Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 82
L jósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenn-ingu. Þann 21. desem ber
heldur hann fögnuð í Núllinu, sem
er nýtt sýningarrými í Bankastræti
0 á móti Pönksafninu, og gefur út
bók sem ljósmyndir úr lífi unglings-
stráka prýða, Juvenile Bliss. Bókin
verður gefin út af Grazie Press og
að auki mun frönsk útgáfa, Classic
Paris, selja bókina í Frakklandi og
Bandaríkjunum.
„Þetta eru strákar sem lifa ekki
alveg eftir hefðbundnum gildum,“
segir Þórsteinn. Þetta er önnur ljós-
myndabókin sem hann gefur út á
árinu. Fyrri bók hans, Container
Society, vakti verðskuldaða athygli.
Í henni fjallaði hann um líf tveggja
manna sem búa í gámum úti á
Granda í Reykjavík: Úrræði Reykja-
víkurborgar fyrir heimilislaust fólk
sem stríðir við fíknivanda.
Ljósmyndirnar í bókinni Juv enile
Bliss eru teknar á löngu tímabili.
Eða frá árinu 2006 til 2017. „Mynd-
irnar gefa innsýn í daglegt líf tveggja
kynslóða af unglingsstrákahópum
í Reykjavík. Þær sýna ákveðna teg-
und af hópum. Bretta- og graffst-
ráka sem flokkast undir jaðarhópa.
Það er mikil orka í gangi,“ segir Þór-
steinn.
Hann segir breyttan tíðaranda
endurspeglast í myndunum en þó
sé eitthvað óáþreifanlegt sem hald-
ist eins.
„Myndirnar eru ótrúlega mis-
munandi enda teknar á löngum
tíma, eða á 12 árum. Það var ótrú-
lega erfitt að setja þetta verk saman
vegna þess hversu mismunandi
myndirnar eru. En það sem kemur
svo skemmtilega á óvart er hversu
mikil líkindi eru með þessum
tveimur hópum. Það er sama orkan
í gangi,“ segir Þórsteinn.
Skráði líf sitt og vina sinna
Myndirnar sem Þórsteinn tók fyrir
rúmum áratug eru af vinum hans.
En nýrri myndirnar eru af hóp
stráka sem hann kynntist árið 2017.
„Ég í raun skráði líf mitt og vina
minna þegar við vorum unglingar.
Ég var alltaf með myndavélina og
stanslaust að taka myndir af því
sem við vorum að gera. Seinni
hópurinn var aðeins meira krefj-
andi því þeir eru talsvert yngri en
ég svo ég kem inn sem ljósmyndari
í þann hóp. Ég þurfti að koma oft og
stoppa stutt og já í raun fylgjast með
í ákveðið langan tíma. En við tölum
sama tungumálið svo þetta var allt
mjög áreynslulaust og skemmti-
legt,“ segir Þórsteinn.
Myndirnar eru kraftmiklar. Það er
svolítið pönk í þeim?
„Já, það er mikið pönk í þessum
myndum, þetta eru strákar sem lifa
kannski ekki alveg eftir hefðbundn-
um gildum og eiga kannski margir
hverjir erfitt með nám og fá þá útrás
og uppreisn í einhverju öðru,“ segir
Þórsteinn.
Hann segir vinnuferlið hafa
stundum verið krefjandi. Á meðan
hann skannaði inn gamlar myndir
frá unglingsárum sínum helltust
yfir hann gamlar tilfinningar.
„Erfiðasta ferlið var í raun að fara
yfir allt gamla efnið sem var í mis-
góðu ástandi. Skanna inn gamlar
filmur og fá fullt af gömlum til-
finningum yfir mig. Það var mikil
vinna að púsla þessu öllu saman í
bókaform. Ferlið við að ljósmynda
þetta er eins og kemur fram mjög
langt svo það hefur verið alls konar
Tókst á við fíknina
og ferillinn fór á flug
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Þórsteinn segir breyttan tíðaranda endurspeglast í ljósmyndunum en þó sé eitthvað óáþreifanlegt sem haldist eins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
ÉG ER GREINDUR MEÐ
ADHD OG LESBLINDU OG
HEF ALLTAF ÁTT MJÖG
ERFITT MEÐ BÓKLEGT
NÁM. ÉG ÚTSKRIFAÐIST
ÚR HLÍÐASKÓLA OG FÓR
ÞAÐAN Í MENNTASKÓLANN
VIÐ HAMRAHLÍÐ.
Ljósmyndaranum Þórsteini Sigurðssyni tókst ekki að fóta sig í skólakerfinu. Hann flosnaði
upp úr menntaskóla og hefur glímt við fíknivanda frá því hann var unglingur. Þórsteinn náði
loks stjórn á vandanum eftir innlögn á fíknigeðdeild Landspítalans árið 2015. Hann fékk inn-
göngu í Ljósmyndaskólann ári síðar og hefur vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar.
í gangi en það var auðvitað meira
krefjandi að mynda nýju kyn-
slóðina,“ segir Þórsteinn sem segist
þakklátur fyrir það traust sem ungt
fólk sýndi honum. „Traust er alltaf
regla númer eitt hjá mér. Án trausts,
þá er ekkert til að byggja ofan á.
Bara svona eins og í öllu öðru. Ég er
líka almennt þakklátur því trausti
sem fólk er að sýna mér því ég held
að það sé ekkert sérlega þægilegt
að láta mynda sig svona í bak og
fyrir vitandi að myndin gæti endað
í bók.“
Geri það sem hjartað segir mér
Heldur þú að þú veljir myndefnið út
frá þér? Hver þú ert og saga þín er?
„Mér finnst mjög mikilvægt að
verkefnin mín tengist mér á ein-
hvern átt og allt sem ég hef gert
hingað til hefur verið á einhvern
hátt hluti af mér, minni fortíð eða
minni upplifun af því sem er í gangi
hverju sinni. Það þarf að vera ein-
hver vinkill sem snertir mig tilfinn-
ingalega svo að ég hafi hreinlega
úthald og vilja til að leggja í alla
vinnuna sem fer í að skapa svona
seríur. Fyrir mig skiptir það öllu
máli að ég hafi einhverja tengingu
við viðfangsefnið, það gerir þetta á
einhvern hátt miklu sannara fyrir
vikið og ég held að það hjálpi líka
mikið að þekkja til þegar kemur að
lífsstíl og viðhorfi fólks,“ segir hann.
Þórsteinn ætlaði sér aldrei að
verða ljósmyndari og sá ekki mögu-
leika sína þegar hann var unglingur.
Honum gekk illa í skóla og segir
sjálfsmyndina hafa verið brotna
eftir að hafa reynt að þrauka í bók-
legu námi.
„Ég ætlaði mér aldrei að verða
ljósmyndari þegar ég var barn en
þegar óvenjulegir hlutir fóru að
gerast í kringum mig, þá tók ég upp
myndavél, það er ekkert flóknara
en það. Svo hefur þetta bara fengið
að dafna og þroskast á sinn hátt. Ég
er ekkert að reyna að stjórna þessu
hjá mér, ég vil bara hafa gaman af
lífinu og gera það sem hjartað segir
mér að gera.
Ég var týpískur fótboltastrákur
þegar ég var lítill og ætlaði alltaf
8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
F
-E
C
2
0
2
1
A
F
-E
A
E
4
2
1
A
F
-E
9
A
8
2
1
A
F
-E
8
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K