Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 30

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 30
BERLINARFERÐ SAFNAMANNA 44 BERLIN ER BORG MIKILLAR SÖGU I i I « I I I hlerar að lyfta og skúffur að opna, en það er sjálfsagt hluti af gagnvirkn- inni! Safnið er lítið og mjög „bissí“ bæði af mannfólki og svo er mikið að gerast á sýningunni. Ljós, kvik- myndir, hljóð, o.s.frv. Á heildina litið fannst mér sýningin skemmtileg og nokkuð fróðleg, en kannski ekki mjög djúp og sagan nokkuð einhliða. Priðjudagur rann upp, það var sól og 25 stiga hiti alla dagana sem við dvöldum í borginni. Tvö söfn voru á dagskránni í dag, Þýska tælcni- minjasafnið (DeutschesTechnikmuse- um) og Þýska sögusafnið (Deutsches Historisches Museum). Hópurinn lagði af stað með U-baninu, neðan- jarðarlest Berlínarbúa, og tók ferðin örslcamma stund. Það sem greip augað þegar komið var á áfangastað var heil flugvél sem bókstaflega flaug út úr byggingunni, stórfengleg sjón! Á móti okkur tóku þær íris og Svenja en þær stýra fræðslu og móttöku gesta á safninu. Þær gáfu okkur góða innsýn í það hvernig sú fræðsla og móttaka hópa fer fram. Áhersla er lögð á að lcynna tælcni- minjar í samhengi við þjóðfélagið, söguna og menninguna. Þá er lagt upp með að gestir geti spurt gagn- rýnna spurninga og hugsað um áhrif tækninnar til góðs eða ills. Þær lögðu líka áherslu á að þegar settar væru upp sýningar þá spyrji I Pergamon-safninu geta gestir dádst ad ótrúlegumfornminjum engleðin er blendin. Þetta er ekki bara saga um forna menningu, heldur líka saga um hvernig minjar fjarlægrar menningar vorufluttar í glæsimusteri evrópskrar heimsvaldastefnu. Fyrir dyrum standa viðamiklar viðgerðir á húsnæði safnsins og sýningum. Það verður spennandi að sjá hvernig nýjar sýningar endurspegla þessi tvö lög sögunnar. Þegar kemur að tækni þá skín sól hinnar þýsku menningar skært. k Tækniminja- safni Berlínar vorufrábærlega vélfram- settar sýningar um þýska tæknisögu en þær voru ekki settarfram sigri hrósandi heldur miklufremur á lágstemmdari nót- um, þar sem spurt var um gildi tækninnar og hvatt til gagnrýnins sjónarhoms. Hlýlega var tekið á móti okkur í þýska sögusafninu. Safnið var vel skipulagt og þægilega uppsett en það virkaði frekar kalt á mig. Kannski var það vegna þess hve mikið var afáberandi málverkum í skrautlegum römmum sem sýndu ábúðarmikla einstaklinga belgja sig út í rýmið, yfirste'ttin sannarlega í sínum gullstólum. Ég heimsótti líka tvö söfn sem sérhæfðu sig í sögu Austur-Berlínar, DDR-safnið og Staasi-safnið. Þótt sögusviðið og tíma- ramminn væru þau sömu þá var nálgun- in ólík. DDR virkaði meira eins ogþægi- leg skemmtiferð aftur í sérkennilegan og fjarlægan tíma. Þrúgandi andrúmsloft Staasi var á sama tíma bæðiframandi og óhugnanlega nærri. Borgin hefur vaxið yfir gömul ören sagan er á hverju strái, mótsagnákennd, jafnvelyfirþyrmandi. „Hvernig er hægt að segja þessa sögu?“ Mérfannstþessi ólíku söfn gefa margvísleg og áhugaverð svör, heimsókn á þau sýnir hversu megn- ugar stofnanir söfn geta verið. Sigrún Ásta Jónsdóttir, Byggðasafni Reykjanesbæjar 99 30

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.