Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 100

Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 100
Save 50-70% on Dental Treatment in Hungary Your Specialist in Dental Tourism Special winter oers!* *for more informations, don’t hesitate to contact us: 632 4007 info@fedaszdental.hu Ríkharður III eftir Shakespeare er jólaleikrit Borgarleikhúss- ins. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir. Skoðar verkið út frá sjónarhóli kvenna. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir Ríkharði III eftir Shakespeare, sem er jólaleikrit Borgarleik-hússins og verður frum-sýnt 29. desember. Þetta er fyrsta leiksýningin sem Brynhild- ur leikstýrir í atvinnuleikhúsi. „Þegar tilkynnt var á fundi í Borgarleikhúsinu að til stæði að Ríkharður III yrði á dagskrá næsta leikárs, þá heyrði ég ekkert eftir það. Ég svaf ekkert alla nóttina heldur las Í samtali við söguna „Mér finnst allt sem ég hef gert áður vera undirbúningur fyrir þetta verkefni og ég geng að því að því með ákveðna sýn,“ segir Brynhildur. FréttaBlaðið/Eyþór og blaðaði í gömlu efni og skrifaði,“ segir Brynhildur. Hún sóttist sam- stundis eftir því að leikstýra verkinu og var falið verkefnið. „Þetta er ekk- ert smá tækifæri. Mér finnst allt sem ég hef gert áður vera undirbúningur fyrir þetta verkefni og ég geng að því með ákveðna sýn,“ segir hún. Sjónarhóll kvenna Spurð um þessa sýn segir hún: „Ég lærði minn Shakespeare í London þegar ég gekk í Guildhall School of Music and Drama. Í Englandi er orðið upphaf alls og ég vildi gera Shake- speare-sýningu í bundnu máli þar sem bragarhættinum væri hlýtt. Við fengum Kristján Þórð Hrafnsson, sem er bragsnillingur, til að þýða verkið og hann skilaði skýrri og kraftmikilli þýðingu þar sem hann notar íslenskt afbrigði af bragarhætti Shakespeares. Shakespeare er höfundur sem skrifar um fólk fyrir fólk og sagði almúganum sögur. Þarna segir hann söguna um valdabrölt Ríkharðs. Hann ríkti ekki nema í tvö ár og sextán daga, var sem sagt kóngur í korter. Leikritið fjallar ekki um far- sæla konungstign, heldur leið Rík- harðs að krúnunni. Mín sýn er að skoða verkið út frá sjónarhóli kvennanna. Ríkharður ryður öllum úr vegi sem tilkall eiga til krúnunnar, hann myrðir og kvænir sér leið þangað og með því er að hann að meiða kvennaheiminn. Í verkinu skiptist hann á að eiga í samtali við konurnar og eigin samvisku. Allar konur sem hann hittir reynir hann að knésetja en að lokum verður þeim ljóst að þær verða að taka höndum saman. Það er ekki síst þetta sem mér finnst áhugavert við leikritið og þess vegna talar það til mín.“ Varnarskjöldur brotnar Hjörtur Jóhann Jónsson fer með hlut- verk Ríkharðs III og fimm leikkonur á aldrinum 24-83 ára eru með burðar- hlutverk í verkinu. Sólbjört Sigurðar- dóttir fer með hlutverk Elísabetar yngri, Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur lafði Önnu, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir er Elísabet drottning, Sig- rún Edda Björnsdóttir hertogafrúin, móðir Ríkharðs og Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk hinnar útlægu Mar- grétar drottningar. Leikrit Shakespeares um Ríkharð III er langt og mannmargt og Bryn- hildur og Hrafnhildur Hagalín tóku að sér að aðlaga verkið. „Markmið okkar er að allt sé skýrt,“ segir Bryn- hildur. „Í þessu verki Shakespeares, sem er eitt hans lengsta, koma fyrir tæplega 60 persónur. Þann munað getum við ekki leyft okkur í leikara- fjölda og í nútímaleikhúsi er hæpið að bjóða upp á rúmlega fimm tíma sýningu með flókna pólitíska bak- sögu. Leiðin sem við Hrafnhildur fórum var að skera út hliðarsögur sem tengjast gamalli pólitík og fylgja sögunni sem Ríkharður sjálfur knýr áfram með klækjum sínum. Við setjum samband Ríkharðs við móður sína í brennidepil, en hún er ekki góð við hann. Hann er fatlaður og var sennilega ekki fallegt, rjótt og bústið barn sem móðir hans gat sýnt öðrum, og vissulega var hann ódæll. Í lykilatriði í verkinu situr hún fyrir honum og bölvar: Þrjótur ertu’ og örlög grimm munt hljóta, með skömm mun þína aumu ævi þrjóta. Þarna finn ég að varnarskjöldur Ríkharðs brotnar og við tekur hröð hnignun. Í lokin berst Ríkharður við samvisku sína, aleinn, búinn að ýta öllum frá sér.“ Snúið upp á mannkynssöguna Ein persóna í þessu verki Shakespe- ares hefur ekki rödd en það er Elísa- bet yngri, sem er dóttir Játvarðs kóngs og Elísabetar drottningar, bróður- dóttir Ríkharðs. „Við Hrafnhildur erum í aðlögun okkar á verkinu í sam- tali við söguna og um leið er ótækt að þessi stúlka hafi ekki rödd. Hún var okkur svo hugleikin að við bjuggum til hlutverk úr henni. Það er dansar- inn Sólbjört Sigurðardóttir sem leik- ur, dansar og syngur þessa persónu. Allur hennar texti kemur frá Shake- speare en við fáum hann lánaðan frá nokkrum persónum verksins. Eftir að hafa drepið unga bræður Elísabetar yngri, prinsana í turninum, biður Ríkharður hennar og segir við móður hennar: Hafðu ekki áhyggjur af því að ég sé búinn að myrða syni þína. Dóttur þína mun ég gera að drottningu og í kviði hennar mun ég greftra börnin þín. Þaðan munu vaxa ný þegar ég barna þína fögru dóttur. Þetta er náttúrulega svo galið! Eftir fall Ríkharðs giftist Elísabet Jarlinum af Ríkmond, höfuðandstæðingi Rík- harðs, og sonur þeirra er Hinrik 8. Elísabet er því amma Elísabetar I, konu sem spratt úr þessum jarðvegi og ákvað að verða meydrottning, gifta sig ekki en þjóna landi sínu og guði. Við snúum upp á mannskyns- söguna og segjum: Karlar, ung stúlka er ekki það sem þið haldið að hún sé, hún er allt annað. Við látum Elísabetu yngri stíga fram í lokin sem hina raun- verulegu sól Jórvíkinga á vígvellinum eftir fall Ríkharðs. Það kemur í hennar hlut að mæla ótrúlega falleg lokaorð verksins um að aldrei aftur eigi að láta völd í hendur einstaklinga sem fórna landinu í þágu eigin hagsmuna. Skila- boðin eru: Sameinumst um að hætta að kjósa illmenni til valda.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is VIð Snúum upp á mannSkynSSöGuna oG SeGjum: kaRlaR, unG Stúlka eR ekkI það Sem þIð haldIð að hún Sé, hún eR allt annað. 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r60 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A F -9 3 4 0 2 1 A F -9 2 0 4 2 1 A F -9 0 C 8 2 1 A F -8 F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.