Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 49

Fréttablaðið - 12.12.2018, Síða 49
HVAÐ BORÐA SVARTHOL? Fræðandi og skemmtileg bók eftir Sævar Helga Bragason um einhver furðulegustu fyrirbæri alheimsins Hér eru vísindin gerð skiljanleg fyrir börn og unglinga Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–19 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Ásamt Rebekku og Gísla koma fram trompetleikarinn Snorri Sig- urðarson, píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, Gunnar Hrafnsson sem leikur á bassa og Scott McLe- more á trommur. Hvað? Gunnar Óla & Svenni Páls – Ljúfir tónar á Bryggjunni Brugghúsi Hvenær? 20.30 Hvar? Bryggjan Brugghús Gunnar Óla mætir í betri stofuna á Bryggjunni Brugghúsi næst- komandi miðvikudagskvöld ásamt Svenna Páls. Þeir munu spila íslensk og ensk jólalög í bland við klassíska slagara á borð við Bítl- ana, Eric Clapton og Guns N’Roses svo eitthvað sé nefnt. Hvað? Partus, 2018 Hvenær? 20.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Verið velkomin á uppskeru- og jólahátíð forlagsins Partusar 2018 í Mengi við Óðinsgötu kl. 20 í kvöld. Tilvalið tækifæri til að hlusta á Skáld ársins lesa upp úr verkum sínum og næla sér í nokkrar árit- aðar jólagjafir beint frá býli. Viðburðir Hvað? Samvera fyrir syrgjendur á aðventu Hvenær? 20.00 Hvar? Háteigskirkja Jólin geta verið erfið fyrir fólk sem misst hefur ástvin. Þessi samvera, helgistund, er hugsuð fyrir þau sem vilja staldra við, syngja jóla- sálma og tendra ljós til að minnast látins ástvinar. Hugvekju flytur sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir og Hamrahlíðarkórinn syngur. Þau sem standa að samverunni eru Landspítali, Ný Dögun, Ljóns- hjarta og Þjóðkirkjan. Hvað? Palestínukvöld í Friðarhúsinu Hvenær? 20.00 Hvar? Friðarhúsið, Njálsgötu Mohammed Dwema, forstöðu- maður Gervilimastöðvarinnar á Gaza, kemur í heimsókn til Íslands 10. desember og dvelst í viku. Félagið Ísland-Palestína hefur frá árinu 2009 staðið að verkefni sem Össur Kristinsson hafði frumkvæði að og hefur stutt alla tíð. Á síðustu mánuðum hefur verið farið með efni í 70 gervifætur sem brýn þörf hefur verið fyrir. Efnt er til fundar með Mohammed Dwema í Friðarhús- inu (á horni Njálsgötu og Snorra- brautar) í kvöld kl. 20. Hvað? Upplestur – Nýir höfundar Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Grófinni Í kvöld koma saman nokkrir ungir og upprennandi höfundar og kynna verk sín, sem samanlagt spanna flestar stefnur fagurbók- menntanna. Upplesturinn er í samstarfi við Borgarbókasafnið og fer fram í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15. Hvað? Sérstök Nexusforsýning og Q & A með Heru Hilmars – Mortal Engines Hvenær? 19.30 Hvar? Laugarásbíó Hera Hilmarsdóttir mætir á sér- staka Nexusforsýningu á Mortal Engines og mun svo taka þátt í Q & A eftir sýninguna. Ragga Holm heldur útgáfupartí á Húrra, Tryggvagötu, í tilefni af fyrstu plötu sinni, Bipolar. fRéTTaBlaðið/eRniR Sýningar Hvað? Víddir Hvenær? 17.00 Hvar? Grandagarður 16 Annars árs nemar við myndlistar- deild Listaháskóla Íslands vilja bjóða ykkur velkomin á sam- sýninguna Víddir í dag, miðviku- daginn 12. desember. Sýningin er uppgjör liðinnar annar þar sem bekkurinn hefur skipst í þrjá hluta, sem vinna með tíma, rými og flöt undir handleiðslu Heklu Daggar Jónsdóttur, Margrétar Blöndal og Bjarka Bragasonar auk fjölda ann- arra gestakennara. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25m i ð V i K U D A g U R 1 2 . D e S e m B e R 2 0 1 8 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -B C 4 C 2 1 B 6 -B B 1 0 2 1 B 6 -B 9 D 4 2 1 B 6 -B 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.