Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 46

Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 46
Á sýningunni kallast túlkun íslenskra myndlistar-manna úr samtímanum á við myndmál fyrri tíma og sýn mismunandi kynslóða á hið marg- slungna fyrirbæri Grýlu. Sýningar- stjórinn Arnbjörg María Danielsen segir hugmyndina hafa kviknað þegar Grýlu sem náttúruvætt bar á góma. „Gerður Pálmadóttir kom með þá hugmynd að gera Grýludag sem ætti að halda áður en jólasveinarnir koma til byggða og ég í rauninni bara greip þessa hugmynd á lofti því ég hef alltaf haft áhuga á þessari kvenmynd, tröllskessunni ógurlegu sem birtist í alls konar formum í okkar sagnaminni og í samtímanum sem samheiti fyrir alls konar óæski- legar konur, hún er algjör grýla og svo framvegis.“ Arnbjörg segir að svo virðist sem Ásgrímur Jónsson hafi verið sá fyrsti til að teikna Grýlu í upp- hafi tuttugustu aldar og að nálgun hans hafi strax slegið í gegn hjá almenningi. „Þetta eru þær myndir sem marka og sýna hvernig þessar kynjaverur birtast okkur og mér fannst áhugavert að spegla það við nútímann,“ segir hún og bætir við: „Grýla getur verið hefðbundin goðsagnapersóna eins og hún birtist okkur í þessum fígúratívu teikningum, eins og hjá Ásgrími og Brian Pilkington og aftan á Vísna- bókinni, en mér fannst svo áhuga- vert að velta fyrir mér hvað liggur á bak við. Hún er náttúrulega tröll, kvenvera með marga lesti og óæskilega kosti en að sama skapi er hún náttúruafl og mér fannst áhugavert að víxla þessum hug- myndum um þessa goðsagnaveru og tengja hana við okkar frumgoð- sagnaheim því allar þessar verur eru hluti af okkar heiðnu trúar- brögðum og náttúrutrúarbrögðum og í dag er brýnt að snúa okkur aftur að vættum sem tengja okkur við náttúruna.“ Hún segir Grýlu sannarlega vera listamönnum hugleikna og að hún hafi þurft að velja úr hundruðum mynda. „Sýningin er í anddyrinu af því að Grýla er á jaðrinum svo þetta er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur inn í húsið,“ segir hún og bætir brosandi við: „Kannski svolítið óhugnanlegt en börn hafa nú bara gott af því enda sá ég á hrekkjavökunni síðast að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim.“ Hún segir gaman að fá ólíka sýn listamannanna á þessa persónu sem allir þekkja. „Sumir sjá hana sem náttúruafl, aðrir sem mis- skilda utangarðskonu, sem minnir á lýsingu Egils Sæbjörnssonar á utangarðsfólki í verkinu Tröll. Gabríella Friðriksdóttir sér hana sem fyrstu hugmyndina um sterka konu síðan Gullveig kemur inn á sviðið í Völuspá. Þá er líka mjög skemmtileg samlíking hjá Stein- grími Eyfjörð þar sem hann veltir fyrir sér hinum algera ljótleika Grýlu í samhengi við hina algeru fegurð Venusar og í framhaldi af því skoðar hann hugmyndir um vestræna fegurðardýrkun. Anna Rún Tryggvadóttir talar svo um Grýlu sem áminningu um hið ófyrirsjáanlega og stjórnlausa. Þetta eru allt mjög skemmtilegar pælingar.“ Arnbjörg vonast til þess að Grýludagurinn verði að fasta á jólaföstunni. „Ein hugmyndin sem Gerður kom með var að kynna Grýlu til sögunnar í nýju hlutverki sem boðbera náttúrunnar, ófrýni- legt tröll sem skipar fólki að taka til og flokka rusl. Grýludagurinn gæti til dæmis verið laugardaginn áður en jólasveinarnir koma til byggða 12. desember og þá verði allir krakkar að vera duglegir að taka til og flokka rusl því annars fá þeir ekkert í skólinn.