Fréttablaðið - 12.01.2019, Page 24

Fréttablaðið - 12.01.2019, Page 24
Nú er árinu 2018 lokið og hið nýja 2019 tekið við, von-andi með bjartari dögum fram undan. Áramótin marka líka miðpunkt leikársins sem gott er að nýta til að fara yfir liðna leikhús- mánuði, skoða hvað var frambæri- legt á sviðum landsins, hverjir báru af og hvað mætti fara betur. Eins og alltaf byrjaði leikárið úti á landi með hinni einstöku einleikja- hátíð Act Alone á Suðureyri, áhorf- endur eru hvattir til að gera sér ferð og upplifa ekki bara ókeypis leikhús heldur heilt sviðslistasamfélag. Leikár höfuðborgarsvæðisins byrjaði af krafti með tveimur gjör- ólíkum sýningum í Borgarleikhús- inu og Þjóðleikhúsinu; annars vegar einleiknum Allt sem er frábært í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar og hins vegar stórsýningunni Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, en orkan dalaði fljót- lega því síðan þá hefur hálfgerð lægð legið yfir leikhúsunum. Hún er ekki endilega djúp en nöpur með köflum. Sýningar sem lofuðu góðu á blaði, s.s. Dúkkuheimili, 2. hluti, eftir Lucas Hnath og Samþykki eftir Ninu Raine fóru ekki á flug þrátt fyrir þátttöku frambærilegra leikstjóra á borð við Unu Þorleifsdóttur og Kristínu Jóhannesdóttur. Lykilþátt- urinn sem klikkaði var ekki frammi- staða leikaranna heldur gölluð handrit þar sem höfundar útskýrðu innihaldið frekar en að rannsaka Ríkharður III í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur er langbesta sýning síðustu mánaða að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Valur Freyr Einarsson í hlutverki sínu í Allt sem er frábært.Ronja ræningjadóttir er frábær sýning enda sýnd við miklar vinsældir. Drífandi kraftur í bland við doða Sigríður Jónsdóttir gerir upp fyrri hluta leikársins 2018–2019. málefnið sem fyrir lá, hvimleiður galli á bæði amerískum og enskum samtímaleikritum. Sömuleiðis voru of margar sýningar nokkuð góðar en ekki endilega eftirminnilegar. Ljósið í skammdeginu Ljósið í skammdeginu eru nýju íslensku leikritin sem hafa upp til hópa lofað góðu og kynnt til sög- unnar ný leikskáld, s.s. Jón Magnús Arnarsson, Sóleyju Ómarsdóttur og Matthías Tryggva Haraldsson. Leik- ritin komu úr ýmsum áttum, fjöll- uðu um margs konar málefni, þar var leikið með formið og gefin von um betri tíma. Aftur á móti er enn ástæða til að minna áhorfendur á að kaupa miða og mæta á ný íslensk verk, sérstaklega eftir höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þessi þróun er góð og jákvæð en minna virðist fara fyrir reyndari leikskáld- um um þessar mundir, s.s. Kristínu Eiríksdóttur og Jóni Atla Jónassyni. Frægðin hefur lítið að segja ef hún varir einungis fimmtán mínútur eða ígildi einnar frumsýningar, leik- skáldin þarf að rækta, ekki bara svið- setja verk þeirra stöku sinnum. Frumsýningar á barnaleikritum voru alltof fáar fyrripart leikárs. Aðeins Ronja ræningjadóttir, byggð á bók Astrid Lindgren, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsæld- ir enda frábær sýning. En fátt annað nýtt var í boði fyrir okkar yngstu leikhúsáhorfendur. Borgarleikhúsið endursýndi Jólaflækju um hátíð- arnar og virðist ætla að eyða öllu sínu púðri í stórsýninguna Matthildi byggða á bók Roalds Dahl, í nýrri söngleikjaútgáfu, á vormánuðum. Þjóðleikhúsið frumsýnir síðan Þitt eigið leikrit – goðsögu eftir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktan sem Ævar vísindamaður, í lok janúar. Tjarnarbíó byrjar 2019 með Rauð- hettu í boði leikhópsins Lottu sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf á síðustu árum með því að ferðast með sýningar sínar um landið allt. Nauðsynlegt bætiefni Tjarnarbíó heldur áfram að standa fyrir sínu sem miðpunktur sjálf- stæðu sviðslistasenunnar á landinu. Helst ber að nefna nýju leikritin Svartlyng, Griðastað og Rejúníón sem öll færðu áhorfendum nýja sýn á samtímann, krydduðu leik- húsbragðlaukana og sönnuðu að sjálfstæða leikhúsið er nauðsyn- legt bætiefni inn í flóruna. Að auki má alls ekki gleyma að Tjarnarbíó er vettvangur fyrir alþjóðlegt leik- hús af ýmsu tagi, danssýningar og sviðslistahátíðir á borð við Lókal og Reykjavík Dance Festival sem stækka stöðugt. Þetta hús þarf Reykjavíkurborg að styðja miklu betur fjárhagslega enda hefur það margsannað sig að í leikhúsinu við Tjörnina er frjó jörð fyrir sviðslista- framtíðina. Menningarfélag Akureyrar gekk í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en eftir að Marta Nordal tók við norð- an heiða virðist leikfélagið vera að rétta úr kútnum. Lögð er mikil áhersla á grasrót bæjarfélagsins og stærsta sýning þeirra var hin goð- sagnakennda Cabaret með þeim Ólöfu Jöru Skagfjörð og Hákoni Jóhannessyni í aðalhlutverkunum. Barnasýningin Gallsteinar afa Gissa eftir Karl Ágúst Úlfsson verður síðan frumsýnd í febrúar. Ekki má gleyma að Kvenfólk eftir Hund í óskilum hóf ferðalag sitt í sam- komuhúsinu og er sýnt fyrir fullu húsi í höfuðborginni. 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -5 F F 0 2 2 0 2 -5 E B 4 2 2 0 2 -5 D 7 8 2 2 0 2 -5 C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.