Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2018, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 08.12.2018, Qupperneq 90
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Við vorum  fyrsti karlakór landsins til að halda tón-leika á aðventunni. Það varð að hefð og síðustu 25 árin höfum við haldið þá í Hallgrímskirkju,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Hann segir lögin á efnisskránni að mestu tengjast aðvent- unni og jólunum en inn á milli séu verk með trúarlegum texta sem sungin eru í kirkjum á hátíðatónleikum. „Við höfum alltaf nýtt og nýtt efni fram að færa.  Hún er að syngja með okkur núna í fyrsta skipti hún Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó- sópran.  Lögin sem hún  tekur eru  tvær Ave Maríur, önnur eftir Sigvalda Kalda- lóns og  hin  eftir Gomez, sem kórinn tekur undir í. Eitt verk er eftir Cezar Frank og svo syngur hún Helga nótt og Nóttin var sú ágæt ein. Tónleikagestir fá textablöð og syngja með í einu lagi, Guðs kristni í heimi. Fólki finnst gott að rétta úr sér og taka þátt.“  Friðrik kynnir einnig með stolti hljóð- færaleikarana sem koma fram,  þeir eru organistinn Lenka Mátéová, trompet- leikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Guð- mundur Hafsteinsson og Eggert Pálsson pákuleikari. Sjálfur er Friðrik farsæll og sjóaður stjórnandi. Hann  byrjaði með kórinn árið 1989 og á því þrjátíu ára starfs afmæli á næsta ári. Hann segir þátttöku í kórnum alltaf góða og aðsókn mikla á haustin hjá mönnum sem vilja komast inn. „Þeir þurfa að gangast undir próf og standast það ekki alveg allir en  yfirleitt gengur vel  því menn koma undirbúnir,“ segir hann. „Ætli við séum ekki um 80 talsins núna?“ Þrennir tónleikar verða nú um helgina. Í dag  klukkan 17 og á  morgun, sunnu- dag, klukkan 17 og 20. Friðrik segir ekki bara aðventusöng kórsins árvissan heldur sé það líka hefð hjá mörgum að hlusta á hann. „Fólki finnst svo hátíðlegt að koma í Hallgrímskirkju. Sumt af því er í miðbæn- um að kíkja í búðir fyrir jólin og kemur svo inn í kirkjuna og hlýðir á kórinn í einn og hálfan tíma, fyllist hátíðleika og helgi og fer út endurnært. Það er líka mikil hátíð fyrir kórfélaga að taka þátt í þessu verkefni í hákirkju Íslands.“ gun@frettabladid.is Hátíðlegt í hákirkjunni Karlakór Reykjavíkur viðheldur 25 ára hefð með því að efna til aðventutónleika í Hall- grímskirkju. Söngur hans ómar þar síðdegis í dag og aftur á morgun, ásamt mezzósópran. Karlakór Reykjavíkur á lokaæfingu fyrir aðventutónleikana og Sigríður Ósk í forgrunni. FRéttablaðið/EyþÓR ÁRnaSon Anna Kristjana Helgadóttir hlaut í gær titilinn Ungskáld Akureyrar 2018 þegar úrslit í ritlistarsam- keppninni Ungskáld 2018 voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Amtsbókasafninu. Hún er sautján ára nemandi í Verk- menntaskóla Akureyrar. Alls bárust 82 verk í keppnina, tvö- falt fleiri en í fyrra. Keppnin er hin eina sinnar tegundar á landinu og er ætlað að efla ritlistaráhuga og færni. Fólki á aldrinum 16 til 25 ára á Eyþingssvæðinu gafst kostur á að senda inn texta og eina skilyrðið var að þeir væru á íslensku. Þrjú bestu verkin, að áliti þriggja manna dómnefndar, hlutu peningaverðlaun. Þriðja besta verkið var valið Dagur á veginum eftir Söndru Marín Kristínar- dóttur og verðlaun fyrir það voru 20 þúsund en Anna Kristjana varð líka í öðru sæti svo samtals halaði hún inn 80 þúsund, fimmtíu fyrir 1. verðlaunaljóðið Án titils og þrjátíu fyrir örsöguna Tæki- færin sem hafnaði í öðru sæti. Skyldu úrslitin hafa komið henni á óvart? „Já, eiginlega. Ég var reyndar í þriðja sæti á síðasta ári svo ég vissi að ég ætti mögu- leika. Núna sendi ég inn fimm verk, tvö ljóð og þrjár örsögur.“ Spurð hvort andinn sé alltaf yfir henni svarar Anna Kristjana því að hún hafi verið að skrifa sögur og ljóð síðan í 6. bekk. „Þegar ég sest niður og byrja þá kemur alltaf eitthvað.“ Stefnir þú að því að verða rithöf- undur? „Ég veit það nú ekki,“ segir hún yfir- veguð. „En ég dunda mér af og til við að skrifa mér til skemmtunar og hugsa að ég haldi því eitthvað áfram.“ gun@frettabladid.is Ungskáld Akureyrar 2018 valið Kristín Árnadóttir, Hrönn björgvinsdóttir, tinna Sif Kristínardóttir, anna Kristjana Helgadóttir og þórarinn torfason. Kristín, Hrönn og þórarinn voru í dómnefnd. Án titils Að skrifa er öruggara en að tala Því penninn stamar ekki eins og röddin gerir Orð festast í hálsi en ekki á fingur- gómum Ég get ekki hrasað um hvít línu- strikuð blöð Eins og ég myndi gera með orðum Ég þarf ekki að mana mig upp í að skrifa Þegar ég sit ein í myrkinu En þegar ég stend ein, umkringd fólki Þá sjá mig allir, það sjá allir hvað ég geri Hvernig ég stend, hvernig ég tala, hvernig ég er Það sjá mig allir Ég skrifa Af því að skrift er einföld og örugg Og enginn getur sagt til um Hvort ég gráti eða hlæi Þegar ég skrifa þessi orð 10.11.18 Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Guðmundur Guðbjörnsson húsasmíðameistari, Víðigrund 29, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 4. desember. Útför fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 13.00. Guðbjörn Guðmundsson Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Hrund Guðmundsdóttir Ólafur Erlingur Ólafsson systkini og barnabörn. 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r50 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A F -7 0 B 0 2 1 A F -6 F 7 4 2 1 A F -6 E 3 8 2 1 A F -6 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.