Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Page 17
VIÐTAL VIÐ BIRTU GUÐJÓNSDÓTTUR, DEILDARSTJÓRA
SÝNINGADEILDAR LISTASAFNS ÍSLANDS
Eftir hrun finnst mér hafa
auldst áhugi á íslandi, hef-
ur það slcilað sér til ykkar
myndlistarmanna?
Ef maður hugsar ekki um kaup og
sölu, heldur almennan áhuga, já að
sumu leyti. Pað var mikill áhugi á
íslenskri myndlist fyrir hrun, bæði
hjá söfnurum og svo var mikið fjall-
að um íslenska myndlist í alþjóðlegri
myndlistarpressu. Petta helst gjarn-
an í hendur við efnahagsástandið.
Maður finnur til dæmis núna að það
er mikill áhugi á list frá latneslcu
Ameríku, eklci bara af því að þar
sé svo áhugaverð list þótt hún sé
það, æðisleg, en líka af því að þar
er víða efnahagslegur uppgangur.
Áhrifin eru svo margþætt. Svo fær-
ist þunginn yfir á annan stað, og
svona gengur þetta. Listheimurinn
er með þróaðra skammtíma- en
langtímaminni. Mér finnst margir
íslenslcir listamenn hafa notað tælci-
færin sín vel á þessum tíma fyrir
hrun. Pað eru þessi tengsl sem eftir
standa, sem fólk deilir með hvert
öðru. Petta er „do it yourself“-fag
hér, eins og tónlistin. Fólk er örlátt
á sín tengslanet, hlutir eru gerðir
í vinalegum félagsanda. En núna
finnur maður það, bæði þelcki ég það
sjálf og frá samstarfsmönnum, að
listamönnum standa til boða tæki-
færi sem þeir geta ekki nýtt sér af
því það kemur enginn stuðningur
héðan. Öll þessi alþjóðlegu verlcefni
byggja á því að það komi fjármagn
úr öllum áttum, m.a. frá heimalönd-
um listamanna, og íslenskir lista-
menn hafa stundum verið heppnir
að geta flotið áfram á því að vera
frá svo litlu landi að það sé lítill
peningur til, en það er mjög leiðin-
legt í svona samstarfi að gera það til
lengri tíma. En á endanum þá hugsa
margir sýningastjórar, „á ég að bjóða
þessum íslenska listamanni, það
lcemur ekkert fjármagn með honum“
og það er það sem listamenn eru að
finna fyrir núna.
Petta er líka áhugavert fyrir
þig af því að þú hefiir verið báðum
megin við borðið, sjálfstæður lista-
maður og núna komin á stofnun
og berst hinum megin frá
Eiginlega við borðið frá þremur
hliðum því ég hef í millitíðinni
líka unnið sem sjálfstætt starfandi
sýningastjóri. Ég hef til dæmis
verið að byggja upp ákveðið samtal
milli landa, milli stofnana, milli
einstaklinga og í kjölfarið hef ég sóst
eftir og/eða mér verið boðið af stofn-
unum, söfnum og galleríum að gera
sýningar með íslenskum listamönn-
um eða íslenskum og japönskum eða
norrænum eða eitthvað slíkt. Og þá
hefur það oft stoppað á því að héðan
fást svo aumir styrkir og auðvitað
er gert ráð fyrir því að það hljóti að
koma eitthvað fjármagn frá Norður-
löndunum, velferðarríkjunum, til að
kosta verkefni listamanna þaðan.
17