80-110
2.990 kr
St. 116-152
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl.
JÓLIN ERU
HJÁ OKKUR...
.........................................
www.bjornsbakari.is
GRÆNLAND Nýtt ungdómsráð í
Kujalleq á Grænlandi leggur til
að sett verði á laggirnar sérstakt
athvarf fyrir börn í öllum bæjum og
byggðum Suður-Grænlands þar sem
þau geti leitað skjóls þegar órói er á
heimilum þeirra.
Á vef grænlenska útvarpsins er
haft eftir fulltrúa ráðsins að sum
börn séu hjá foreldrunum þegar
þeir detta í það á útborgunardög-
um. Það komi niður á börnunum.
Foreldrarnir reyni að gæta barna
sinna en þeir séu ekki alltaf færir
um það. – ibs
Vilja athvarf
fyrir börnin
SAmféLAG Komur á sjúkrahúsið Vog
hafa verið 2.141 það sem af er ári.
Þar af hafa 1.637 lagst inn, einhverjir
þeirra oftar enn einu sinni. Þetta
kemur fram í frétt á vefsíðu SÁÁ.
Stór hluti þeirra sem þáðu meðferð
á Vogi á árinu hafa áður verið þar
í meðferð, en 600 nýir sjúklingar
komu til meðferðar á árinu, frá
öllum landshlutum.
Í fréttinni kemur einnig fram að
60 prósent skjólstæðinga SÁÁ eru 39
ára og yngri og að þriðjungur skjól-
stæðinga samtakanna eru konur. Í
fréttinni kemur einnig fram að 631
er á biðlista eftir meðferð á Vogi. – aá
Meirihluti sjúklinga
á Vogi undir fertugu
Sjúkrahúsið Vogur er rekið af SÁÁ. Fréttablaðið/ErNir
StjóRNSýSLA Rangárþing ytra ætlar
að veita einkahlutafélagi styrk í
formi vinnuframlags kynningar- og
markaðsfulltrúa bæjarins allt árið
2019. Mun hann sinna vinnu við
að auglýsa landsmót hestamanna
sem á að halda á Rangárbökkum
við Hellu árið 2020. Minnihlutinn
undrast þennan styrk og segir hann
fordæmisgefandi.
„Þess ber að geta að mekka
íslenska hestsins er nú bara í Rang-
árvallasýslu. Hér eru flest og öflug-
ustu ræktunarbúin og atvinnuhesta-
mennirnir flestir búa hér. Þannig er
það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðs-
son, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði
eftir því við sveitarstjórnina að
markaðs- og kynningarfulltrúi
sveitarfélagsins myndi vinna fyrir
einkahlutafélagið að kynningu
landsmóts. Landsmótið verður
haldið fyrstu helgina í júlí árið
2020. Tillagan, sem samþykkt var af
byggðarráði Rangárþings ytra, er að
verða við beiðninni og borga laun
fulltrúans á meðan hann vinnur
fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint
er að um 25 prósent starf sé að ræða.
„Það kom erindi til byggðarráðs
um málið. Tillagan var sú að verða
við þessu og veita þeim styrk í formi
vinnuframlags. Umræðan í byggðar-
ráðinu var á þá leið að þetta væri
þannig verkefni að það væri gott
fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á
marga bæjarbúa,“ segir Ágúst.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir,
fulltrúi minnihluta í Rangárþingi
ytra, segir málið alvarlegt. „Styrk-
beiðandi er einkahlutafélag í eigu
fyrirtækja, hestamannafélaga og
sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt
fordæmi að einkahlutafélög geti
sótt um slíka styrki á forsendum
sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi
verður samþykkt tel ég að sett
verði fordæmi sem erfitt verður að
vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við
önnur fyrirtæki sem gætu sótt um
álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur
heldur fyrir í gögnum hve umbeð-
inn styrkur er hár í krónum talið,“
er haft eftir Margréti í fundargerð
byggðarráðs.
„Einkahlutafélagið er í eigu hesta-
mannafélaga og sveitarfélaga að
stærstum hluta og það er breytt
form á landsmótum núna þar sem
heimamenn halda mótin. Þetta er
stærsti viðburður sem haldinn er á
Íslandi og okkur þykir hann mjög
mikilvægur,“ bætir Ágúst við.
sveinn@frettabladid.is
Landsmótið fær frítt
vinnuafl allt næsta ár
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir svæðið Mekka hestamennskunnar. Lands-
mót hestamanna á Hellu 2020 hlaðið skuldum. Bæjarfélagið kemur til bjargar
og veitir frían aðgang að kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019.
byggðarráð rangárþings ytra mat það sem svo að verkefnið væri gott fyrir sveitarfélagið. Fréttablaðið/aNtoN briNk
Umræðan í byggðar-
ráðinu var á þá leið
að þetta væri þannig verk-
efni að það væri
gott fyrir
sveitarfélagið
Ágúst Sigurðs-
son, sveitarstjóri
Rangárþings ytra
Foreldrar reyna að gæta
barna sinna en eru margir
hverjir ekki færir að sjá um
börnin þegar þeir fá launin.
8 . D e S e m b e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
F
-8
E
5
0
2
1
A
F
-8
D
1
4
2
1
A
F
-8
B
D
8
2
1
A
F
-8
A
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K