Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 15
SAFNARÝNI / Porgerður Ólafsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins
Safnið í Sjóhó
Það sem tengir ólíkar kynslóðir þessa eylands er hafið, veðrið
og tungumálið sem spinna saman menningu okkar, vöggugjöfina
sjálfa, í hinu langa slcammdegi og öru sumarsól. í Sjóminjasafn-
inu í Reykjavík býr safn sem hefur það hlutverk að gera einum
afþessum mótandi þáttum skil. Safnkosturinn er sjórinn og saga
þeirra sem á hann sigldu og við hann bjuggu.
r
safni hafsins stíga gestir bláar
bárur og ganga fyrst inn í sal
þar sem sjómannavísur eru
kveðnar í hverju horni. Sérsýning
safnsins frá því í sumar heitir Svifið
seglumþöndum og er 75 ára úttekt á
starfi Sjómannadagsráðs (Ath. að hluti
þessarar sýningar hefur verið telcinn
niður þegar þetta birtist). Fyrsta full-
trúaráð stéttarfélags sjómanna heilsar
gestum við innkomu. Lúther, Janus og
Jónas, Þórarinn og Þórarinn. Á þessari
marglaga sýningu er hægt að viða að
sér þó nokkrum molum. Til að mynda
stofnuðu félagasamtökin Happdrætti
DAS til uppbyggingar Hrafnistu,
dvalarheimilis fyrir aldraða sjó-
menn og sjómannsekkjur. Ólíkar
fjáröflunarleiðir félagsins var allt frá
stofnun Laugarásbíós til lítils dýra-
garðs hér í Örfirisey árið 1947 með
öpum, sæljónum, sænskum svart-
bjarnarhúnum og marglitum páfa-
gaukum. DAS-lottóvélin sjálf er líka
til sýnis, með sinn stóra glermaga
og ótal litlum miðakeflum sem gáfu
af sér Bensa og Rolls Royce í den. Og
kátir voru karlarnir á Kútter Haraldi
og hver einasta kerling hló, hún hló,
hún skelli skellihló! En hér eru hlæj-
andi kerlingarnar hvergi sjáanlegar
og allar brjóstmyndir eru af körlum.
Safnasýningum er ósjaldan gert
að vera tímavél. Safngestir eru
meðvitaðir um að þeir ganga inn
í tilbúinn heim, leikmynd sögulegra
staðreynda og trúverðugleiki þeirra
fer stundum eftir því hversu vel sú
smíði tekst til. í Bryggjusal safnsins
er Sjómannadagurinn settur upp,
sem hefur haft það hlutverk að
lcynna landselum störf sjómanna.
í honum mætast hinn gamli tylli-
dagur vermanna er vetrarvertíð lauk
og minningardagur þeirra sem fór-
ust á hafi úti. Stemningin er hátíðleg
á bryggjunni árið 1938 og hvítir
mávar svífa yfir börnum að leik og
vatteruðum sjómönnum. Barnvæn-
leiki sýningarinnar spilar misvel við
undirtón hennar enda er um stóra
málstaði að ræða. Lagt er upp með
að gera lífinu á Hrafnistu frekari skil
sem og þeim fjöldamörgu frændum
sem fórust á hafi úti. Sjórinn gaf og
sjórinn tók og hvernig getum við
búið vel um lúnu sjófæturna. Verð-
ugt málefni sem er áskorun í upp-
setningu, máli og myndum.
Önnur af fastasýningum safnsins,
Frá örbyrgd til allsnægta, er áhugaverð
og vel unnin. Fallegum munum er
stillt upp í tímalínu sem gestir þræða
og fylgjast með þróun sjávarplássins
Reykjavíkur, bátanna í höfninni og
ólíkum veiðarfærum búnum til eftir
skapgerð hvers fisks. Og þarna eru
konurnar, við fiskiðnað frá fornu fari,
netagerð og svo loks í frystihúsinu
að pakka inn okkar ástkæra þorski,
ýsu og ufsa. í bátagerðinni liggur her
rauðra skipa og flotinn stækkar með
hverri áunninni sjómílu. Jón var eklci
aðeins fýrsti forsetinn heldur einnig
fyrsti úthafstogarinn með trolli sem
gat fangað flest spendýr hafsins.
Það er farið að hvessa við gömlu
höfnina og nokkrir túristar missa
höfuðfötin á leiðinni upp í Óðin. Við
fáum að heyra í gamalli upptöku af
sinfóníusveit þessa varðskips og kíkja
inn í skipasjoppuna sem bauð upp á
prins póló og kók, andspænis líkams-
ræktinni. Sögurnar sem gerðust um
borð eru ófáar og lita gangana með
myndum. Tvær eru af skipshundin-
um Freyju og hvolpunum hennar,
en hún lét stundum bíða eftir sér á
bryggjunni þegar hún átti stefnumót
við Seppa sinn. Sjúkraherbergið var
notað allt til síðustu siglingar þar
sem skipalæknar fjarlægðu botn-
langa gegnum árin og tóku á móti
börnum í stjórsjó. Ef drengir fæddust
voru þeir vitanlega skírðir Óðinn.
Forsetasvítan er kóngablá í stíl við
dúllugardínurnar fyrir kýraugun-
um og höfðingleg sætin. Vínskápur
herrans stendur tómlegur fyrir utan
eina flösku af Ballantines, fyrir skips-
nissan, svo að það haldist góður andi
um borð. Inni í mörgum skipsklefum
eru ritsímar þar sem neyðarboðin
voru skrifuð niður á blað; skipið er að
sölckva - maður frá borði og ég geri
mér far um að muna þau bæði.
15