Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 6
Jólabæklingur okkar er kominn út. Fjöldi glæsilegra tækja á jólaverði. Jól2018 Matvinnsluvél MCM 4000 700 W. Tætir, raspar, rífur, þeytir og sker. Fylgihlutir: Fjölnota hnífur, þeytari og rifjárn. Örugg í notkun: Fer aðeins í gang þegar lok er í læstri stöðu. Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð: 13.900 kr. Rommelsbacher Vöfflujárn WA 1000/E 1000 W. Viðloðunarfrítt yfirborð. Vandað og gott vöfflujárn. Fullt verð: 11.900 kr. Jólaverð: 8.900 kr. Profi Cook Brauðrist PC-TA 1073 1500 W. Stál. Tekur fjórar brauðsneiðar. Stiglaus stilling. Þíðingaraðgerð. Fullt verð: 9.900 kr. Jólaverð: 7.900 kr. sveitarstjórnir Alvarlegar athuga- semdir eru gerðar af hálfu sveitar- stjórnar Langanesbyggðar við það markmið endurskoðaðrar reglu- gerðar um jöfnunarsjóð sveitar- félaga að sérstaklega eigi að styrkja millistór sveitarfélög með tilliti til mannfjölda en ekki landfræðilegrar stærðar. Sveitarstjórnin segir mótsögn í því að ætla reglugerð að auka jöfnuð á milli sveitarfélaga en um leið að ætla reglugerðinni að styrkja millistór sveitarfélög sérstaklega og draga úr neikvæðum áhrifum sam- einingar sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að áfram skuli nýta jöfnunar- sjóð til jöfnunar á milli sveitarfélaga og er ósammála þeirri nálgun höf- unda reglugerðarinnar að jöfnunar- sjóður verði nýttur í þeim tilgangi að þvinga sveitarfélög til samein- ingar,“ segir sveitarstjórnin í bókun. Í bókuninni kemur fram að með breytingunni myndu framlög úr jöfnunarsjóðnum til Langanes- byggðar lækka vegna fjarlægðar innan sveitarfélagsins. Það sé ekki ásættanlegt enda hafi ekkert breyst í staðháttum né landfræðilegri legu sveitarfélagsins. – gar Jöfnunarsjóði verði ekki beitt til að þvinga fram sameiningu Þórshöfn er helsti þéttbýlisstaður Langanesbyggðar. FréttabLaðið/Pjetur Sameining sveitar- félaga getur verið góð og gild en það má ekki verða hlutverk jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að þvinga hana fram. Sveitarstjórn Langanesbyggðar Ísafjörður Skógræktarfélag Ísa- fjarðar sleppur við að borga áður álagt framkvæmdagjald vegna stíga- gerðar. „Stjórn félagsins var bæði og hugsandi yfir framkvæmdareikn- ingi að upphæð 75.823 krónur þar sem félagið er í áhugamennsku að leggja stíg fyrir bæjarbúa,“ segir í bréfi skógræktarfélagsins þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að endurskoða framkvæmdagjaldið. „Stígurinn er um 500 metra langur og tengir gönguleið frá snjóflóða- vörnum ofan Seljalandsvegar við göngustíga í Seljalandi.“ Bæjarráð ákvað að fella gjaldið niður. – gar Skógrækt losnar við stígagjald LýðheiLsa Frá áramótum fá yngri en átján ára frítt í sund í Kópavogi. Þetta var samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs. Í dag kostar 150 krónur í sund fyrir þennan aldurshóp. Í til- kynningu frá bænum segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að þetta falli vel að áherslum bæjarins á fjöl- skyldu- og lýðheilsumál. „Frítt verður í sund fram að átján ára afmælisdegi. Undanfarin ár hefur aðgangur í sund verið án endurgjalds fyrir yngri en 10 ára. Þá er sund fyrir eldri borgara án endur- gjalds.