Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 22

Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 22
Valsliðið er gríðar­ lega vel mannað og það er erfitt að finna veik­ leika á því. Ágúst Björgvinsson Nú þarftu bara að muna bílnúmerið. Hvort sem þú nýtir stöðumæli eða app. Enginn miði í mælaborðið. BETRA AÐ BORGA Bílastæðasjóður | bilastaedasjodur.is B ra n d e n b u rg | s ía Einar Árni Jóhannsson gerði Njarðvík að bikar­ meisturum 2005 vel og getur endurtekið leikinn í dag. Karlalið Stjörnunnar hefur aldrei tapað bikar­ úrslitaleik. Liðin sem mætast í úrslitum Geysisbikars kvenna hafa aðeins samtals einu sinni áður komist í bikarúrslit. 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Möguleiki á tvöföldum bikarfögnuði í Garðabænum Úrslitaleikirnir í Geysisbikarnum fara fram í dag. Stjarnan er í úrslitum í bæði kvenna- og karlaflokki og getur því unnið tvöfalt. Kvennalið Stjörnunnar mætir sjóðheitum Valskonum sem eru einnig í leit að sínum fyrsta bikartitli. Karlamegin standa Njarðvíkingar í vegi fyrir fjórða bikartitli Stjörnumanna. KÖRFUBOLTI Ljóst er að nýtt nafn fer á bikarinn í kvennaf lokki en í úrslitaleiknum, sem hefst klukkan 13.30 í dag, mætast Stjarnan og Valur. Hvorugt liðið hefur áður orðið bikarmeistari, eða unnið stóran titil í kvennaflokki. Stjarnan hefur aldrei komist í bikarúrslit en Valur einu sinni; árið 2013 þegar liðið tapaði fyrir Keflavík, 68-60. Valskonur hafa verið með besta lið landsins eftir komu Helenu Sverrisdóttur og unnið tólf leiki í röð í deild og bikar. „Það er ekki margt sem bendir til þess, nema kannski þær sjálfar,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, við Fréttablaðið, aðspurður hvort hægt væri að stöðva Valsliðið þessa dagana. Ágúst stýrði Valskonum í bikar- úrslitum fyrir sex árum og gerði kvennalið Hauka að bikarmeist- urum 2005 og 2007. Þá var Helena í lykilhlutverki hjá Haukum og fyrir- liði seinna árið. „Valsliðið er gríðarlega vel mann- að og það er erfitt að finna veik- leika á því. Þær eru með breidd, besta leikmann sem Ísland hefur átt, góðan bandarískan leikmann [Heather Butler] og Simonu [Podes- vova]. Það er enginn leikmaður sem gerir meira fyrir liðið sitt án þess að skora en hún. Svo er Guðbjörg [Sverrisdóttir] ein af bestu leik- mönnum deildarinnar,“ sagði Ágúst. Þrátt fyrir styrk Vals segir hann að það megi ekki vanmeta Stjörnuliðið sem er í 5. sæti Domino’s-deildar kvenna, aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Stjarnan er með mjög gott lið og hefur styrkst frá því tímabilið hófst. Þær eru á fínu skriði,“ sagði Ágúst. „Danielle Rodriguez er auð- vitað algjör lykilmaður og ég sé ekki hvernig Stjarnan á að vinna Val án þess að hún eigi toppleik.“ Umrædd Danielle var frábær í sigri Stjörnunnar á Breiðabliki, 82-103, í undanúrslitunum. Þar skoraði hún 33 stig, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í þremur leikjum í Geysisbikarnum er Dani- elle með 25,7 stig, 9,7 fráköst og 10,0 stoðsendingar að meðaltali. Ágúst segir að Valur sé mun sigur- stranglegri aðilinn en bæði lið vilji að sjálfsögðu ná í sinn fyrsta stóra titil. „Í undanúrslitunum gegn Snæfelli sást að Valskonur voru stressaðar og það er pressa á þeim. En það er líka búið að leggja mikið í Stjörnuliðið og það er líka pressa á því.