Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 104
Sigtryggur Bjarni Baldvins-son opnar í dag, laugar-daginn 8. desember, sýn-ingu í Hverfisgalleríi. Sýningin ber heitið Útvarp Mýri/Litir Kvarans. Á sýn-
ingunni eru ný olíumálverk, vatns-
litamyndir og verk unnin með
gvasslitum.
Litir Kvarans
Meðal verka á sýningunni eru tvær
myndraðir, Fjórtán bláir Kvarans og
Allir litir Kvarans og vísa titlarnir til
tilurðar verkanna. „Þetta eru mynd-
raðir sem ég geri úr litum sem mér
áskotnuðust á sínum tíma í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík, en þeir
höfðu dagað uppi í geymslum skól-
ans og verið þar í ein 30 ár. Þetta eru
gvasslitir, þekjulitir sem sá frábæri
málari Karl Kvaran átti upphaflega,“
segir Sigtryggur. „Þessir litir vöktu
athygli mína. Ástandið á þeim var
þannig að þeir voru orðnir nær
algjörlega steinrunnir, eins og upp-
döguð tröll. Það var ekki dropi af
vatni eftir í þeim. Mér rann blóðið
til skyldunnar og ákvað að gera
eins og Aladdin með lampann og
hleypa anda litanna úr túbunum.
Um er að ræða 50 liti sem ég hef á
síðustu mánuðum og árum bisað
við að leysa upp og koma þeim í það
form að hægt sé að mála með þeim.
Til þess hefur þurft bæði þolinmæði
og nokkra útsjónarsemi. Sumir lit-
anna eru að minnsta kosti 60 ára
gamlir, því fyrirtækið, Newman’s,
sem bjó þá til hætti litaframleiðslu
sinni í Sohohverfinu í London árið
1959. Þessi verk eru um tímann, en
líka vatnið, sem hefur verið megin-
straumurinn í höfundarverki mínu
á 30 ára ferli. Ég kem alltaf aftur að
vatninu á einn eða annan hátt.“
Horfir á hvert einasta strá
Aðalþema sýningarinnar er vatns-
ósa mýrin. „Ég er mjög hændur
að náttúrunni og olíumálverkin á
sýningunni eru unnin upp úr nátt-
úru Héðinsfjarðar á Tröllaskaga en
þangað sæki ég kraft, ró og viðfangs-
efni málverka minna. Á Möðruvöll-
um í Héðinsfirði hefur ekki verið
búið í hundrað ár og náttúran því
lítt snortin af manninum. Þetta er
staður sem ég fer mikið til, oft á dag
í huganum og svo dvelst ég þar tals-
vert á sumrin við náttúruskoðun,
veiðar og í leit að viðfangsefnum
fyrir verkin mín,“ segir Sigtryggur.
Hvert olíumálverk á sýningunni
var lengi í vinnslu. „Ég mála mýrar-
gróður á þann hátt að ég bý til port-
rett af hverju einasta strái, laufi
og skugga. Ég er að horfa og sjá og
uppgötva endalaust nýja hluti í ljós-
mynd sem ég tók kannski fyrir einu
og hálfu ári. Ég horfi á hvert einasta
strá og velti fyrir mér á hvaða stigi
hringrásar lífsins það er, eins og til
dæmis hvort það sé farið að gefa
eftir og þyngdaraflið sé farið að sigra
og það færist undir vatnsyfirborðið
til að verða að mold og næringu og
nýju lífi. Vinna við svona verk tekur
marga mánuði,“ segir Sigtryggur og
bætir við:
„Það er ekki að ástæðulausu að
ég kalla sýninguna Útvarp Mýri. Ég
held að ég geti sagt með nokkrum
rétti að ég sé eins og fjölmiðlamaður
að reyna að útvarpa því sem nátt-
úran vill segja okkur. Mitt hlutverk
er að setjast á rassinn í allri auð-
mýkt í mýrinni og reyna að nema
hvísl náttúrunnar og magna það
upp og skýra það. Til þess nota ég
þennan síunga, stórkostlega, 40.000
ára gamla miðil, málverkið. Þetta er
mitt útvarp, ekki alveg bein útsend-
ing en nálægt því.“
Eins og fjölmiðlamaður
Mýri 6 er meðal
olíumálverka
á sýningunni.
Vinna við verk
eins og þetta
tekur að sögn
listamannins
marga mánuði.
Á sýningu Sigtryggs eru ný olíumálverk, vatnslitamyndir og verk unnin með gvasslitum.
Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson sýnir í
Hverfisgalleríi. Þar
koma litir Karls
Kvarans nokkuð
við sögu. Sýnir
olíumálverk sem
eru unnin upp úr
náttúru Héðins-
fjarðar.
Bækur
Haustaugu
HHHH
Hannes Pétursson
Útgefandi: Opna
Fjöldi síðna: 59
Sannarlega er það bókmenntavið-
burður þegar Hannes Pétursson (f.
