Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2018, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 12.12.2018, Qupperneq 1
viðskipti „Íslendingar eru að mínu mati tíu árum á eftir Norðmönnum og Dönum í netverslun. Ef haldið er rétt á spöðunum gætum við verið á pari við þá eftir tvö til fjögur ár,“ segir Diðrik Örn Gunnarsson, stjórnandi stafrænnar þjónustu hjá MediaCom Íslandi. Á u n d a n f ö r n u m tólf mánuðum hafa 55 prósent Íslendinga verslað á netinu, samkvæmt nýrri könnun Zenter rannsókna. „Til samanburðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári, samkvæmt rannsókn Verslunarráðs Noregs. Þetta ætti að vekja verslunarmenn af værum blundi,“ segir hann. – hvj / sjá Markaðinn — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 1 2 . d e s e M b e r 2 0 1 8 Laugavegi 15 og Kringlunni - michelsen.is Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Skemmtileg jólavara! Finndu okkur á DAGAR TIL JÓLA12 Sérfræðingar í sjávar­ útvegsráðuneytinu töldu líklegt að veiðistjórn­ unarkerfi makríls stæðist ekki skoðun dómstóla ef til málareksturs kæmi. stJÓrnsÝsla Sérfræðingar auðlinda- skrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, við því að fyrirhuguð reglu- gerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiði- laganna. Þetta kemur fram í undir- búningsgögnum fyrir setningu reglu- gerðarinnar sem Fréttablaðið fékk aðgang að í krafti upplýsingalaga. Fyrirkomulaginu var komið á fót árið 2010 og hefur það verið við lýði síðan þá. Hæstiréttur dæmdi fyrirkomulagið ólögmætt í síðustu viku og féllst á viðurkenning- arkröfu tveggja útgerða, Ísfélags Vestmanna- eyja (ÍV) annars vegar og Hugins hins vegar, til skaðabóta. Tvær útgerðir til viðbótar, Vinnslustöðin (VSV) og Eskja, eiga sams konar mál fyrir héraðsdómi. Meðferð þeirra mála var frestað meðan dóms Hæstaréttar var beðið. „Mikilvægt er að ráðherra sé ljóst að við setningu reglugerðar af Hunsaði viðvaranir sérfræðinga þessu tagi er verið að teygja sig mjög langt við túlkun heimildar þeirrar sem ráðherra hefur skv. 4. gr. [úthafs- veiðilaga],“ segir í m i n n i s b l a ð i tveggja þáverandi sérfræðinga sjávar- útvegsráðuneytis- ins frá 2010. „Verði látið á það reyna hjá umboðsmanni Alþingis eða fyrir dómstólum er mjög líklegt að niðurstað- an verði sú að ráðherra hafi gengið lengra við setningu reglugerðar en lög heimila.“ ÍV og Huginn fóru þess á leit við Deloitte að fyrirtækið áætlaði fjár- tjón þeirra vegna fyrrgreindra veiði- ára. Var það allt að 2,3 milljarðar í tilfelli ÍV en 365 milljónir í tilfelli Hugins. Ekki liggur fyrir áætlað tjón Eskju og VSV. Þá er ljóst að önnur útgerðarfyrirtæki í sömu stöðu geta byggt á dómi Hæstaréttar vegna tjóns fjögur ár aftur í tímann. Hér hefur ekki verið tekið tillit til mögu- legra dráttarvaxta. – jóe / sjá síðu 6 Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs­ ráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson. Theresa May og Angela Merkel hittust í Berlín í gær. May flakkaði um meginlandið til þess að ræða við leiðtoga um Brexit-samninginn. Hún reynir nú að bjarga samningnum sem kemst ekki í gegnum þingið. Heima bíður ósátt þing og flokkur. Nánar er fjallað um Brexit á síðu 10. Nordicphotos/Getty Eftirbátar Norðmanna í netverslunÁgúst brást trausti með yfirlýsingu stJÓrnMál „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent þessa yfirlýsingu út í samráði við brotaþola, og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið.“ Þetta segir Inga Björk Bjarnadóttir, for- maður framkvæmdastjórnar Sam- fylkingar. Hún segir Ágúst hafa brugðist trausti sínu. Bára Huld svaraði í gær rang- færslum í yfirlýsingu Ágústs en hann hefur gengist við því að hafa áreitt hana með því að hafa endurtekið, og í óþökk hennar, reynt að kyssa hana. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vits- muni. – sa / sjá síðu 2 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -7 C 1 C 2 1 B 6 -7 A E 0 2 1 B 6 -7 9 A 4 2 1 B 6 -7 8 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.