Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 4
Forsíða Erla María Árnadóttir, Ármann Agnarsson
Safnablaðið Kvistur
Útgefandi Safnarútan slf.
Ritstjórar Sigrún Kristjánsdóttir
og Guðrún Dröfn Whitehead
Ritstjóm Bergsveinn Þórsson, Inga Lára
Baldvinsdóttir, Sigurður Trausti Traustason,
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Hönnun Ármann Agnarsson
Myndskreytingar Erla María Árnadóttir
Prentun Prentmet
Pýddar greinar um hlutverk safna og ný hugtök
Sunnefa Völundardóttir
Höfundum greina eru færðar kærar þakkir
fyrir þeirra framlag.
ISSN 2298-6944
RITSTJÓRASPJALL
Kæru lesendur!
Hér lítur í fyrsta skipti dagsins
ljós tímarit sem hefur hlotið
nafnið Safnablaðið Kvistur.
Blaðið á sér nokkurn aðdraganda í
hugum þeirra sem að því standa en
síðastliðið haust var loks álcveðið
að látið til skarar skríða. Fæðingin
hefur gengið eins og við er að búast,
stundum sársaukafull, með hléum,
óvæntum uppákomum og gleði.
Við berum þá ósk í brjósti að Safna-
blaðið Kvistur geti orðið vettvangur
þar sem fagfólk á sviði safnamála
og áhugamenn um menningu hafi
aðgang að umfjöllun, slcoðana-
skiptum, umræðum og fréttum af
íslenskum og erlendum vettvangi
og verði jafnframt málgagn fyrir
safnafólk þar sem mikilvæg fagleg
málefni eru rædd. í tímaritinu er
stefnt að uppbyggilegri gagnrýni og
umfjöllun um allar tegundir safna,
svo sem listasöfn, minjasöfn og nátt-
úruminjasöfn. Einnig verður lögð
áhersla á samstarf og samtal milli
menningar- og menntastofnana.
í hverju hefti verður safnarýni þar
sem einstaklingar, innan og utan
safnageirans, skoða íslensk og
erlend söfn og sýningar. Lögð verður
áhersla á faglegt efni svo sem rann-
sóknir, forvörslu, skráningarmál,
sýningargerð, miðlun og fræðslu.
Birt verða viðtöl við fólk sem kemur
að söfnum og sýningum úr ólíkum
áttum. Von er til þess að hægt verði
að opna einfalda heimasíðu blaðsins
á næsta ári.
Greinaskrif verða í höndum fólks
úr ýmsum kimum samfélagsins,
safnafólks, nemenda, hönnuða, lista-
manna, gagnrýnenda og annarra
áhugamanna um málefni safna. Öllu
áhugafólki er meira en velkomið að
senda blaðinu efni eða athugasemdir
(sigrun@safnarutan.is).
Áður hafa komið út hefti um safna-
mál en það eru Ljóri og Fréttablað
safnmanna, en noklcuð er um liðið
síðan það var.
Fyrsta tölublaðið kemur nú fyrir
sjónir lesenda og þar má finna sitt-
hvað af því sem talið er upp hér
að framan, en annað bíður næstu
tölublaða. Hér má nefna frásagnir af
Berlínarferð safnafólks nú í haust,
viðtal við nýráðinn deildarstjóra
sýningadeildar Listasafns íslands
og skemmtilega sögu úr lífi safna-
manns. Þar má einnig finna safna-
rýni, stutta gagnrýni um sýningar
nokkurra íslenskra safna.
Með von um að lesendur hafi gagn
og gaman af.
Sigrún Kristjánsdóttir,
Borgarsögusafni
4