Fréttablaðið - 12.12.2018, Qupperneq 42
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
1254 Alexander 4. verður páfi.
1643 Torstenson-ófriðurinn hefst með innrás sænska her-
foringjans Lennarts Torstenson í Jótland.
1666 Stóra kirkjuþingið í Moskvu setur Nikon patríarka af.
1804 Spánverjar segja Bretum stríð á hendur.
1901 Marconi-félaginu tekst að senda útvarpsskeyti yfir
Atlantshafið í fyrsta skipti.
1904 Fyrsta almenningsrafveitan sett upp á Íslandi í
Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal.
1911 200 ára afmælis Skúla Magnússonar landfógeta
minnst í Reykjavík með samsæti.
1914 Dow Jones-vísitalan fellur um 24,39% sem var þá
mesta prósentulækkun á einum degi frá upphafi vísi-
tölunnar.
1919 Jón Dúason hagfræðingur krefur Íslandsbanka um
gull að andvirði 25 þúsund íslenskar krónur en gleymst
hafði að endurnýja lög sem veittu undanþágu við gull-
innlausnarskyldu bankans.
1947 Björgunarafrekið við Látrabjarg hefst þar sem 12 skip-
verjum úr togaranum Dhoon var bjargað.
1948 Sex manns farast er snjóflóð fellur á bæinn Goðdal í
Strandasýslu. Fjórum dögum síðar bjargaðist húsbóndinn
úr flóðinu.
1963 Kenýa hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi.
1979 Jarðskjálfti og flóðbylgja valda dauða 259 manna í
Kólumbíu.
1979 Valdaránið 12. desember: Chun Doo-hwan hershöfð-
ingi tekur völdin í Suður-Kóreu.
Merkisatburðir
Ástkær móðurbróðir okkar,
Sigurður Randversson
Norðurgötu 54, Akureyri,
lést 7. desember. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn
17. desember kl. 13.30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hornbrekku
fyrir góða umönnun.
Systrabörn hins látna.
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
Alma Thorarensen
áður til heimilis að Skildinganesi 32,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði laugardaginn 8. desember sl.
Útför fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 17. desember
klukkan 15.00.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
Helga Hrefna Bjarnadóttir
Stefán Örn Bjarnason Sigrún Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Pétur Vilbergsson
Árnastíg 7, Grindavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 8. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 14. desember kl. 14.00.
Bjarnfríður J. Jónsdóttir
Fanney Pétursdóttir Sigurður Jónsson
Elías Þór Pétursson Jóhanna María Gylfadóttir
Hulda Pétursdóttir Thomas Vance Pollock
Eygló Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
Hreinn Hreinsson
lést á dvalarheimilinu Dyngju,
Egilsstöðum, 4. desember.
Jarðarför hans fer fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Lena María Hreinsdóttir
Helga Kolbrún Hreinsdóttir
Hreinn Andrés Hreinsson
Sveinn Birgir Hreinsson
Erna Bára Hreinsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðjón Guðmundsson
rafvélavirkjameistari,
Bauganesi 33a, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju,
Álftanesi, fimmtudaginn 13. desember
kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem
vildu minnast Guðjóns er bent á Alzheimersamtökin.
Elsa Heike Jóakimsdóttir
Kristín E. Guðjónsdóttir Baldur Ó. Svavarsson
Anna Margrét Guðjónsdóttir Þorgeir Ólafsson
Jóhanna B. Guðjónsdóttir Aðalsteinn Ásberg
Brynja Birgisdóttir Jan Helsinghoff
og fjölskyldur.
Á þessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvik-myndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó
var fluttur hingað til lands árið 1998 með
pompi og prakt. Kannski má samt segja
að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó
var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og
því hafa ýmsir talað um hvalinn sem
„Íslending“. Að minnsta kosti var gerð
tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur
til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór
til Noregs þar sem hann drapst fyrir
aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það
tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur
en í það verkefni var eytt einum tveimur
milljörðum króna samtals.
„Auðvitað brá mér við að heyra
tíðindin því skepnan hafðist mjög
vel við og var við hestaheilsu í
Noregi,“ segir Hallur Hallsson,
talsmaður Free Willy-Keikó
Foundation á Íslandi í viðtali við
Fréttablaðið þann 14. desember
2003. „Á miðvikudag virtist hann
fá einhverja kvefpest, sem hafði
gerst áður, og var ekki lystugur á
fimmtudeginum. Á föstudaginn
var greinilegt að það var mjög af
honum dregið og síðdegis synti
hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur
hvað var á ferðinni því háhyrningar
synda á land til þess að deyja drottni
sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi
Stærsta kvikmyndastjarna
Íslandssögunnar drapst
Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir
frægum leik hans við dekk nokkuð.
Keikó drapst einungis 27 ára eins og hinar ým
su rokkstjörnur. Enda mikil stjarna.
Í Fréttablaðinu var þessi sorglega frétt
um dauða Keikós.
Á þessum degi árið 2003
dó stærsta kvikmynda-
stjarna Íslandssögunnar,
hvalurinn Keikó. Hann
náðist við Íslandsstrendur
árið 1979 og eyddi stórum
hluta ævi sinnar í Holly-
wood. Keikó dó fyrir aldur
fram við Noregsstrendur.
frétt hefur farið um allan heim. Allir
helstu fréttamiðlar hafa fjallað um
þetta og það hefur verið gríðarlegur
fjöldi fjölmiðlamanna við Taknes-
fjörð í Noregi.“
Keikó lék hvalinn Willy í Free
Willy-myndunum, en þær urðu
þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um
hval sem var frelsaður úr haldi – en
líf þess hvals átti eftir að verða ansi
líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf
þessu máli öllu óneitanlega dular-
fullan blæ og heillaði heimsbyggðina.
Stundum er sagt að Keikó hafi verið
frægasti Íslendingurinn og kannski er
það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir
verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn
skömmum tíma. stefanthor@frettabladid.is
1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
tímamót
1
2
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
B
6
-8
5
F
C
2
1
B
6
-8
4
C
0
2
1
B
6
-8
3
8
4
2
1
B
6
-8
2
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K