Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 38

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 38
ÍSLENSK SAFNALÖG Samfélagslegt hlutverk safna Á Bretlandi hefur lengi verið hefð fyrir því að söfn sinni umfangsmiklu samfélagslegu hlutverlci. Samtök safna í Bretlandi (e. Museum Association) gáfu nýlega út framtíðar- stefnumótun sem ætlað er að stuðla að auknum félagslegum áhrifum safna og kallast hún Söfn breyta lífi fólks (e. Museums change lives). Með stefnunni er ætlunin að hvetja safnafólk til að hafa aulcin áhrif út á við, hvetja styrktaraðila til að styðja söfn í því að ná betur til almennings og beina stofnunum í samstarf við söfn með það að marlcmiði að hafa jákvæð áhrif á líf fólks. Par er lögð áhersla á hvernig söfn geti haft samfélagslegt hlutverk sitt að leiðarljósi og að öll söfn, óháð því hvernig starfsemi þeirra er háttað eða hvert sérsvið þeirra er, geti stuðlað að jálcvæðum samfélagslegum breyting- um. Stefnan er í þremur liðum: a) að auka velferð, b) að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag og c) vera uppspretta hugmynda og innblásturs. í stefnunni er lögð áhersla á jafnt aðgengi fyrir alla og að það sé hugað að þörfum allra á grundvelli félags- legs réttlætis, óháð aðstæðum eða bakgrunni fólks. Pað er mikilvægt að söfn hjálpi til við að móta hvern stað, þorp eða borg, og jafnvel heil sam- félög. Söfn eiga að glæða hvern stað lífi, tengja saman ólílca hópa og bæta umhverfi sitt og líf fóllcs sem þar býr, stuðla að fræðslu, framsækinni hugs- un og hvetja til þekkingarleitar. Söfn eru ekki hlutlausar stofnanir, straumar fortíðar og nútíðar móta safneignina og miðlun hennar. Par sem almenningur gerir ráð fyrir hlut- leysi safna bera þau mikla ábyrgð. Slíkar stofnanir ættu að nýta það u í íslenslcum safnalögum frá 2012 er tilgreint að söfn slculu „hafa að leiðarljósi að aulca lífsgæði manna með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, nátt- úru eða vísinda". Gera þau það? w traust sem víða er borið til þeirra til að hvetja fóllc til að velta fyrir sér helstu áslcorunum nútímasamfélags. Þau ættu að tala fyrir félagslegu rétt- læti og almennum mannréttindum, talcast á við fordóma og tala fyrir sanngirni og jafnrétti. Hér á landi er umræða um samfélags- legt hlutverk safna ekki hávær. í ís- lenskum safnalögum frá 2012 er eklci sérstaklega fjallað um samfélagslegt hlutverk safna en þó telcið fram að söfn slculu „hafa að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með því að efla skiln- ing á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda“. (1. lcafli 3. gr.) í Safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2010-2014 er samfélags- legt hlutverlc safna eitt af mark- miðunum. Þar er íjallað um milcil- vægi þess að gestir í minjasöfnum hafi möguleilca á því að sælcja sér þelckingu á eigin forsendum. Einnig að safnastarf sé unnið í samráði við heimamenn og nýti þannig þelck- ingu sem fyrir er en stuðli um leið að nýslcöpun. Þá er einnig rætt um jálcvæð áhrif af sjálfboðaliðastörfum sem leiði til ávinnings bæði fyrir söfnin og sjálfboðaliðana. Margt af því sem talið er upp í greinargerðinni hefur víða verið innleitt í safnastarf á íslandi. Skýr stefnumótun myndi þó styrkja og efla samfélagslegt hlutverk íslenskra safna og hvetja til frelcari umræðu á þessu sviði. Nánar má lesa um stefnuna á www.museumsassociation.org/ museums-change-lives 38

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.