Fréttablaðið - 12.01.2019, Page 24
Nú er árinu 2018 lokið og hið nýja 2019 tekið við, von-andi með bjartari dögum fram undan. Áramótin marka
líka miðpunkt leikársins sem gott er
að nýta til að fara yfir liðna leikhús-
mánuði, skoða hvað var frambæri-
legt á sviðum landsins, hverjir báru
af og hvað mætti fara betur.
Eins og alltaf byrjaði leikárið úti á
landi með hinni einstöku einleikja-
hátíð Act Alone á Suðureyri, áhorf-
endur eru hvattir til að gera sér ferð
og upplifa ekki bara ókeypis leikhús
heldur heilt sviðslistasamfélag.
Leikár höfuðborgarsvæðisins
byrjaði af krafti með tveimur gjör-
ólíkum sýningum í Borgarleikhús-
inu og Þjóðleikhúsinu; annars vegar
einleiknum Allt sem er frábært í
leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar og
hins vegar stórsýningunni Ronju
ræningjadóttur í leikstjórn Selmu
Björnsdóttur, en orkan dalaði fljót-
lega því síðan þá hefur hálfgerð
lægð legið yfir leikhúsunum. Hún
er ekki endilega djúp en nöpur með
köflum.
Sýningar sem lofuðu góðu á blaði,
s.s. Dúkkuheimili, 2. hluti, eftir
Lucas Hnath og Samþykki eftir Ninu
Raine fóru ekki á flug þrátt fyrir
þátttöku frambærilegra leikstjóra
á borð við Unu Þorleifsdóttur og
Kristínu Jóhannesdóttur. Lykilþátt-
urinn sem klikkaði var ekki frammi-
staða leikaranna heldur gölluð
handrit þar sem höfundar útskýrðu
innihaldið frekar en að rannsaka
Ríkharður III í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur er langbesta sýning síðustu mánaða að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins.
Valur Freyr Einarsson í hlutverki sínu í Allt sem er frábært.Ronja ræningjadóttir er frábær sýning enda sýnd við miklar vinsældir.
Drífandi kraftur
í bland við doða
Sigríður Jónsdóttir
gerir upp fyrri hluta
leikársins 2018–2019.
málefnið sem fyrir lá, hvimleiður
galli á bæði amerískum og enskum
samtímaleikritum. Sömuleiðis voru
of margar sýningar nokkuð góðar en
ekki endilega eftirminnilegar.
Ljósið í skammdeginu
Ljósið í skammdeginu eru nýju
íslensku leikritin sem hafa upp til
hópa lofað góðu og kynnt til sög-
unnar ný leikskáld, s.s. Jón Magnús
Arnarsson, Sóleyju Ómarsdóttur og
Matthías Tryggva Haraldsson. Leik-
ritin komu úr ýmsum áttum, fjöll-
uðu um margs konar málefni, þar
var leikið með formið og gefin von
um betri tíma. Aftur á móti er enn
ástæða til að minna áhorfendur á
að kaupa miða og mæta á ný íslensk
verk, sérstaklega eftir höfunda sem
eru að stíga sín fyrstu skref. Þessi
þróun er góð og jákvæð en minna
virðist fara fyrir reyndari leikskáld-
um um þessar mundir, s.s. Kristínu
Eiríksdóttur og Jóni Atla Jónassyni.
Frægðin hefur lítið að segja ef hún
varir einungis fimmtán mínútur
eða ígildi einnar frumsýningar, leik-
skáldin þarf að rækta, ekki bara svið-
setja verk þeirra stöku sinnum.
Frumsýningar á barnaleikritum
voru alltof fáar fyrripart leikárs.
Aðeins Ronja ræningjadóttir, byggð
á bók Astrid Lindgren, var frumsýnd
í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsæld-
ir enda frábær sýning. En fátt annað
nýtt var í boði fyrir okkar yngstu
leikhúsáhorfendur. Borgarleikhúsið
endursýndi Jólaflækju um hátíð-
arnar og virðist ætla að eyða öllu
sínu púðri í stórsýninguna Matthildi
byggða á bók Roalds Dahl, í nýrri
söngleikjaútgáfu, á vormánuðum.
Þjóðleikhúsið frumsýnir síðan Þitt
eigið leikrit – goðsögu eftir Ævar Þór
Benediktsson, betur þekktan sem
Ævar vísindamaður, í lok janúar.
Tjarnarbíó byrjar 2019 með Rauð-
hettu í boði leikhópsins Lottu sem
hefur unnið mikið frumkvöðlastarf
á síðustu árum með því að ferðast
með sýningar sínar um landið allt.
Nauðsynlegt bætiefni
Tjarnarbíó heldur áfram að standa
fyrir sínu sem miðpunktur sjálf-
stæðu sviðslistasenunnar á landinu.
Helst ber að nefna nýju leikritin
Svartlyng, Griðastað og Rejúníón
sem öll færðu áhorfendum nýja
sýn á samtímann, krydduðu leik-
húsbragðlaukana og sönnuðu að
sjálfstæða leikhúsið er nauðsyn-
legt bætiefni inn í flóruna. Að auki
má alls ekki gleyma að Tjarnarbíó
er vettvangur fyrir alþjóðlegt leik-
hús af ýmsu tagi, danssýningar og
sviðslistahátíðir á borð við Lókal
og Reykjavík Dance Festival sem
stækka stöðugt. Þetta hús þarf
Reykjavíkurborg að styðja miklu
betur fjárhagslega enda hefur það
margsannað sig að í leikhúsinu við
Tjörnina er frjó jörð fyrir sviðslista-
framtíðina.
Menningarfélag Akureyrar gekk í
gegnum erfiða tíma á síðasta ári en
eftir að Marta Nordal tók við norð-
an heiða virðist leikfélagið vera
að rétta úr kútnum. Lögð er mikil
áhersla á grasrót bæjarfélagsins og
stærsta sýning þeirra var hin goð-
sagnakennda Cabaret með þeim
Ólöfu Jöru Skagfjörð og Hákoni
Jóhannessyni í aðalhlutverkunum.
Barnasýningin Gallsteinar afa Gissa
eftir Karl Ágúst Úlfsson verður
síðan frumsýnd í febrúar. Ekki má
gleyma að Kvenfólk eftir Hund í
óskilum hóf ferðalag sitt í sam-
komuhúsinu og er sýnt fyrir fullu
húsi í höfuðborginni.
1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
0
2
-5
F
F
0
2
2
0
2
-5
E
B
4
2
2
0
2
-5
D
7
8
2
2
0
2
-5
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
1
2
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K