Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 5

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 5
FRETTIR UR SAFNAHEIMINUM dianCharter i md Freedoms canadienne Kdibertés aeProtcnions jjctlnns divcr»M íslenslct hugvit í safni helgað mannréttindum! Kanadíska mannréttindasafnið (Canadian Museum for Human Rights) er fyrsta safn sinnar tegundar í heiminum. Pað er tileinkað þróun, vegsömun og framtíð mannréttinda í Kanada og annars staðar í heiminum. Safnið opn- aði formlega þann 20. september 2013 í byggingu sem reist var sérstaklega fyrir safnið og er staðsett í miðborg Winnipeg. Safnbyggingin er þegar orðin eitt helsta kennileiti borgarinnar vegna sérstæðs útlits. Er hugmyndin að safninu var fyrst kynnt, sætti hún gagnrýni frá ýmsum og ekki síst frum- byggjum Kanada, en þeir hafa lengi staðið í baráttu fyrir viðurkenningu kanadíska ríkisins á mannréttindabrotum sem þeir hafa þurft að þola allt fram á þennan dag. Beindist gagnrýnin meðal annars að því að safnið gæfi ranga mynd af framkvæmd mannréttindamála í Kanada. Safnið býður upp á sýningar í tíu sýningarrýmum sem hvert um sig fjallar um ólík viðfangs- efni er snúa að mannréttindum. Sem dæmi er ein sýning sem tekst á við spurninguna um það hvað mannréttindi séu, önnur sýning horfir til sjónarmiða frumbyggja í Kanada til mannréttindamála og þriðja rýmið gerir grein fyrir mikilvægi þess að vekja máls á mannréttindabrotum. Sýningarnar nýta sér margs konar framsetningartækni, s.s. gagnvirlcni í upplýsingamiðlun, og var Gagarín eitt þeirra fyrirtækja sem hannaði slíkar lausnir fyrir sýningar safnsins. www.humanrights.ca British Pathé Fyrr á þessu ári opnaði kvikmynda- safnið British Pathé stafrænar dyr sínar fyrir almenningi, þegar um 85.000 kvikmyndum úr safni þeirra var hlaðið inn á Youtube. Á heimasíðu British Pathé má finna skemmtilegar stuttmyndir frá íslandi, til dæmis breska og ameríska hermenn arka um götur borgarinnar árið 1941 og hraustlegar íslenskar stúlkur dansa léttan dans fyrir myndavélina árið 1932. www.britishpathe.com Landbúnaðarsafnið flytur Síðsumars var Landbúnaðarsafnið flutt í Halldórsfjós á Hvanneyri, sögumerka byggingu sem reist var á árunum 1928-29. Þann 2. október 2014 var grunnsýning safnsins opnuð þar og einnig tekið í notkun noklcuð geymslu- rými þar í húsinu. Um leið opnaði Ullarselið þar glæsilega verslun. 5

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.