“ – gar Yngri en átján ára fá frítt í sund Frá byggingu snjóflóðavarnar á Ísa- firði. FréttabLaðið/Pjetur sjÁvar Ú t v eG u r Fjölmörgum spurningum er ósvarað eftir niður- stöðu Hæstaréttar í málum Ísfélags Vestmannaeyja (ÍV) og Hugins gegn íslenska ríkinu. Að mati dómsins voru veiðistjórnunarreglugerðir makríls í andstöðu við lög og ríkið bótaskylt vegna tjóns sem af hlaust. Veiðistjórnunarkerfi makríls var leitt í rétt árið 2010. Fól það í sér að stærstum hluta aflans, eða 86 pró- sentum, var ráðstafað til skipa sem veiddu makríl í flottroll eða nót árin 2007-2009, svokallaðra aflareynslu- skipa. Rúm tvö prósent fóru til línu- og handfærabáta og afgangurinn til skipa sem í hvorugan flokkinn féllu. Ári síðar var hlutfall aflans til afla- reynsluskipa 72 prósent og hefur það síðan þá verið á bilinu 69,8- 72,3 prósent. ÍV og Huginn töldu hins vegar að samfelld veiðireynsla á makríl, í skilningi laga um veiðar utan lögsögu Íslands, hefði náðst á árunum 2008-2010 og því hefði borið að úthluta kvóta á skip í sam- ræmi við veiðireynslu þeirra ára. Afleiðingin er sú að frá árinu 2011 hafa aflareynsluskip getað veitt mun minna en þeim var heimilt lögum samkvæmt. Í tilfelli ÍV var hlutfall útgerðarinnar í heildarafla tímabilsins 2011-2014 um tólf pró- sent en hefði með réttu átt að vera þremur prósentum hærra. Mál ÍV og Hugsins tók til veiði- áranna 2011-2014 en tvö sams konar mál bíða úrlausnar í héraði. Fastlega má gera ráð fyrir að útkoma þeirra verði á sama veg og í fyrri málunum tveimur. Fyrningarfrestur krafna er fjögur ár og eftir stendur því spurningin hvort útgerðir ann- arra aflareynsluskipa geti gert kröfu á ríkið vegna tjóns sem af hlaust síðustu fjögur ár. Í október 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti þar sem útgerð fór fram á bætur vegna ólögmætrar úthlutunar aflamarks í skötusel árið 2001. Fyrirkomulagið hafði verið dæmt ólögmætt árið 2006 en hlutaðeigandi útgerð setti fyrst fram kröfu um bætur eftir að fyrri dómur Hæstaréttar féll. Var útgerðin ekki talin hafa sýnt af sér tómlæti og því var fallist á kröfur hennar. Verði hið sama uppi á teningnum nú gæti ríkið mögulega þurft að greiða útgerðunum háar fjárhæðir í bætur. Sú upphæð er háð talsverðri óvissu enda erfitt að leggja mat á tapið. Aðilar sem Fréttablaðið hefur rætt við slumpa á að líklegt sé að það verði á annan tug milljarða. Árið 2015 lagði þáverandi sjávar- útvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fram frumvarp til að taka á ólögmæti kerfisins en það var meðal annars gert eftir að umboðs- maður Alþingis skilaði áliti þar sem fram kom að lögum hefði ekki verið fylgt við setningu þess. Það frum- varp mætti mikilli andstöðu, sem birtist meðal annars í undirskrifta- söfnuninni Þjóðareign, og náði ekki fram að ganga. Þá liggur ekki fyrir hvernig veiðistjórnunarkerfi makríls verður háttað til framtíðar. „Ég fundaði með ríkislögmanni í gær og fór yfir dóminn, forsendur hans og álitamál varðandi veiði- stjórnunina. Það tekur tíma að fara í gegnum þetta allt en við munum þurfa að vinna þetta hratt og örugg- lega svo nýtt kerfi verði tilbúið áður en vertíðin hefst,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. joli@frettabladid.is Blikur á lofti eftir makríldóma Sjávarútvegsráðherra segir að unnið verði hratt og örugglega að því að nýtt veiðistjórnunarkerfi makríls verði tilbúið áður en vertíð hefst. Núverandi kerfi er í andstöðu við lög og ríkið bótaskylt vegna þess. Frá makrílveiðum um borð í Hugin Ve 55 en útgerð skipsins lagði ríkið. FréttabLaðið/ÓSKar FriðriKSSON Ég fundaði með ríkislögmanni í gær og fór yfir dóminn. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land - búnaðar ráðherra 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m i ð v i K u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -A 8 8 C 2 1 B 6 -A 7 5 0 2 1 B 6 -A 6 1 4 2 1 B 6 -A 4 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.