1931) kemur með ljóðabók, ekki síst
eftir tólf ára hlé. Nýjasta verk hans,
Haustaugu, er þess vegna „hvalreki
öllum þeim sem unna ljóðlist og
íslenskri tungu“ eins og segir rétti-
lega aftan á bókarápu.
Hannes er ástsælt og verðlaunað
skáld sem frá árinu 1955 hefur gefið
út fimmtán frumsamdar ljóðabæk-
ur auk fræðibóka, smásagna, ferða-
þátta og ljóðaþýðinga. Meðal viður-
kenninga sem honum hafa hlotnast
eru Íslensku bókmenntaverðlaunin
sem hann hlaut fyrir ljóðabókina
Eldhyl 1993.
Ljóð Hannesar eru hógvær í fram-
setningu, myndrík
og laus í formi. Ekki
verður sagt að þau
séu óbundin, því
stuðlasetning, vísir
að innrími og hátt-
bundin hrynjandi
eru sjaldnast langt
undan. Í þess-
ari bók eins og
jafnan áður talar
ljóðmælandinn í
trúnaði til lesanda
síns, hóglega og
hæglega. Opnar
fyrir honum hug-
skot sitt og brjóst,
leiðir hann þar
inn á lendur hug-
renninga sinna, minninga og til-
finninga.
Eins og titill bókarinnar gefur til
kynna er haust í lífi skáldsins. Ljóð-
mælandinn lítur yfir farinn veg og
fram á veg komandi kynslóða um
leið og hann býr sig undir eigin ævi-
lok. Hann blessar gengnar slóðir og
þakkar lifuð ár –
ekki laus við ugg
um framtíð jarðar-
barna.
Hannes Péturs-
son er þekktur
fyrir að slá þjóð-
legan tón í ljóða-
gerð sinni. Hefðir,
sagnir og menn-
ingararfur vaka ein-
att í ljóðmálinu og
stundum má greina
h e i m s p e k i l e g a n
undirtón. Í þessari
ljóðabók fer minna
fyrir vísunum til
þjóðmenningar en
oft áður. Umhyggja
fyrir menningunni, tungunni,
landinu og náttúrunni leynir sér þó
ekki. Í ljóðinu Spurnir, lagðar fyrir
vindana, vill hann efla herhvöt fyrir
tungumálið:
Herjötnar tungunnar
hvasseygir, langsýnir, vökulir.
Sárt sakna ég þeirra. (10)
Í mörgum ljóðanna er kallað eftir
árvekni og alúð fyrir umhverfinu, og
varað við tortímandi afleiðingum
mannlegrar breytni og hroka. Þó er
enginn prédikunartónn. Ljóðið Úr
þulu næturgolunnar birtir geigvæn-
lega framtíðarsýn. Þar andar nætur-
golan skilaboðum sínum „gegnum
opinn haustgluggann – og ég læt
sem ég sofi“ (57) líkt og segja má um
mannkyn allt.
Þrátt fyrir beyg og feigðargrun
er kyrrð í ljóðum þessarar bókar.
Sátt, jafnvel vísir að raunsæislegri
uppgjöf manns sem reynslan hefur
sorfið:
...
ég, hinn efagjarni
sá sem ungur treysti
alhugað
dýrð ljómans yfir fjárhirðunum
og leiðsögn stjörnunnar háu
er nú alls kostar
undir það búinn
að mölflugur geri sér hreiður
í helgum fyrirheitum. (58)
Samtímis skynjar lesandinn
glöggt – í ljóðum á borð við Stakar
stundir hjá gröfum, Á þessum kyrru
dægrum og Samfylgd – tregablandið
þakklæti fyrir gjafir lífsins:
Og vinarhugur er sem gras
gróandi gras, döggvað
undir ungum iljum. (34)
Þrátt fyrir haust og húmtilfinn-
ingu skáldsins, sem birtist í titli
bókarinnar, er einhver sólbjört feg-
urð í anda ljóðanna. Því þó að laufin
falli og hágróskan sé á niðurleið eins
og segir á einum stað þá ...
... situr einhvers staðar
innra með mér
lengst, lengst innra með mér
söngfugl í björtum vorskógi ... (35)
Ætli það sé ekki sá söngur sem
lesandinn skynjar og ljóðin sjálf
vorskógurinn þaðan sem ómurinn
berst, þó að heiti bókarinnar beri
fölva haustsins.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Niðurstaða: Bókin er yndisleg
perla sem sannarlega er fengur fyrir
unnendur íslenskra ljóða.
Haustbirta í vorskógi
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
8 . d e s e m B e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r64 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
F
-6
B
C
0
2
1
A
F
-6
A
8
4
2
1
A
F
-6
9
4
8
2
1
A
F
-6
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K