“ Stjarnan besta liðið í dag Karlamegin er bikarhefð liðanna sem mætast í úrslitum mun meiri en kvennamegin. Stjarnan hefur þrisvar áður komist í bikarúrslit og alltaf unnið, síðast 2015. Njarðvík hefur hins vegar 15 sinnum áður komist í bikarúrslit og átta sinnum unnið bikarinn. Aðeins KR hefur oftar orðið bikarmeistari í karla- flokki, eða tólf sinnum. Það eru hins vegar liðin 14 löng ár síðan Njarðvík varð síðast bikar- meistari. Liðið vann þá stórsigur á Fjölni, 90-64. Þjálfari Njarðvíkur 2005 var sá sami og er í dag; Einar Árni Jóhannsson. Hann kom Þór Þ. einnig í bikarúrslit 2016 og 2017 og hefur því mikla reynslu á þessu sviði. Stjarnan hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og unnið 13 leiki í röð í deild og bikar. Stjörnu- menn töpuðu síðast leik 23. nóvem- ber þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Njarðvíkingum, 99-95. „Stjarnan hefur haft svakalega yfirburði í deildinni eftir áramót og þeir hafa verið ógeðslega góðir. Þeir líta best út í dag. En það er mikil stemning í Njarðvíkurliðinu og góður andi. Þótt Njarðvík sé á toppnum í deildinni finnst mér vera meiri pressa á Stjörnunni,“ sagði Ágúst. „Stjarnan er með besta liðið í dag. Þeir hafa spilað betur en Njarðvík. En Njarðvíkingar hafa styrkst eftir komu Erics Katenda. Hann hefur spilað mjög vel. Njarðvík er með mikla breidd og mjög sterka bak- verði.“ Elvar Már Friðriksson hefur leikið einkar vel með Njarðvík eftir komuna frá Frakklandi. Ágúst segir að barátta hans og leikstjórnanda Stjörnunnar, Ægis Þórs Steinars- sonar, verði æði athyglisverð. „Ægir er allavega nógu fljótur til að eiga við Elvar. Þetta er áhugavert einvígi. Ægir stoppar Elvar ekki en hann fær kannski ekki að leika lausum hala,“ sagði Ágúst. Valinn maður er í hverju rúmi hjá báðum liðum og breiddin mikil. „Allir í byrjunarliðinu hjá Stjörnunni eru hættulegir. Það er enginn sem þú getur látið afskipta- lausan. Það sama er reyndar uppi á teningnum hinum megin. Hjá Njarðvík kemur Logi Gunnarsson af bekknum. Hann var frábær gegn KR,“ sagði Ágúst en Logi skoraði 16 stig í sigrinum á Íslandsmeistur- unum, 72-81, í fyrradag og hitti úr sex af níu skotum sínum. „Þjálfarar beggja liða hafa gert mjög vel í vetur. Arnar [Guðjóns- son] hefur stillt strengina hjá Stjörn- unni mjög vel saman eftir brösuga byrjun. Og Einar Árni er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið titla,“ sagði Ágúst að endingu. ingvithor@frettabladid.is Margrét Lára valin í hópinn FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir er í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á hinu árlega Algarve-móti í Portúgal. Margrét Lára hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í apríl 2017. Hún sleit krossband í hné skömmu fyrir EM 2017 og lék ekkert með Val á síð- asta tímabili. Margrét Lára er hins vegar komin aftur á ferðina og hefur leikið vel með Val á undirbúnings- tímabilinu. Hún er langmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 77 mörk í 117 lands- leikjum. Dagný Brynjarsdóttir er einnig í hópnum en hún hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í október 2017. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi 23 leikmenn í Al- garve-hópinn. Þórdís Hrönn Sig- fúsdóttir, leikmaður Kristianstad, er eini nýliðinn í hópnum. Fanndís Friðriksdóttir var ekki valin en Sandra María Jessen snýr aftur í landsliðið eftir að hafa ekki verið valin í síðasta verkefni; vináttuleik gegn Skotlandi á La Manga. Ísland mætir Kanada 27. febrúar og Skotlandi 4. mars. Tveimur dögum síðar verður leikið um sæti. Leikjunum á Algarve-mótinu hefur verið fækkað úr fjórum í þrjá. – iþs 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -3 C F 0 2 2 5 7 -3 B B 4 2 2 5 7 -3 A 7 8 2 2 5 7 -3 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.