Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 18
BLIKKSMIÐJA rekstur og fasteign Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson: gunnar@kontakt.is H au ku r 1 2. 18 KONTAKT hefur verið falið að finna kaupendur að Blikkiðjunni ehf. Garðabæ. Fyrirtækið rekur ágætlega tækjum búna blikksmiðju í eigin húsnæði (alls 635 m2) að Iðnbúð 3. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Sjóðir á vegum bandaríska eignastýr­ ingarfyrirtækisins Eaton Vance hafa bætt við hlut sinn í Arion banka og fara með samanlagt 3,4 prósenta eignarhlut í bankanum samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa. Hlutur fjárfestingarsjóðanna í Arion banka er metinn á um 4,8 milljarða króna miðað við núver­ andi gengi hlutabréfa í bankanum. Sjóðirnir áttu um 1,2 prósenta hlut í bankanum í kjölfar skráningar hans á hlutabréfamarkað í júní en hlutur­ inn var um 2,6 prósent í byrjun nóv­ embermánaðar. Þá hefur Gildi – lífeyrissjóður jafn­ framt haldið áfram að bæta við sig í Arion banka og á nú tæplega 2,5 pró­ senta hlut í bankanum að virði um 3,5 milljarða króna. Til samanburðar átti sjóðurinn, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, um 1,8 pró­ Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion Arion banki var skráður á markað í júní. FréttAblAðið/Eyþór senta hlut í bankanum um miðjan októbermánuð. Gildi – lífeyrissjóður keypti sem kunnugt er tæpan 0,7 prósenta hlut í útboði bankans sem var haldið í byrjun síðasta sumars. – kij 4,7 milljarðar króna er markaðsvirði hlutar sjóða Eaton Vance í arion banka. Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjár­ magna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Niðurstaða útboðsins, sem lauk síðastliðinn mánudag, var hins vegar að félag­ inu tókst að selja fjárfestum skulda­ bréf fyrir aðeins tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heima­ valla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfa­ flokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skulda­ bréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markað­ arins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið hefði haft í hyggju með útboðinu að gefa út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn átti að vera allt að sjö milljarðar króna að stærð og gilda til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggð­ um langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áður­ nefndri fjárfestakynningu er sér­ staklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalána­ sjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. – hae, kij Heimavellir ætluðu að sækja sér 12 milljarða Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, en íbúðaleigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað í maí. 36,6 milljörðum námu samtals vaxtaberandi skuldir Heimavalla í lok september. F já r f e st i n g a r s j ó ð i r í stýringu bandaríska fyrirtækisins Loomis Sayles eiga samanlagt nærri helming allra af­landskrónueigna, sem nema um 84 milljörðum króna, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að lagt yrði fyrir Alþingi frum­ varp sem mun heimila eigendum slíkra krónueigna að skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi. Í fjárhagsupplýsingum frá sjóða­ stýringarfyrirtækinu má sjá að sex skuldabréfasjóðir Loomis Sayles áttu í lok október íslensk ríkisskulda­ bréf og innstæður í krónum að jafn­ virði samtals um 35 milljarða. Þær eignir, sem eru skilgreindar sem af landskrónur og hafa verið læstar undir höftum hér á landi frá setn­ ingu fjármagnshafta haustið 2008, eru fyrst og fremst í stýringu tveggja sjóða – Strategic Income Fund og Bond Fund – og er um helmingur þeirra bundinn í íslenskum ríkis­ skuldabréfum á gjalddaga í febrúar 2019 og október 2022. Heildarumfang aflandskrónu­ eigna, sem námu um 40 prósentum af landsframleiðslu fyrir tíu árum, hefur minnkað verulega á undan­ förnum árum vegna aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, meðal ann­ ars með fjárfestingarleið Seðlabank­ ans 2012 til 2015 og gjaldeyrisútboði fyrir aflandskrónueigendur í júní 2016. Þá minnkaði aflandskrónu­ stabbinn um 100 milljarða króna í mars 2017 þegar Seðlabankinn náði samkomulagi við hóp aflandskrónu­ eigenda um að kaupa krónueignir þeirra á genginu 137,5 gagnvart evru. Loomis Sayles hafnaði tilboði Seðlabankans, rétt eins og þegar sjóðir fyrirtækisins gerðu þegar þeir tóku ekki þátt í aflandskrónuút­ boði bankans þar sem eigendum slíkra krónueigna bauðst að selja þær á genginu 190 krónur fyrir hverja evru. Ljóst er að sjóðirnir hafa hagnast á þeirri ákvörðun en við lokun markaða í gær var gengi krónunnar um 140 gagnvart evru. Umfang af landskróna nemur í dag um 84 milljörðum, eða um 3 pró­ sentum af landsframleiðslu, og eru sjóðir Loomis Sayles því eigendur að lágmarki um 42 prósenta allra slíkra krónueigna. Fram kom í tilkynningu frá Seðla­ bankanum og fjármála­ og efna­ hagsráðuneytinu að þær auknu heimildir sem frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fela í sér fyrir aflandskrónueigendur séu þríþættar. Í fyrsta lagi er um að ræða almenna heimild fyrir alla af­ landskrónueigendur til að losa eignir til að kaupa erlendan gjaldeyri og flytja á reikning erlendis. Í öðru lagi heimild fyrir aflandskrónueigendur, sem átt hafa aflandskrónueignir samfellt frá 28. nóvember 2008, til að losa þær eignir undan takmörkunum laganna. Í þriðja lagi er heimild fyrir einstaklinga til að taka út allt að 100 milljónir króna af reikningum sem eru háðir sérstökum takmörkunum. Ljóst er að gengi krónunnar mun gefa verulega eftir ef stór hluti af­ lands krónueigenda kýs að skipta eignunum yfir í erlendan gjald­ eyri. Seðlabankinn hefur hins sagt að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímabreytingum á gjaldeyrismarkaði en hreinn forði bankans nemur um 700 milljörðum króna. Már Guðmundsson seðlabanka­ stjóri hefur sagt að hann óttist ekki þann möguleika að eigendur af­ lands króna muni flytja eignir sínar úr landi yfir skamman tíma. Í við­ tali við RÚV á föstudag benti Már á að þarna væru annars vegar aðilar sem væru með laust fé á bundnum reikningum og hins vegar sjóðir sem eru með fjárfestingar í verðbréfum þar sem töluvert væri eftir af líftíma þeirra. „Við vitum að þeir stærstu í seinni hópnum vilja ekkert fara og það geta verið tugir milljarða sem eru þannig og hitt er ekki allt í einu, þannig að þetta verður allt mjög við­ ráðanlegt,“ sagði Már. hordur@frettabladid.is Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. Um helmingurinn er í íslenskum ríkisskuldabréfum á gjalddaga 2019 og 2022. Seðlabankastjóri óttast ekki aflandskrónuflótta. Umfang aflandskrónueigna nemur í dag um þremur prósentum af landsframleiðslu. FréttAblAðið/Ernir Ríkisbréf og önnur bréf með ríkisábyrgð 39,5 Innlán og innstæðubréf Seðlabankans 36,7 Önnur verðbréf og hlutdeildarskírteini 7,9 Samtals 84 milljarðar ✿ aflandskrónueignir (í milljörðum) 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u d a g u r2 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -9 E A C 2 1 B 6 -9 D 7 0 2 1 B 6 -9 C 3 4 2 1 B 6 -9 A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.