Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 7

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 7
FRETTIR UR SAFNAHEIMINUM Munir heim í hérað Kristján Runólfsson var virkur einkasafnari, búsettur á Sauðár- króki, sem safnaði gripum víða að af landinu. Eftir að safnið komst í eigu Byggðasafns Skagfirðinga og hafði verið skráð og myndað, voru listar yfir safngripi sendir til annarra minjasafna og þeim boðið að taka gripi frá sínu svæði til varðveislu. Mörg söfn þeklctust boðið og því hafa safngripir úr safni Kristjáns verið afhentir byggðasöfnum Austur- lands, Árnesinga, Hafnarijarðar, Borgarfjarðar, Vestmannaeyja, Árbæjarsafns og Skógasafns. Eru þessi skil á safngripunum til milcillar eftirbreytni og væntanlega auðga og bæta þeir safnkostinn í sínum gömlu heimkynnum. Öflugt útgáfustarf Slcagfirðinga Pað hefur vakið athygli hve ijölþætt útgáfustarf hefur verið á vegum Byggðasafns Skagfirðinga á umliðn- um fimmtán árum. Rannsóknar- skýrslur útgefnar á heimásíðu safns- ins eru orðnar 148 talsins. Sum ritin tengjast Fornverkaskólanum og eru í raun ítarefni fyrir nemendur hans. Aðspurð segir Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri að metið sé hvort niður- staða verkefnis verði almenningi að- gengilegri í smáriti eða sýningu og sú leið valin sem hentar best. Hvert smárit sé ígildi sýningar. Hún segir að mikilvægt sé að deila þeim verkefnum sem unnið hafi verið að. Ljóst sé að áhugi er á útgáf- unni því að flest ritin eru aðgengileg á heimasíðunni og þau mikið lesin. Fyrir tveimur árum var farið af stað með nýja ritröð, Rit Byggðasafns Skagfirðinga. Fyrsta heftið sem gefið var út var eftir Sigríði, helgað mið- aldakirkjum í Skagafirði á tímabilinu 1000-1318. í deiglunni eru þrjú rit: um þrifnaðarhætti í torfbæjum, rannsókn á beinum og greftrunarsiðum í elstu kristnu grafreitum Skagfirðinga og rit um verkefni tengt Tyrfingsstöðum. Fróðlegt verður að fýlgjast með þessu útgáfustarfi sem á sér ekki hliðstæðu meðal annarra byggðasafna. Nýló á nýjum stað Listasafh íslands 130 ára Nýlistasafnið er flutt enn á ný. Safnið hefur nú opnað1 Völvufelli 13-21 í Breiðholti og er þar að finna bæði opna safneign og verkefnarými. Næstu mánuði stendur yfir röð einkasýn- inga í verkefnarýminu sem gengur undir samheitinu Hringhiminn. Upplýsingar er að finna á www.nylo.is Safnið fagnar þessum áfanga með fjöl- breyttri dagslcrá sem stendur út árið. Þar á meðal er opnun Vasulka-stofu, miðstöð fyrir margmiðlunarlist á íslandi, þar sem sjónum verður meðal annars beint að varðveislu vídeólistar. 7 ind (copyrígth

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.