Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 33

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 33
44 44 TÆKI OG TÓL Sterkasta upplifun mín ífarskólanum var að heimsækja Hochschule fur Technik und Wirtschaft, íAustur-Berlín. Eftir góða kynningu hjá Þóri Ingvarssyni, forvörslunema við skólann, var aðstaðan skoðuð. Gaman var að sjá tilrauna- stofurnar og tækin. Áhugi minn til áframhaldandi þróunar í mínu starfi. hefði verið aðfara í nám í svona skóla, en égyrði víst kominn á eftirlaun þegar þviyrði lokið, þó ég byrjaði næst haust. Annað sem ógleymanlegt var í þessariferð var að heimsækja Sony Center við Pots- damerPlatz, enþar er til húsa Museum fur Film und Femsehen. Eftirfrábærar móttökur skoðuðum við safnið. Fengum við að hitta starfsmenn sem eru að vínna með kvikmyndir í eigu safnsins. í sýningu þess er farið í gegnum sögu kvikmyndanna í Þýska- landi og var ógleymanlegt að koma inn í speglasal þar sem sögu Marlene Dietrich eru gerð skil og sýnd eruföt og bútar úr kvikmyndaferli hennar. Einnig var áhuga- vert að sjá hvernig þeir sýndu kvikmyndir frá tímum nasismans, þar sem verstu kynþáttahaturskvikmyndunum er komið fyrir t skúffum sem við útdrátt setti sýningu myndbútsins ígang. Fyrir þá sem vildu ekki sjá það var einfalt að ganga áfram. Hörður Geirsson, Minjasafninu á Alcureyri 99 haldið heim á hótel, og voru flestir fegnir að vera þangað komnir eftir 12 tíma stífa dagskrá. Þá rann upp síðasti dagurinn í þessari dásamlegu menningarborg sem Berlín er. Á dagskránni var að heimsækja The Story of Berlin-safnið sem segir sögu Berlínar síðastliðin 800 ár. Safnið var opnað 1999 og.ár- lega heimsækja það 250.000 manns. Safnið er einlcarekið og er fremur sýning en eiginlegt safn og á ekki safnkost og eru flestir munir safns- ins eftirlíkingar. Hluti af safninu er þó raunverulegt neðanjarðarbyrgi sem byggt var í kalda stríðinu og á að standast kjarnorlcuárás. Byrgið getur hýst og fætt 3600 manns í tvær vikur án utanaðlcomandi aðstoðar. Á efri hæð safnsins er sögð saga borgarinnar fram að seinna stríði og fannst mér sá hluti eklcert sér- staklega spennandi. Ljósum, mynd- um og munum ægði saman, erfitt að einbeita sér og ná utan um þann hluta. Á neðri hæðinni er svo saga borgarinnar á tuttugustu öld rakin, og slcilar sú sýning henni vel, áhugaverðir textar og skemmtilegar leikmyndir. Sérstalclega þótti mér áhrifarík umfjöllunin um múrinn, aðskilnaðinn og hvernig fólk hafði samskipti sín á milli eftir að múrinn var reistur. Safnið nær alveg greini- lega til ungu kynslóðarinnar, því það var fullt af ungu fólki sem virtist skemmta sér stórvel. Um kvöldið var svo árshátið safna- manna haldin á veitingastað í borginni og dansað fram á rauða nótt. Skemmtilegri ferð var lokið, og má með sanni segja að hún hafi tek- ist vel í alla staði. Maður kom heim með hugann uppfullan að hugmynd- um og hugsunum sem vonandi eiga eftir að gagnast íslenslcu safnastarfi á næstu árum! Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafni HEILDARSÝN Ég varðfljótt hugfangin af „geimnálinni", þessumframandi strúktúr sem virtistfrekar eiga heima í vísindaskáldsögu heldur en við hlið gamálla bygginga með árhundraða sögu. Maður býst ekki við geimskipi íJane Austen-kvikmynd. Leikstjóri slíkrar myndar fengi eflaust skömm í hattinnfyrir að mis- tákast að skapa heildarsýn. Eru heimsborgir eins og Berlín þá kannski ekki með neina heildarsýn? Eðajafnvel meiri heildarsýn en búast má við? Aðrar stórborgir hafajú vissulega „speisaðar“ byggingar, eins og geimnálin í Seattle, endurfundatumim í Dallas, Burj Al Arab í Dubai og gúrkan íLondon. OgperlaníReykjavík. Svo komst ég að því að gömlu huggu- legu byggingarnar voru kannski ekki jafn gamlar og þær litu útfyrir að vera. Nikolai-fjórðungurinn er til dæmis ekta „gamli bær“, litlar ogþröngar götur með krúsidúlluhúsum þar sem sögufrægir menn á borð við Ibsen og Casanova dvöldu einhvern tímann. Enþeirbjuggu svo ekkert íþessum húsum. Gömlu húsin voru sprengd upp 1944. Núverandi hús eru nákvæm endurgerð. Einhvers konar Disneyland stórborgarinnar. Já, kannski var búið að leggja meiri hugsun í heildar- sýn borgarinnar en ég ranglega ályktaði viðfyrstu geimnálarsýn. Allar stórborgir þurfa nefnilega gamlan miðbæ, ekki satt? Heildarsýn? Hvað var ég svo sem að búast við heildarsýn? í Berlín búa 3,5 milljónir manna. Elstu heimildir um byggð erufrá 12. öld. Varla geta állirþessir einstakl- ingar sem þar hafa búið deilt sömu heildarsýn? Þóttþeir búi á sama svæðinu, sama reitnum, þá eru þeir ekki eitt. Hvers vegna bjóst ég við heildarsýn? Á sumum söfnunum var tekið vel á móti okkur með fyrirlestrum um heildarsýn safnstarfsins. Ég var orðin svo heilluð af hugsjónum þessara safna að þegar ég rak augun inn í litla kirkju í Nikolai-fjórð- ungnum varð ég hlessa. Það var ekki nóg fyrir kirkjuna að vera bara kirkja. Hún var líka „safn“. Núfannst mér eitthvað vanta. Einhverja heildarsýn. Þvílíkt safnáblæti er þetta x Berlín, hugsaði ég með mér. En nú þegar ég hugsa til baka, þá var safnkirkjan kannski bara eins oggeimnálin. Endur- speglar kannskifullkomlega ringulreiðina sem einkennir borgir og menningu. Mega söfn, eins og borgir, kannski bara hafa enga heildarsýn? Eydís Björnsdóttir, Þjóðminjasafni íslands 99 33

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.