“ Sýningin Ég er Grýla verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, sunnu- dag, klukkan 15 en allar nánari upp- lýsingar má finna á vef Norræna hússins, www.nordichouse.is. Grýla er birtingarmynd náttúrunnar Öldum saman hefur Grýla verið mesta áhrifakona landsins og fengið fjölda barna til að hegða sér vel. Henni verður fagnað í Norræna húsinu á sunnudaginn. Arnbjörg María Danielsen sýningarstjóri sýningarinnar Ég er Grýla í Norræna húsinu. MYND/ ANTON BRINK Jólasveinninn kemur í Lindex í Smáralind í dag og geta gestir og gangandi fengið mynd af sér með sveinka. Hægt verður að lita jólakort í föndurhorninu og krakka-karíókí verður í boði með þeim Þórunni Antoníu og Dóru Júlíu. Einnig mun starfsfólk UNI- CEF bjóða börnum og fullorðnum upp á skemmtilega fræðslu og sýna hvernig hjálpargögn keypt á Íslandi geta nýst börnum í neyð. UNICEF á Íslandi og Lindex hafa verið samstarfsaðilar til fjölda ára. Samstarfið hefur í heildina skilað 25 milljónum fyrir börn um allan heim, meðal annars í gegnum sölu á Sönnum gjöfum í öllum versl- unum Lindex fyrir jólin. Öll börn eiga rétt á menntun Sannar gjafir eru hjálpargögn sem bæta líf barna um allan heim. Í verslunum Lindex eru hjálpargögn á borð við hlý teppi, vatnshreinsi- töflur, vítamínbætt jarðhnetu- mauk og ormalyf til sölu sem falleg jólakort. Íslensku jólasveinarnir prýða kortin, en þeir stilltu sér allir upp með sín uppáhaldshjálpar- gögn og Brian Pilkington teiknaði þá. UNICEF mun síðan sjá til þess að koma hjálpargögnunum til þeirra barna sem á þurfa að halda. „Öll börn, stór og smá, eiga rétt á að fara í skóla,“ sagði Stúfur sem valdi námsgögn sem sín uppá- haldshjálpargögn. Stúfur vonast til að viðskiptavinir Lindex muni hjálpa honum að útvega námsgögn þannig að börn sem búa við erfiðar aðstæður geti haldið áfram að læra. „Það var mikil gleði og gaman á UNICEF deginum í fyrra og við vonumst til þess að fólk sem á leið í Smáralind kíki við og fræðist um það hvernig hægt er að hjálpa börnum í neyð um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, verkefna- stýra hjá UNICEF á Íslandi. „Okkur þykir mjög vænt um þetta sam- starf og erum viðskiptavinum og starfsfólki Lindex ævinlega þákklát fyrir að hjálpa okkur að útvega hjálpargögn fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður,“ segir Ingibjörg enn fremur. Viðskiptavinir Lindex hafa tekið mjög vel í jólaátakið síðustu ár og hafa yfir 6.000 Sannar gjafir selst hjá Lindex frá upphafi sem UNICEF hefur notað í þágu barna þar sem þörfin er mest. Jafngildir það um 1,5 milljónum skammta af ormalyfjum eða 400 skólum í kassa, til þess að börn sem búa í flóttamannabúðum geti haldið áfram námi. Að auki hafa Lindex á Íslandi og UNICEF starfað saman að öðrum verkefnum í gegnum tíðina eins og uppbyggingu menntastarfs í Burkína Fasó, stuðningi við Dag rauða nefsins, neyðarviðbrögðum við náttúruhamförum og sérstök- um barnafatalínum tileinkuðum baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum. „Samstarf okkar við UNICEF hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsverkefnum sem við látum okkur varða hjá Lindex og erum sérlega stolt og ánægð að þessi jól munum við í krafti okkar frábæru viðskiptavina sækja fast að 30 milljóna króna markinu í baráttunni fyrir bættum hag barna í heiminum,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi. Jólakortin verða til sölu á laugardaginn en einnig er hægt að kaupa Sannar gjafir í vef- verslun UNICEF og vefverslun lindex.is. Barnadagur UNICEF í Lindex UNICEF dagurinn verður í verslun Lindex í Smáralind frá klukkan 13-16 í dag. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í fyrra og heppnaðist frábærlega þannig að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. Margt verður um að vera í versluninni. UNICEF dagurinn verður í verslun Lindex í Smáralind frá kl 13-16 í dag. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -C 4 A 0 2 1 A F -C 3 6 4 2 1 A F -C 2 2 8 2 1 A F -C 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.