Fréttablaðið - 12.01.2019, Page 30

Fréttablaðið - 12.01.2019, Page 30
Þetta er Camelot,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson k ra f t ly f t i n g a m a ð u r sem tekur á móti blaða-manni og ljósmyndara í æfingahúsnæði Breiða- bliks undir stúkunni á Kópavogs- velli. „Við erum ekki í neinum ridd- araleik, þetta var svona smá uppgjör í gamni vegna ofnotkunar á samlík- ingum úr goðafræðinni sem loðir við íþróttina,“ segir hann. Í Camelot er járnið sem Jón Páll Sigmarsson notaði við æfingar. Mynd af honum og fleiri afreks- mönnum úr íþróttinni hanga á vegg. Í þessu æfingahúsnæði æfir Júlían fjórum til fimm sinnum í viku. Þegar hann æfir fyrir mót eru æfingarnar alla jafna fjögurra til fimm klukku- tíma langar. Kærastan hans, Ellen Ýr Jónsdóttir, æfir oft með honum og hefur gengið vel í íþróttinni. Kraftlyftingar hafa átt hug Júlí- ans frá því hann var unglingur. Hann er 25 ára gamall og æfir af kappi fyrir næsta mót sem er í lok janúar. Hann varð næststigahæstur í kosningu um íþróttamann ársins. Það er engin furða, á síðasta ári setti Júlían heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 405 kg. Hann vann gull í réttstöðulyftu á HM og lenti í 3. sæti í samanlögðu. Þá setti hann Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með Lyfti túbusjónvarpi tveggja ára Júlían J.K. Jóhannsson, einn sterkasti maður landsins, starfar á meðferðarstofnun fyrir ungmenni, hefur gaman af lestri skáldsagna og lærir sagnfræði í Háskólanum. Hann hvetur ungt fólk til þess að helga sig áhugamálum sínum. „Ég var fyrsti Íslendingurinn til að fá boð á heimsleikana. Mæti í þessa risahöll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auðvitað vonbrigði, en svo heldur maður bara áfram.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Júlían við æfingar í Camelot. finnst það undarlegt en það er hollur og góður matur,“ segir hann og svarar því aðspurður að hann borði um fjögur þúsund hitaeiningar á dag. Uppistaðan sé prótín og hann er hrifinn af lambakjöti. Þú ert sem sagt ekki að borða kjúklingabringur í öll mál? „Nei, alls ekki. Ég borða bæði nauta- og lambakjöt og grænmeti. Það hentar ekki alltaf því mataræði sem Ellen þarf að fylgja en þá er bara meira fyrir mig! Ég hef haldið mér í svipaðri þyngd í tvö ár og er ánægð- ur með það,“ segir Júlían. Júlían vinnur í hlutastarfi á með- ferðarheimilinu Stuðlum og Ellen kærasta hans starfar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. „Ég starfa sem ráðgjafi á lokaðri deild. Auðunn Jónsson kraftlyftinga- maður, sem æfir með mér hér, hefur starfað á Stuðlum í 20 ár. Nú hef ég starfað þar í tvö ár og líkar vel. Ungl- ingarnir sem koma til okkar á lokuðu deildina dvelja hjá okkur í um tvær vikur. Það er í mínu hlutverki að fá þau til að lenda. Ná áttum, nærast og styrkja sig,“ segir Júlían. „Sumir sem starfa á Stuðlum hafa einhverja reynslu af eða tengingu við fíkn. Ég nota hins vegar bak- grunn minn, og þá ástundun íþrótta sem ég bý að. En algjörlega án þess að predika. Sýna heilbrigða hugsun og vera til staðar,“ segir Júlían. „Við Ellen eigum margt sameigin- legt. Við kynntumst í rauninni bara Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 372,5 kg og varð með frammistöð- unni Evrópumeistari í greininni. „Ég keppti á sex mótum, sem er töluvert mikið álag í þessari grein. Þrjú mót er talið passlegt. Álagið var kannski sérstaklega mikið vegna þess að fjögur mótanna voru fyrri- hluta ársins. Ég er ánægður með árið í heildina þó að allt hafi ekki gengið upp,“ segir Júlían sem segir nauð- synlegt að gæta að því að vera í góðu andlegu jafnvægi. „Maður fjárfestir svo mikið í þessu. Setur allan sinn tíma í þetta, mikla vinnu og skipu- lagningu. Og þegar það gengur illa þá fylgir stundum hausinn með. Það getur tekið tíma að jafna sig á því að vinna úr því. Ég var fyrsti Íslending- urinn til að fá boð á heimsleikana. Mæti í þessa risahöll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auðvit- að vonbrigði, en svo heldur maður bara áfram,“ segir hann. „Nú er mót fram undan svo ég tek þunga æfingu í dag,“ segir Júlían sem leyfir blaðamanni og ljósmynd- ara að fylgjast með. Reykjavíkur- leikarnir í kraftlyftingum fara fram í Laugardalshöll þann 27. janúar. Tíu konum og tíu körlum hefur verið boðin þátttaka og þrír heims- methafar verða á meðal keppenda. Hvernig er dæmigerður dagur í þínu lífi? Hvað borðar þú til dæmis? „Ég byrja alla daga eins. Heima á morgunverði og kaffibolla. Ég hlakka alltaf til kaffibollans. Tilhugsunin fær mig á fætur, ég borða oftast um sex egg og haframjöl í morgunmat. En stundum nýti ég afgang úr kvöld- matnum deginum áður. Mörgum ↣ VIÐ ELLEN EIGUM MARGT SAMEIGINLEGT. VIÐ KYNNTUMST Í RAUNINNI BARA HÉRNA Í ÆFINGA- SALNUM. hérna í æfingasalnum. Við eigum sömu áhugamál sem er mjög gott og sérstaklega af því að við eyðum bæði tvö miklum tíma hér. Ef við værum ekki bæði að stunda þessa íþrótt gætum við ekki eytt jafn- miklum tíma saman. Hún er mjög sterk og efnileg, ég dáðist að henni þegar hún kom hingað að æfa og féll svo alveg fyrir henni,“ segir Júlían. „Þetta er ekki stór salur. En hér eyðir maður 20 tímum á viku í æfingar og það hef ég gert í nærri áratug. Maður gengur bara hér inn og gerir svipaða hluti dag eftir dag og það er alltaf jafn gaman. Við erum mörg sem æfum hér saman og erum miklir vinir. Ég get nánast talið æfingafélagana til fjölskyldu,“ segir hann. 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -3 3 8 0 2 2 0 2 -3 2 4 4 2 2 0 2 -3 1 0 8 2 2 0 2 -2 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.