Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 22
Lausn á myndagátu Fréttablaðsins Hamborgarhryggur er enn vinsælastur á jólaborði landans þó grænkerum fjölgi skart – borðin svigna undan góðum mat – en það er ekki svo hjá öllum hér. Kristmundur Bjarna-son á Sjávarborg varð hundrað ára þann 10. janúar síðastliðinn. Af því tilefni gefur Sögufélag Skagfirð- inga út bernskuminningar hans, Í barnsminni. Útgáfu hátíð verður hald in í Safna hús inu á Sauðár króki í dag kl. 16. Kristmundur dvelur á Dvalar- heimilinu á Sauðárkróki og verður ekki viðstaddur útgáfuhófið. Í bókinni dregur Kristmundur upp lifandi myndir af uppvexti sínum. Sr. Tryggvi H. Kvaran, prestur á Mælifelli, og Anna Gr. Kvaran tóku hann barnungan í fóstur og ólu upp með dætrum sínum tveimur, Hjör- dísi og Jónínu. Kristmundur skrifar um togstreituna sem ríkti í samskiptum hans við foreldra sína og rifjar upp uppátæki og örlagasögur. Frásögnin varpar ljósi á uppvöxt ungmenna á þessum tíma og um hundrað myndir prýða bókina. Það er óvanalegt að hægt sé að myndskreyta bók um þennan tíma svo vel. Margar  ljós- myndanna voru teknar af S.L. Tuxen, dönskum ví s i n d a m a n n i s e m dvaldist á Mælifelli í nokkrum rannsóknar- ferðum en hann og Kristmundur urðu vinir. Sölvi Sveinsson segir Kristmund skrifa af hlýju í garð þeirra sem ólu hann upp og ljós- myndirnar sýni sveitarbraginn. „Margar ljósmyndanna  í bókinni tók Tuxen af því sem honum þótti sérstakt. Af þessum gömlu bæjum, af fólkinu og vinnubrögðum þess. Kristmundur átti þessar myndir og segir í lok bókarinnar frá kynnum sínum af Tuxen,“ segir Sölvi. „Kristmundur veiktist illilega þegar hann var ungur og missti verulega mikla heyrn. Það háði honum alla tíð. En hann er marg- slungin manneskja sem sagði allt- af það sem honum bjó í brjósti,“ segir Hjalti Pálsson sem kynntist honum þegar hann var ungur sagn- fræðinemi. „Á lokaári mínu í sagn- fræði þá kom ég á safnið til að tala við hann. Það barst í tal að ég vissi ekki hvað ég ætlaði að taka til loka- prófs.  Kristmundur var með efni í handraðanum sem hann sagðist ekki  hafa tíma til að sinna og lét mig hafa það. Lét mig líka fá allar heimildir sem voru til um efnið á safninu. Prófessorinn minn þurfti ekki að hafa fyrir því að sinna mér neitt, slapp mjög vel við það.  Þessi kynni okkar urðu til þess að honum fannst ég geta dugað til að verða bókavörður á safninu. Hann taldi sig bera ábyrgð á mér og lagði stranglega fyrir mig að ef ég væri að skrifa eitthvað þá ætti ég að sýna sér það. Hann tók mig á hné sér í óeiginlegri merkingu, benti mér á alls konar orðaklúður og setninga- skipun. En það varð mér til gagns og það var hlýja undir skrápnum,“ segir Hjalti. Sölvi tekur undir með Hjalta. „Kristmundur hrósaði  ef honum fannst vel gert en var ómyrkur í máli ef svo var ekki. Ég get tekið undir það sem Hjalti segir, það má segja að hann hafi flengt mann. Maður fékk stílana alla rauða til baka og svo þegar maður fór að bera sig aumlega þá fann hann það til sem þó var vel gert. En þetta var hollt þeim sem ætlaði sér að gefa eitthvað út á prenti. Það eru til margar sögur af honum. Hann var trúnaðarmaður landsprófsnefndar í áratug og leysti kennara af í yfirsetu í landsprófi. Þegar Kristmundur leysti af þá fórum við að hvíslast á því hann heyrði ekkert. Hvað heitir Japans- keisari? spurði ég félaga minn, hann Snorra Björn, sem sat fyrir aftan mig og svaraði stundarhátt: Hirohito! Allir nemendur í landsprófi heyrðu þetta einnig og því voru nemendur á Sauðárkróki óvenju fróðir um Jap- anskeisara það árið,“ segir Sölvi frá. kristjanabjorg@frettabladid.is Orðinn hundrað ára og gefur út bók Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg varð hundrað ára 10. janúar síðastliðinn og gefur út bernskuminningar sínar, Í barnsminni. Hjalti Pálsson og Sölvi Sveinsson segja frá bókinni og sögur af Kristmundi. Kristmundur tekur við fyrsta eintakinu af nýju bókinni sinni. Með á myndinni er Hjalti Pálsson. Nafn Arnheiðar Eyþórsdóttur var dregið úr réttum lausnum jólamyndagát- unnar og fær hún í vinning gjafakort í Bónus að upphæð 20.000 krónur. Rifja upp alvöru baráttu Kjarabaráttan er og verður fyrirferðar- mikil í janúar og á komandi ári. Til að setja sig í gírinn má því rifja upp kjörin við Axlarfjörð og þroskasögu Sölku Völku, Arnalds, Sigur- línu og Steinþórs. Áfram Ísland! Stórmót í hand- bolta er árlegur viðburður. Ísland lék sinn fyrsta leik í gær gegn Króatíu og Spánverjum á morgun. RÚV hefur sýningarréttinn að mótinu og ætlar að vera með HM-stofu bæði fyrir og eftir leik. Það þarf ekkert mikið meira í janúar. Sumarfrí í janúar Helgin byrjaði á að ég horfði á strákana mína í Körfubolta- kvöldi þar sem ég er í sumarfríi. Restin fer í að huga að nýfæddri dóttur og unn- ustu heima í slökun. Garðar Örn Arnarsson, framleiðandi á Stöð 2 Sport Lotta og stuð í Tjarnarbíói Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu í Tjarnarbíói um helgina. Bæði klukkan 13 og 15. Leikhópurinn verður í Tjarnarbíói út janúar áður en hann fer út á land til að sýna á yfir 20 stöðum. 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -4 C 3 0 2 2 0 2 -4 A F 4 2 2 0 2 -4 9 B 8 2 2 0 2 -4 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.