Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 21

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 21
fagumhverfi, safnafólk, myndlistar- fagfólk, menningargeirann og þá stjórnmálamenn sem geta haft áhrif á fagið, til þess að skýra og ræða stöðu Listasafns íslands nú á 130 ára afmæli þessarar merlcisstofnunar. Af því að þú varst að spyrja um alþjóðlegar sýningar, að safnið hefði meiri burði til að standa fyrir þeim en sjálfstætt starfandi sýninga- stjórar, þá er svarið í raun bæði já og nei. Safnið hefur yfir þessari stór- kostlegu safneign að ráða og nýtur virðingar í samfélaginu. Pað þykir eftirsóknarvert fyrir listamenn að eiga verk í safneigninni og sýna verlc sín hér og það er heilmikils virði. Ég myndi segja að þessir þættir geri það að verkum að safnið eigi góða möguleika í umsóknum um alþjóðlega styrlci og við reynum að sækja um slíka. En til þess að kom- ast á þann stað að vera komin með verlcefni sem á góðan möguleika til þess að hljóta slíka styrki, þá þarf að vinna ákveðið rannsóknarstarf og það reynist okkur nokkuð erfitt vegna mannfæðar og þröngs íjár- hags. Þetta er vítahringur sem fleiri stofnanir þelckja. En svo er það lílca þetta traust og trúverðugleiki stofnunarinnar sem gerir olclcur kleift að fá verk lánuð frá erlendum söfnum, söfnurum og galleríum, þótt reyndar geti trygginga- og flutn- ingsgjöld orðið há. En listasöfnin eru almennt að veikjast í samanburði við sýningarstarfsemi einkasafnara og voldug gallerí, og þó maður eigi ekki endilega að taka mest mark á svona hlutum, þá eru það að mestu leyti listsafnarar og sýningastjórar sem teljast, auk listamanna, til valdamestu aðila alþjóðlega mynd- listarheimsins. Þannig að þetta er svona dáldið stærra mengi en þessi stofnun eða stofnanir í þessu landi. Þetta er þróunin alls staðar á okkar kapítalísku tímum. Hvað ltom þér helst á óvart þegar þu byrjaðir að vinna hérna? Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu þröngur fjárhagsrammi stofnuninni er búinn. Ég vissi fyrirfram að hér væri ekkert allt of mikið að vinna úr peningalega en ég hafði eklci áttað mig á hversu lítið. Það eru ótalmargir grunnkostnaðarliðir sem fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir. Er það eitthvað svona ákveðið við íslenslta myndlist sem þig langar að ýta undir eða hampa? Mér finnst að það hafi verið tekið mikilvægt skref í áttina að því að hlúa betur að rafmiðlum með stofnun Vasulka-stofu nú í október síðastliðinn. Vonir okkar, væntingar, markmið og kraftur fer þar annars vegar í að efla vitund þjóðarinnar um þessa merkilegu listamenn, Steinu og Woody Vasulka, og hins vegar í að efla varðveislu, miðlun og almennt fagumhverfi vídeó- og rafmiðla. Þar byggi ég sjálf á reynslu af eigin listsköpun og starfinu í Nýlistasafn- inu, stofnun sem hefur lengi verið vettvangur fýrir raf- og gjörningalist og heldur utan um vaxandi arkíf um vídeólist og gjörninga. Ég þekki ágætlega þróun þess sem áður voru kallaðir nýmiðlar en eru auðvitað ekki nýir miðlar, heldur kom sjón- varpslist fram á sjónarsviðið fyrir rétt tæpum 60 árum síðan og vídeóið skömmu síðar. Stærri listasöfn er- lendis byrjuðu fyrir löngu að safna og varðveita vídeó- og raflist en við eigum lengra í land hér. Það er ánægjulegt, eins og við upplifðum við opnun Vasulka-stofu, að vera ekki bara að krafsa í balckann, heldur geta tekið þátt í og lagt til málanna í alþjóðlegri samræðu um vídeó- og raflistir, en eklci bara hlaupið á eftir hugmyndum annarra. Vasulka-stofa er á glæsilegum byrj- unarreit og hefur mikla möguleika, 21

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.