Fréttablaðið - 16.02.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 16.02.2019, Síða 36
Ég eignaðist þennan bíl þegar ég var sextán ára gamall árið 1994. Ég var að leita eftir bíl sem gaman væri að gera upp,“ segir Guðmundur sem rakst á Toyota Crown af árgerðinni 1972 á verkstæði í Fellabæ. „Ég fékk hann fyrir förgunargjaldið. Hann var með úrbrædda vél en leit samt vel út miðað við aldur. Hann var síðan dreginn inn í bílskúr þar sem byrjað var að skrúfa og pússa en ætlun mín var að gera hann að fólksbíl sem ég gæti notað eftir að ég næði bílprófinu.“ Guðmundur dundaði sér að mestu sjálfur við bílinn en fékk nokkra aðstoð frá föður sínum. Þeir feðgar höfðu áður gert upp og breytt gömlum Datsun 100A. Sá var settur á jeppagrind og jeppa- dekk og lukkaðist nokkuð vel. Þar kviknaði raunar hugmyndin sem mörgum árum síðar varð að veru- leika með Toyotuna. „Crowninn dagaði uppi hálf uppgerðan í fjölmörg ár. Ég fór aftur að vinna í honum 2005 þegar sú hugdetta að gera úr honum jeppa hafði skotið upp kollinum en mig langaði að gera enn flottari útfærslu af fólksbílajeppa en Datsuninn var. Ég tók þrjá mánuði í að koma honum í jeppastand, skar úr brettum og setti undir hann stærri dekk. Ég keypti hluti úr gömlum Toyota Foreigner en í grunninn er bíllinn með Toyota Hilux jeppagangverk að mestu. Hann er með vél, gírkassa og hásin- gar úr Hilux.“ Bíllinn var þó ekki gangfær enn enda vantaði í hann fjöðrun og fleira. Guðmundur tók sér hlé frá bílnum meðan hann byggði eitt hús yfir stækkandi fjöl- skyldu sína. „Síðan var það ekki fyrr en 2013 að ég fór að spýta í lófana. Þá smíð- aði ég í hann fjöðrun, gangsetti hann og hreyfði út úr bílskúrnum,“ segir Guðmundur sem þurfti að sérsmíða ansi marga hluti í bílinn enda varahlutir af skornum skammti í svo gamlan bíl. „Ég setti mér líka það markmið í upphafi að nota aðeins Toyota varahluti. Ég hef reynt að halda mig við það þó það sé stundum erfitt.“ Í vor tók Guðmundur bílinn og málaði hann og í dag er bíllinn nánast tilbúinn þó einhver frá- gangur sé eftir að innanverðu. „Í raun er aðeins boddíið af Crown- inum. Bíllinn er skráður Toyota Hilux þar sem undirvagninn er úr slíkum. Allt innvolsið, sæti, miðstöð og mælaborð eru síðan úr Toyota Camry.“ Crowninn er hálfgerður spari- bíll Guðmundar. „Hann fær alltaf að vera inni í bílskúr en heimilis- bíllinn er geymdur úti í snjónum. Hann er svona næstum eins og elsta barnið á heimilinu. Hann er með fornbílaskráningu og ég nota hann aðeins í veiði og fer í ferðir ef veðrið er gott, til dæmis upp í Snæ- fell eða Kverkfjöll.“ Guðmundur segir bílinn vissu- lega vekja athygli. „Það kemur alltaf á óvart hvað fólk er að snúa sér við út af honum. Ég er búinn að eiga hann svo lengi að mér finnst útlitið ekkert merkilegt lengur, en sumum finnst þetta hálf furðuleg sjón,“ segir hann glettinn. Crowninn eins og elsta barnið Margir reka upp stór augu þegar Guðmundur Sigurðsson ekur um fjöll og firnindi á 44 tommu breyttum Toyota Crown 1972. Bíllinn er gæluverkefni Guðmundar sem hann hefur unnið að í 25 ár. Bíllinn er með Toyota Crown 1972 boddí, undirvagn af Toyota Hilux, með 44 tommu dekk og innvols úr Toyota Camry. Dóttir Guðmundar við Crowninn áður en hann var sprautaður. Guðmundur og faðir hans smíðuðu þennan Datsun jeppa á tíunda ára- tugnum og hann er enn vel gangfær. Guðmundur kann best við sig á fjöllum. Hann segist tækjadellukarl og á nokkra vélsleða líka sem hann dyttar að með börnum sínum. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -6 E 5 0 2 2 5 7 -6 D 1 4 2 2 5 7 -6 B D 8 2 2 5 7 -6 A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.