Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 27

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 27
SAFNARÝNI / Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður Hvar er þín fornaldarfrægð? „Viti menn! Skinnbækurnar eru allarfarnar sína leid, og það svo rækilega, að eingin að gagni er eptir í sjálfum höfuðstað lands- ins til að sýna útlendum ferðamanni, sem hefir komið híngað um lángan veg til að sjá að minsta kosti eitt handrit afokkarfrægu fornsögum; erþetta sómasamlegt?“ (Sig. Guðm. íPjóðólfi 1862) Nákvæmlega svona er staðan aftur í dag, þó eru handritin komin heim og hafa verið til sýnis almenningi um nokkurt skeið, en nú er búið að palcka handritasýn- ingunni niður og því er ekki hægt að monta sig af handritaarfinum við ferðamennina sem hafa margir mjög mikinn áhuga á honum. Er þetta sómasamlegt? Árið 2002 var sett upp sýningin Heillandi heimur handritanna í hluta húsnæðis Þjóðmenningar- hússins. Sá Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum um uppsetninguna. Þúsundir íslenskra skólabarna heimsóttu þessa sýningu í þau ríflega 10 ár sem hún var og hét, og þúsundir ferðamanna líka. Sýningin var hugvitsamlega sett upp, fyrst við innganginn var t.d. sýnt fram á tengslin við þeklctar fornminjar í Skandinavíu og dregn- ar upp myndir af frægum fornum steinum með efni Völsungasögu. Þar næst voru upplýsingar um ferðir fornmanna, myndskreytingar úr handritum og sýnt fram á tengslin við nútíma teiknimyndasögur. Myndbandið sem sýndi heimkomu fyrstu handritanna 1971 gerði mig alltaf meyra, því þarna hafði maður jú staðið á hafnarbaklcanum og orðið vitni að þessum stórviðburði. Höfðu danskir gestir sérstaklega gaman af þessu myndbandi, þekktu þar helstu ráðamenn sína frá þessum tíma, misvinsæla eins og gengur. Þarna mátti sjá Helge Larsen, þáver- andi menntamálaráðherra Dana, rétta fram tvo stóra pakka og segja hin fleygu orð „Flatobogen, vær sá god.“ Helge Larsen var ómaklega uppnefndur af uppreisnargjörnum dönslcum háslcólastúdentum Onde Helge. Ég segi dönskum ferðamönn- um alltaf að hér á landi sé hann kall- aður Gode Helge. Næst á sýningunni var rökkvað sérrými þar sem sjá mátti valin handrit, þar á meðal höfuðdjásnin, Snorra Eddu og Flateyjarbólc. í lokin var lcynningarstofa þar sem sýnd var verkun á skinnum til handritagerð- ar, og þar gátu börn (og fullorðnir) prófað að skrifa með fjaðurstaf og sortulyngsblelci. Nú er þessi sýning horfin og allar hinar sem Þjóðmenningarhúsið hýsti. En hvað með handritin? Hús íslenskra fræða átti að rísa við Arngrímsgötu og hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sem er dreifð á fjóra staði í dag. Þarna áttu að vera ýmis sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og ekki síst nútímalega sýningu á fornu íslensku skinnhandritunum. Skóflustungan var tekin vorið 2013 og átti framkvæmdin að taka þrjú ár. Ný ríkisstjórn tók við völdum skömmu síðar og sló verkefnið af um óvissa framtíð. í eitt og hálft ár hefur blasað við húsgrunnur full- ur af vatni, sem gárungarnir kalla „hina votu gröf íslenskra fræða“. Það verður því nokkur bið á því að við sjáum hina nútímalegu sýningar- aðstöðu sem til stóð að setja upp á handritunum „okkar“. En hefði nú orðið af byggingunni, hefðum við fengið gullinn þríhyrn- ing íslensks menningararfs, sem markast af Þjóðarbókhlöðunni með sinn mikilvæga handritaarf, Þjóðminjasafninu með helstu þjóðminjum íslendinga og Húsi íslenskra fræða með Árnastofnun og skinnhandritin. Allt svo gott sem á sömu torfunni. Eins og skáldið sagði: Það er svo bágt að standa í stað, / og mönnunum munar / annað- hvort aftur á bak / ellegar nokkuð á leið. Hér hefur mönnum svo sannar- lega munað noklcuð aftur á bak. 27

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.